Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Vextir ekki verið hærri frá því að farið var að bjóða upp á óverðtryggð lán

Heim­ili með greiðslu­getu sem hef­ur fylgt al­mennri launa­þró­un get­ur stað­ið und­ir álíka háu óverð­tryggðu láni nú og ár­ið 2017. Síð­an þá hef­ur fast­eigna­verð á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hins veg­ar hækk­að um 70 pró­sent.

Vextir ekki verið hærri frá því að farið var að bjóða upp á óverðtryggð lán
Almenningur Heimili með 250 þúsund krónur á mánuði í greiðslugetu gat tekið óverðtryggt lán upp á 66,2 milljónir króna vorið 2021. Nú getur heimili með sömu greiðslugetu tekið lán upp á 29,7 milljónir króna. Munurinn er 36,5 milljónir króna. Mynd: Bára Huld Beck

„Nú þegar bankarnir hafa brugðist við síðustu stýrivaxtahækkun eru breytilegir óverðtryggðir vextir á fyrsta veðrétti hjá þeim nú á bilinu 10,25-10,50 prósent. Svo háir hafa vextir ekki verið frá því að HMS fór að safna gögnum um vexti í ársbyrjun 2010 og mögulega ekki frá því að farið var að bjóða uppá óverðtryggð íbúðalán í einhverjum mæli.“ Þetta kemur fram í nýjustu mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) sem birt var á fimmtudag. 

Þar segir að hækkandi vextir dragi verulega úr getu heimila til lántöku, þar sem sama greiðslubyrði standi nú undir mun lægri lánsfjárhæð en áður. Dæmi er tekið af heimili með greiðslugetu upp á 250 þúsund krónur á mánuði. Það gat tekið lán upp á 66,2 milljónir króna þegar vextir voru í lágmarki vorið 2021, en þá var hægt að fá íbúðalán á 3,3 til 4,3 prósent óverðtryggðum vöxtum. Í dag getur heimili með þá greiðslugetu einungis fengið 29,7 milljóna króna óverðtryggð lán. Heimili sem er með greiðslugetu sem hefur fylgt almennri launaþróun, miðað við launavísitölu Hagstofu Íslands, staðið undir álíka háu óverðtryggðu láni nú og árið 2017. Síðan þá hefur fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hins vegar hækkað um 70 prósent.

Í skýrslunni segir að ef greiðslugetan hefði fylgt almennri launaþróun, miðað við launavísitölu hagstofunnar, hefði viðkomandi heimili verið með greiðslugetu upp á 210 þúsund krónur vorið 2021, og hefði getað tekið lán upp á 55,7 milljónir króna. „Sama heimili gæti staðið undir greiðslubyrði af 73 m.kr. verðtryggðu láni sem er ríflega 160 prósent hærra en hæsta óverðtryggða lán sem það gæti staðið undir. Í reglum um hámarksgreiðslubyrðarhlutfall er þó miðað við verðtryggð lán sem eru að hámarki til 25 ára en miðað við þannig lán stæði viðkomandi heimili undir 54,3 m.kr. láni.“ 

Hrein útlán ekki svona lítil síðan 2014

Seðlabankinn hefur gripið til margvíslegra aðgerða á undanförnum misserum til að hægja á fasteignamarkaðnum, eftir að skýr bólumyndun varð á honum sem leiddi til áðurnefndra hækkana. Meðal þess sem hann hefur gert er að hækka stýrivextir úr 0,75 í 8,75 prósent í þrettán vaxtahækkunum í röð. Auk þess hafa lánþegaskilyrði verið þrengd verulega með hámarki á veðsetningar- og greiðslubyrðarhlutfalli. Þessar aðgerðir hafa leitt til þess að verulega hefur hægt á hækkun íbúðaverðs á síðustu mánuðum, íbúðum sem eru til sölu hefur fjölgað og meðalsölutími lengst. Auk þess hefur velta á íbúðamarkaði dregist nokkuð saman og var rúmlega fjórðungi minni með fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu að raunvirði á fyrstu fjórum mánuðum ársins 2023 en á sama tímabili í fyrra. 

Í skýrslu HMS kemur fram að hrein ný íbúðalán til heimila hafi haldist áfram að dragast saman í samræmi við ofangreinda þróun. Þau námu einungis 2,9 milljörðum króna í apríl, miðað við 8,2 milljarða króna í mars. Athygli vekur að hrein ný verðtryggð útlán voru fimm milljarðar króna á meðan að óverðtryggðu útlánin voru neikvæð um tvo milljarða króna. „Hrein ný útlán hafa ekki verið svo lítil á núverandi verðlagi síðan í apríl 2014 ef undanskilin eru ársbyrjun 2015 og 2016 þegar leiðréttingin og séreignarsparnaðarúrræði skekkja myndina.“ 

Bankar þurfa að fara að huga að aðgerðum

Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands birti yfirlýsingu og minnisblað í byrjun júní þar sem hún brýndi fyrir lánveitendum að huga tímanlega að þyngri greiðslubyrði lántakenda til þess að fyrirbyggja greiðsluerfiðleika þeirra. Viðbúið sé að þrengri fjármálaskilyrði birtist fyrr eða síðar í auknum vanskilum en að rétt sé að hafa í huga að vanskil geti komið fram með nokkurri tímatöf. „Þar sem þörf krefur ber að skoða að lengja lánstíma, taka upp jafngreiðsluskilmála, setja þak á greidda nafnvexti og líta til ólíkra lánaforma sem bjóða upp á mismunandi greiðslubyrði. Rúm eiginfjárstaða margra lántaka ætti að gefa töluvert svigrúm til að tryggja að greiðslubyrði haldist í takti við viðmið lánþegaskilyrða sem nefndin hefur sett.“ 

Samkvæmt tölum HMS þurfti sá sem var með óverðtryggt lán upp á 45 milljónir króna á breytilegum vöxtum að borga 191.700 krónur af slíku láni í upphafi árs 2022.  Útreikningar HMS sýna að greiðslubyrðin af slíku láni verði sé nú í 366.795 krónur á mánuði, og hafi þá aukist um 175.275 krónur á einu og hálfu ári. 

Alls eru lán upp á næstum 600 milljarða króna á föstum óverðtryggðum vöxtum sem losna á næstu þremur árum. Binditími lána upp á 74 milljarða króna renna út á þessu ári, en um er að ræða lán 4.451 heimila. 

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Hlynur Jörundsson skrifaði
    Gleymist alltaf þegar velviljaðir reyna að leysa ógöngur sem kerfið kemur fjármálum einstaklinga í að ráðandi aðilarnir í fjármálaheiminum leggja sig þá í líma við að hagnast meira á lausnunum en þeir gerðu þegar ógöngurnar voru óleystar.

    Það þarf að setja varnagla þegar kerfum er breytt þannig að fræðingarnir geti ekki gert hagsmunaaðilunum kleyft að auðgast meira.

    Í þessu tilfelli gleymdist að sterkast sóknaraðili auðvaldsins.... Seðlabankinn... myndi nýta sér vextina... þrátt fyrir að allir viti að vaxtastýring hefur aldrei og mun aldrei hafa þau áhrif sem þeir ljúga blákalt.. því einungis hinir auðugu hafa efni á að taka ekki lánin sem þarf til að missa ekki eigur sínar og eru þeir sömu og hagnast á dýrum lánum því þeir geta velt þeim yfir á almenning.

    Brilljant vítisvél sem hagfræðingar Seðló og annarra akeademískra veruleikafirrtra fræðimanna ríghalda í til að ekki sjáist hversu vanhæfir þeir eru til að hafa þá stjórn sem þeir segjast hafa.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Stefán Ólafsson
6
Aðsent

Stefán Ólafsson

Sam­fé­lag­ið á rangri leið Sjálf­stæð­is­flokks­ins

Nærri 70% svar­enda í könn­un fyr­ir verka­lýðs­hreyf­ing­una töldu sam­fé­lag­ið vera á rangri leið og ein­ung­is um 17% sögðu sam­fé­lag­ið vera á réttri leið. Stefán Ólafs­son seg­ir að sam­kvæmt nið­ur­stöð­um könn­un­ar­inn­ar komi fram mik­il óánægja með sumt af því sem Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hef­ur lagt mikla áherslu á og sumt af því sem hann hef­ur leit­ast við að ná fram í frá­far­andi rík­is­stjórn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Hagkaup hættir með Sodastream vegna mótmælaaðgerða
3
Fréttir

Hag­kaup hætt­ir með Sod­a­stream vegna mót­mæla­að­gerða

Að­gerða­sinn­ar sem hvetja til snið­göngu á vör­um frá Ísra­el hafa sett límmiða á Sod­a­stream-vör­ur í Hag­kaup­um og þannig vald­ið skemmd­um á um­búð­un­um. Sig­urð­ur Reyn­alds­son, fram­kvæmda­stjóri Hag­kaups seg­ir um­boðs­að­ila Sod­a­stream á Ís­landi hafa end­urkall­að vör­urn­ar vegna þessa. „Ég er mað­ur frið­ar,“ seg­ir fram­kvæmda­stjór­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
5
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
6
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár