Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Kvika slítur viðræðum um sameiningu við Íslandsbanka

Stjórn Kviku tel­ur ekki, í ljósi at­burða síð­ustu daga, að for­send­ur séu til þess að halda samn­inga­við­ræð­um við Ís­lands­banka áfram. Því er ljóst hug­mynd­ir um að búa til stærsta banka á Ís­landi eru úti af borð­inu, að minnsta kosti um sinn.

Kvika slítur viðræðum um sameiningu við Íslandsbanka
Kvika banki Marinó Örn Tryggvason er bankastjóri Kviku.

Kvika banki hefur slitið samrunaviðræðum við Íslandsbanka. Þetta kemur fram í tilkynningu sem send hefur verið til Kauphallar Íslands, en viðræður um samrunann hafa staðið yfir undanfarna mánuði. Þar segir að í ljósi „atburða síðustu daga og þess að fyrirséð er að boðað verði til hluthafafundar hjá Íslandsbanka og mögulegs stjórnarkjörs, telur stjórn Kviku ekki forsendur til þess að halda samningaviðræðum áfram. Þó er ljóst að ávinningur af samruna félaganna gæti orðið verulegur og hefur stjórn Kviku lýst yfir vilja sínum til þess að hefja viðræður að nýju ef forsendur skapast.“

Þar er vísað til þess að Íslandsbanki skrifaði um síðustu helgi undir sátt við Fjármálaeftirlitið Seðlabanka Íslands þar sem bankinn játaði á sig margháttuð lögbrot í tengslum við sölu á 22,5 prósent hlut í honum í mars í fyrra. Vegna þessara lögbrota samþykkti Íslandsbanki að greiða næstum 1,2 milljarða króna sekt í ríkissjóðs, sem er rúmlega þrettán sinnum meira en fjármálafyrirtæki hefur áður greitt í sekt áður hérlendis. 

Íslandsbanka sendi frá sér eigin tilkynningu í dag vegna viðræðuslitanna þar sem segir að stjórn bankans sé „sammála þeirri niðurstöðu að rétt sé að slíta samrunaviðræðum.“

Hörð gagnrýni og bankastjórinn farinn

Í kjölfar þess að sátt Íslandsbanka við Fjármálaeftirlitið var gerð opinber á mánudag hefur bankinn sætt harðri gagnrýni fyrir það framferði sem þar er lýst, og það hvernig stjórn og stjórnendur hans hafa haldið á málum eftir að lögbrotin voru opinberuð. Gagnrýnin hafði meðal annars verið sett fram af leiðtogum ríkisstjórnarinnar sem annað hvort sögðu beint, eða gáfu sterkt til kynna, að stjórnendur bankans þyrftu að axla ábyrgð með einhverjum hætti. 

Síðdegis á þriðjudag fór fram stjórnarfundur í Íslandsbanka þar sem sú staða sem var uppi var til umfjöllunar. Sá fundur stóð fram á nótt og á honum var komist að þeirri niðurstöðu að Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, myndi ljúka störfum hjá bankanum. Tilkynning þess efnis var send á fjölmiðla klukkan 3:51 aðfaranótt miðvikudags. Þar var haft eftir Birnu að með afsögn sinni væri hún að axla ábyrgð á sínum þætti málsins. „Umræðan hefur verið óvægin og ýmsum stjórnmálamönnum hefur verið tíðrætt um afsögn mína. Ég óska þeim velfarnaðar í þeirra störfum.“

Pólitíkin hefur haft áhrif

Samkvæmt upplýsingum Heimildarinnar hefur verið töluvert mótstaða við sameiningu Íslandsbanka og Kviku innan ríkisstjórnar Íslands, það er frá ráðherrum Vinstri grænna og Framsóknarflokks. Það þyki ekki tilhlýðilegt að ráðast í sameiningu á ríkisbanka og áhættusæknum fjárfestingabanka, sem leiði af sér að hlutur ríkisins í sameinuðum banka yrði minni en sá 42,5 prósent hlutur sem það á í Íslandsbanka í dag.

Auk þess er framundan hluthafafundur í Íslandsbanka, sem fer fram 28. júlí næstkomandi, þar sem mögulegt er að fari fram stjórnarkjör. Við slíkar aðstæður séu engar forsendur til staðar til að halda áfram með sameiningaviðræður. 

Ætluðu að taka ákvörðun á öðrum ársfjórðungi

Samrunaviðræðurnar hófust í byrjun febrúar þegar stjórn Kviku óskaði eftir þeim við stjórn Íslandsbanka. 

Í tilkynningu til Kauphallar Íslands sagði að stjórn fyrrnefnda bankans teldi að samruni félaganna myndi skapa fjárhagslega sterkt fjármálafyrirtæki með dreifðan tekjugrunn. „Í sameinuðu félagi væri mögulegt að veita viðskiptavinum aukna þjónustu og leiða til meiri samkeppni á fjármálamarkaði, meðal annars með fjártæknilausnum, auk þess sem sameinað félag yrði áhugaverður fjárfestingakostur.“

Þar sagði ennfremur að ekki þætti ástæða til að ákveða á þeirri stundu hvor bankanna yrði yfirtökufélagið eða hvort og að hvaða marki dótturfélög bankanna myndu sameinast en það færi eftir heildarmati á viðskiptalegum, skattalegum og samkeppnislegum sjónarmiðum sem myndu eiga sér stað ef formlegar viðræður myndu hefjast.

Í byrjun maí, fyrir tæpum tveimur mánuðum, var svo send önnur tilkynning þar sem sagði að viðræðurnar stæðu enn yfir og að stjórnir beggja banka teldu að „verulegur ávinningur geti falist í samrunanum fyrir bæði hluthafa og viðskiptavini beggja félaga.“

Verkefnið væri þó umfangsmikið og unnið væri að þvi, með aðkomu ráðgjafa, að meta samlegð af samrunanum og meta stöðu sameinaðs félags á markaði. „Á öðrum ársfjórðungi munu fjárhagslegir ráðgjafar skila greiningum sínum á mögulegum samruna og í kjölfar þess munu félögin taka ákvarðanir um næstu skref í ferlinu.“

Öðrum ársfjórðungi lýkur á miðnætti á morgun og því lá ljóst fyrir að ákvörðunar um framhald viðræðnanna var væntanleg fyrir vikulok. 

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Stefán Ólafsson
2
Aðsent

Stefán Ólafsson

Sam­fé­lag­ið á rangri leið Sjálf­stæð­is­flokks­ins

Nærri 70% svar­enda í könn­un fyr­ir verka­lýðs­hreyf­ing­una töldu sam­fé­lag­ið vera á rangri leið og ein­ung­is um 17% sögðu sam­fé­lag­ið vera á réttri leið. Stefán Ólafs­son seg­ir að sam­kvæmt nið­ur­stöð­um könn­un­ar­inn­ar komi fram mik­il óánægja með sumt af því sem Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hef­ur lagt mikla áherslu á og sumt af því sem hann hef­ur leit­ast við að ná fram í frá­far­andi rík­is­stjórn.
Ekki lengur hægt að gera atlögu að Bjarna fyrir kosningar
4
GreiningStjórnarslit 2024

Ekki leng­ur hægt að gera at­lögu að Bjarna fyr­ir kosn­ing­ar

Síð­an Bjarni Bene­dikts­son tók við for­mennsku í Sjálf­stæð­is­flokkn­um hef­ur því ít­rek­að ver­ið velt upp hvort tími hans sé lið­inn. Enn sem kom­ið er hef­ur sand­ur­inn í hans póli­tíska stund­arglasi ekki runn­ið út. Hann virð­ist ná að snúa því aft­ur og aft­ur rétt áð­ur en síð­ustu sand­korn­in detta. Með því að slíta stjórn­ar­sam­starf­inu styrkti Bjarni stöðu sína og kom í veg fyr­ir inn­an­búð­arat­lögu gegn sér fyr­ir kosn­ing­ar, seg­ir stjórn­mála­fræð­ing­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Hagkaup hættir með Sodastream vegna mótmælaaðgerða
4
Fréttir

Hag­kaup hætt­ir með Sod­a­stream vegna mót­mæla­að­gerða

Að­gerða­sinn­ar sem hvetja til snið­göngu á vör­um frá Ísra­el hafa sett límmiða á Sod­a­stream-vör­ur í Hag­kaup­um og þannig vald­ið skemmd­um á um­búð­un­um. Sig­urð­ur Reyn­alds­son, fram­kvæmda­stjóri Hag­kaups seg­ir um­boðs­að­ila Sod­a­stream á Ís­landi hafa end­urkall­að vör­urn­ar vegna þessa. „Ég er mað­ur frið­ar,“ seg­ir fram­kvæmda­stjór­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
5
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
6
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu