Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Kvika slítur viðræðum um sameiningu við Íslandsbanka

Stjórn Kviku tel­ur ekki, í ljósi at­burða síð­ustu daga, að for­send­ur séu til þess að halda samn­inga­við­ræð­um við Ís­lands­banka áfram. Því er ljóst hug­mynd­ir um að búa til stærsta banka á Ís­landi eru úti af borð­inu, að minnsta kosti um sinn.

Kvika slítur viðræðum um sameiningu við Íslandsbanka
Kvika banki Marinó Örn Tryggvason er bankastjóri Kviku.

Kvika banki hefur slitið samrunaviðræðum við Íslandsbanka. Þetta kemur fram í tilkynningu sem send hefur verið til Kauphallar Íslands, en viðræður um samrunann hafa staðið yfir undanfarna mánuði. Þar segir að í ljósi „atburða síðustu daga og þess að fyrirséð er að boðað verði til hluthafafundar hjá Íslandsbanka og mögulegs stjórnarkjörs, telur stjórn Kviku ekki forsendur til þess að halda samningaviðræðum áfram. Þó er ljóst að ávinningur af samruna félaganna gæti orðið verulegur og hefur stjórn Kviku lýst yfir vilja sínum til þess að hefja viðræður að nýju ef forsendur skapast.“

Þar er vísað til þess að Íslandsbanki skrifaði um síðustu helgi undir sátt við Fjármálaeftirlitið Seðlabanka Íslands þar sem bankinn játaði á sig margháttuð lögbrot í tengslum við sölu á 22,5 prósent hlut í honum í mars í fyrra. Vegna þessara lögbrota samþykkti Íslandsbanki að greiða næstum 1,2 milljarða króna sekt í ríkissjóðs, sem er rúmlega þrettán sinnum meira en fjármálafyrirtæki hefur áður greitt í sekt áður hérlendis. 

Íslandsbanka sendi frá sér eigin tilkynningu í dag vegna viðræðuslitanna þar sem segir að stjórn bankans sé „sammála þeirri niðurstöðu að rétt sé að slíta samrunaviðræðum.“

Hörð gagnrýni og bankastjórinn farinn

Í kjölfar þess að sátt Íslandsbanka við Fjármálaeftirlitið var gerð opinber á mánudag hefur bankinn sætt harðri gagnrýni fyrir það framferði sem þar er lýst, og það hvernig stjórn og stjórnendur hans hafa haldið á málum eftir að lögbrotin voru opinberuð. Gagnrýnin hafði meðal annars verið sett fram af leiðtogum ríkisstjórnarinnar sem annað hvort sögðu beint, eða gáfu sterkt til kynna, að stjórnendur bankans þyrftu að axla ábyrgð með einhverjum hætti. 

Síðdegis á þriðjudag fór fram stjórnarfundur í Íslandsbanka þar sem sú staða sem var uppi var til umfjöllunar. Sá fundur stóð fram á nótt og á honum var komist að þeirri niðurstöðu að Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, myndi ljúka störfum hjá bankanum. Tilkynning þess efnis var send á fjölmiðla klukkan 3:51 aðfaranótt miðvikudags. Þar var haft eftir Birnu að með afsögn sinni væri hún að axla ábyrgð á sínum þætti málsins. „Umræðan hefur verið óvægin og ýmsum stjórnmálamönnum hefur verið tíðrætt um afsögn mína. Ég óska þeim velfarnaðar í þeirra störfum.“

Pólitíkin hefur haft áhrif

Samkvæmt upplýsingum Heimildarinnar hefur verið töluvert mótstaða við sameiningu Íslandsbanka og Kviku innan ríkisstjórnar Íslands, það er frá ráðherrum Vinstri grænna og Framsóknarflokks. Það þyki ekki tilhlýðilegt að ráðast í sameiningu á ríkisbanka og áhættusæknum fjárfestingabanka, sem leiði af sér að hlutur ríkisins í sameinuðum banka yrði minni en sá 42,5 prósent hlutur sem það á í Íslandsbanka í dag.

Auk þess er framundan hluthafafundur í Íslandsbanka, sem fer fram 28. júlí næstkomandi, þar sem mögulegt er að fari fram stjórnarkjör. Við slíkar aðstæður séu engar forsendur til staðar til að halda áfram með sameiningaviðræður. 

Ætluðu að taka ákvörðun á öðrum ársfjórðungi

Samrunaviðræðurnar hófust í byrjun febrúar þegar stjórn Kviku óskaði eftir þeim við stjórn Íslandsbanka. 

Í tilkynningu til Kauphallar Íslands sagði að stjórn fyrrnefnda bankans teldi að samruni félaganna myndi skapa fjárhagslega sterkt fjármálafyrirtæki með dreifðan tekjugrunn. „Í sameinuðu félagi væri mögulegt að veita viðskiptavinum aukna þjónustu og leiða til meiri samkeppni á fjármálamarkaði, meðal annars með fjártæknilausnum, auk þess sem sameinað félag yrði áhugaverður fjárfestingakostur.“

Þar sagði ennfremur að ekki þætti ástæða til að ákveða á þeirri stundu hvor bankanna yrði yfirtökufélagið eða hvort og að hvaða marki dótturfélög bankanna myndu sameinast en það færi eftir heildarmati á viðskiptalegum, skattalegum og samkeppnislegum sjónarmiðum sem myndu eiga sér stað ef formlegar viðræður myndu hefjast.

Í byrjun maí, fyrir tæpum tveimur mánuðum, var svo send önnur tilkynning þar sem sagði að viðræðurnar stæðu enn yfir og að stjórnir beggja banka teldu að „verulegur ávinningur geti falist í samrunanum fyrir bæði hluthafa og viðskiptavini beggja félaga.“

Verkefnið væri þó umfangsmikið og unnið væri að þvi, með aðkomu ráðgjafa, að meta samlegð af samrunanum og meta stöðu sameinaðs félags á markaði. „Á öðrum ársfjórðungi munu fjárhagslegir ráðgjafar skila greiningum sínum á mögulegum samruna og í kjölfar þess munu félögin taka ákvarðanir um næstu skref í ferlinu.“

Öðrum ársfjórðungi lýkur á miðnætti á morgun og því lá ljóst fyrir að ákvörðunar um framhald viðræðnanna var væntanleg fyrir vikulok. 

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Missti heilsuna eftir alvarleg andleg veikindi yngri systur sinnar
6
Viðtal

Missti heils­una eft­ir al­var­leg and­leg veik­indi yngri syst­ur sinn­ar

Gísella Hann­es­dótt­ir fékk tauga­áfall og missti heils­una í sum­ar í kjöl­far sjálfs­vígstilraun­ar yngri syst­ur sinn­ar. Hún upp­lif­ir að að­stand­end­ur sjúk­linga með al­var­leg geð­ræn veik­indi fái ekki næg­an stuðn­ing í heil­brigðis­kerf­inu. „Það er kannski einn fjöl­skyldu­með­lim­ur sem er veik­ur en all­ir í fjöl­skyld­unni fara í hyl­dýp­ið með þeim,“ seg­ir hún.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár