Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

556 milljónir í að draga úr fjölda umsækjenda um alþjóðlega vernd sem dvelja í Reykjanesbæ

Vinnu­mála­stofn­un og Reykja­nes­bær hafa birt að­gerða­áætl­un í 16 lið­um sem mið­ar að því að fækka um­sækj­end­um um al­þjóð­lega vernd sem dvelja í Reykja­nes­bæ. Upp­gef­inn heild­ar­kostn­að­ur er 556 millj­ón­ir.

556 milljónir í að draga úr fjölda umsækjenda um alþjóðlega vernd sem dvelja í Reykjanesbæ
Reykjanesbær Vinnumálastofnun og Reykjanesbær hafa unnið aðgerðaáætlun til að fækka þeim umsækjendum um alþjóðlega vernd sem dvelja í Reykjanesbæ vegna þeirra „sérstöku aðstæðna sem uppi eru í Reykjanesbæ vegna mikils fjölda umsækjenda um alþjóðlega vernd sem þar dvelja í samanburði við önnur sveitarfélög.“ Mynd: Heimildin / Davíð Þór

Draga á úr fjölda umsækjenda um alþjóðlega vernd sem dvelja í Reykjanesbæ á vegum Vinnumálastofnunar og breyta á Officera-klúbbnum á Ásbrú í virknimiðstöð fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. 

Þetta er meðal þess sem fram kemur í 16 liða aðgerðaáætlun sem Vinnumálastofnun og Reykjanesbær hafa unnið að vegna dvalar umsækjenda um alþjóðlega vernd í sveitarfélaginu á vegum Vinnumálastofnunar.   

300 milljónir í þróunarskóla fyrir börn á grunnskólaaldri

Uppgefinn heildarkostnaður aðgerðaáætlunarinnar er 556 milljónir króna, auk 45 milljón króna í árlegan leigukostnað við húsnæði virknimiðstöðvarinnar, sem mun bera heitið Klúbburinn, og verður í húsnæði sem áður hýsti Officera-klúbbinn á Ásbrú og þar verður boðið upp á námskeið, smiðjur og fjölbreytta dagskrá. 

Kostnaðarsamasta aðgerðin felst í stofnun þróunarskóla í Klúbbnum, sem mun fá nafnið Friðheimar, sem á að tryggja öllum börnum á grunnskólaaldri, sem eru umsækjendur um alþjóðlega vernd, aðgengi að menntun. Þróunarskólinn á að taka til starfa í haus og nemur kostnaður við hann 300 milljónum króna. 

„Sérstakar aðstæður í Reykjanesbæ“ 

Í upphafi árs undirrituðu félags- og vinnumarkaðsráðuneytið, Vinnumálastofnun og Reykjanesbær viljayfirlýsingu um að greindar yrðu þær áskoranir sem Reykjanesbær stæði frammi fyrir vegna fjölgunar umsækjenda um alþjóðlega vernd sem dveljast í sveitarfélaginu á vegum ríkisins. Ákveðið var að aðilar að yfirlýsingunni myndu vinna saman að lausnum og er aðgerðaáætlunin afrakstur þeirrar vinnu.

Áætlunin er gerð „vegna þeirra sérstöku aðstæðna sem uppi eru í Reykjanesbæ vegna mikils fjölda umsækjenda um alþjóðlega vernd sem þar dvelja í samanburði við önnur sveitarfélög,“ að því er segir í tilkynningu stjórnarráðsins. Vinnumálastofnun tók síðastliðið sumar við því hlutverki sem Útlendingastofnun hafði áður varðandi þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd. Útlendingastofnun ber eftir sem áður ábyrgð á afgreiðslu umsókna og málsmeðferð þeirra. 

Í tilkynningu stjórnarráðsins segir jafnframt að meginmarkmið aðgerðaáætlunarinnar er annars vegar að draga til lengri tíma litið úr fjölda umsækjenda sem dvelja í bænum og hins vegar að auka virkni og vellíðan fólks á meðan það bíður eftir afgreiðslu umsóknar sinnar hjá Útlendingastofnun. Áætlunin var unnin sameiginlega af Reykjanesbæ og Vinnumálastofnun.

Aðgerðir eru þegar hafnar samkvæmt áætluninni og hafa börn umsækjenda um alþjóðlega vernd meðal annars sótt tómstundanámskeið nú í sumar sem Vinnumálastofnun kom á fót á Ásbrú. Meðal aðgerða sem hefjast á næstunni er að koma á fót þróunarskóla í Klúbbnum undir heitinu Friðheimar, auka þjónustu við flóttafólk og umsækjendur um alþjóðlega vernd með aðkomu sjálfboðaliða úr nærsamfélaginu og ráðast í hugmyndasöfnun meðal umsækjenda um það hvað fólk vilji helst gera og hvernig virkni það mæli með. Þá mun þjónustu- og móttökuteymi alþjóðateymis Reykjanesbæjar verða tvo morgna í viku á Ásbrú með upplýsingagjöf um þá þjónustu sem bærinn veitir og leiðbeina fólki varðandi nytsamlega hluti.

Leita að hentugri staðsetningu fyrir einingahús 

Meðal aðgerða sem miðast að því að fækka umsækjendum um alþjóðlega vernd sem dvelja í Reykjanesbæ er samstarf Vinnumálastofnunar við Reykjavíkurborg að því að finna hentuga staðsetningu fyrir einingahús fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. 

Um leið er „unnið markvisst að því að fjölga sveitarfélögum sem hýsa umsækjendurna“. Nýleg móttökusveitarfélög sem bæst hafa í hópinn eru  Bláskógabyggð, Grindavík, Kópavogur og Vestmannaeyjar.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Stefán Ólafsson
2
Aðsent

Stefán Ólafsson

Sam­fé­lag­ið á rangri leið Sjálf­stæð­is­flokks­ins

Nærri 70% svar­enda í könn­un fyr­ir verka­lýðs­hreyf­ing­una töldu sam­fé­lag­ið vera á rangri leið og ein­ung­is um 17% sögðu sam­fé­lag­ið vera á réttri leið. Stefán Ólafs­son seg­ir að sam­kvæmt nið­ur­stöð­um könn­un­ar­inn­ar komi fram mik­il óánægja með sumt af því sem Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hef­ur lagt mikla áherslu á og sumt af því sem hann hef­ur leit­ast við að ná fram í frá­far­andi rík­is­stjórn.
Ekki lengur hægt að gera atlögu að Bjarna fyrir kosningar
4
GreiningStjórnarslit 2024

Ekki leng­ur hægt að gera at­lögu að Bjarna fyr­ir kosn­ing­ar

Síð­an Bjarni Bene­dikts­son tók við for­mennsku í Sjálf­stæð­is­flokkn­um hef­ur því ít­rek­að ver­ið velt upp hvort tími hans sé lið­inn. Enn sem kom­ið er hef­ur sand­ur­inn í hans póli­tíska stund­arglasi ekki runn­ið út. Hann virð­ist ná að snúa því aft­ur og aft­ur rétt áð­ur en síð­ustu sand­korn­in detta. Með því að slíta stjórn­ar­sam­starf­inu styrkti Bjarni stöðu sína og kom í veg fyr­ir inn­an­búð­arat­lögu gegn sér fyr­ir kosn­ing­ar, seg­ir stjórn­mála­fræð­ing­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Hagkaup hættir með Sodastream vegna mótmælaaðgerða
4
Fréttir

Hag­kaup hætt­ir með Sod­a­stream vegna mót­mæla­að­gerða

Að­gerða­sinn­ar sem hvetja til snið­göngu á vör­um frá Ísra­el hafa sett límmiða á Sod­a­stream-vör­ur í Hag­kaup­um og þannig vald­ið skemmd­um á um­búð­un­um. Sig­urð­ur Reyn­alds­son, fram­kvæmda­stjóri Hag­kaups seg­ir um­boðs­að­ila Sod­a­stream á Ís­landi hafa end­urkall­að vör­urn­ar vegna þessa. „Ég er mað­ur frið­ar,“ seg­ir fram­kvæmda­stjór­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
5
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
6
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu