Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Myndi ekki taka húsnæðislán hjá Íslandsbanka í dag

„Smá sið­blinda,“ sagði ung kona í mið­bæn­um að­spurð um skoð­an­ir sín­ar á söl­unni á Ís­lands­banka. Gang­andi veg­far­end­ur höfðu fylgst mis­vel með um­ræð­unni um sölu­ferl­ið, en áttu það öll sam­eig­in­legt að vilja ekki taka hús­næð­is­lán hjá Ís­lands­banka.

Sala Íslandsbanka á 22,5% hlut ríkisins í bankanum hefur verið áberandi í samfélagsumræðunni síðustu daga í kjölfar sáttar sem bankinn gerði við Fjármálaeftirlitið. Meðal þess sem fólk hefur velt fyrir sér eru þær miklu fjárhæðir sem tengjast málinu. Á síðasta ári fékk þáverandi bankastjóri Birna Einarsdóttir alls 68,9 milljónir króna í laun fyrir störf sín. Hún hefur nú sagt starfi sínu lausu.

Heimildin spurði gangandi vegfarendur í miðbæ Reykjavíkur hvað þeir myndu gera við 68 milljónir og hver afstaða þeirra væri í Íslandsbankamálinu. Enginn af viðmælendunum myndi taka húsnæðislán hjá Íslandsbanka að svo stöddu og var Arion banki talinn heppilegri kostur í flestum tilvikum. 

Stjórnvöld bera ekki ábyrgð

Jóhanna Kristín Hjartardóttir hefur fylgst svolítið með Íslandsbankamálinu og finnst það fáránlegt. Bankinn mun greiða sögulega háa sekt: 1,2 milljarða króna vegna lögbrota sem framin voru innan hans í útboðinu.

Jóhanna KristínÆtlar að færa húsnæðislánið sitt úr Íslandsbanka í mótmælaskyni.

Hvað myndir þú gera við 68 milljónir? 

Fjárfesta. Helst kaupa íbúð eða eitthvað svoleiðis en ekki það að lánin séu góð akkurat núna. 

Ertu búin að vera að fylgjast eitthvað með Íslandsbankamálinu? 

Já, svolítið. 

Og hvað finnst þér? 

Bara eiginlega fáranlegt. Manni finnst einhvern vegin eins og að stjórnvöld séu ekki að taka neina ábyrgð, færa þetta allt yfir á einhverja sem að þau geta bara svona skúbbað út. Og já, bara smá svona siðblinda í gangi finnst manni. 

Og fjármálaráðherra, finnst þér hann þá ekki búinn að standa undir ábyrgð heldur?

Nei, bara alls ekki. Ég meina, maðurinn á ekkert að vera í þessari stöðu lengur. 

Ef þú værir að kaupa íbúð í dag, myndiru taka húsnæðislán hjá Íslandsbanka?

Nei. Ég er hjá Íslandsbanka en ég er að fara að skipta. 

Veistu hvert þú ætlar að fara? 

Það eru ekkert margir betri kostir en jú ætli það sé ekki bara Arion eða Landsbankinn, það er allavegana skárra akkurat núna til þess að sýna eitthvað að maður sé á móti þessu. 

Leika sér

Bræðurnir Arnar Kári og Birgir Steinn Styrmissynir myndu leggja háa upphæð inn á bankabók og fjárfesta fyrir 68 milljónir. 

Arnar Kári og Birgir SteinnHafa ekki fylgst með sölunni á Íslandsbanka.

Hvað mynduð þið gera ef þið fengjuð 68 milljónir?

Birgir Steinn: Ég myndi leggja háa upphæð inn á banka og síðan líka leika mér með restina. 

Hvað þýðir að leika sér með peninga?

Birgir Steinn: Kaupa mér hluti eins og föt og kannski bíl. 

Hvað myndir þú gera?

Arnar Kári: Eins og hann þá myndi ég byrja á að leggja mikið til hliðar, eins mikið og mögulegt væri. Svo myndi ég kaupa mér íbúð og leigja eina út og svo myndi ég reyna að jafnvel kaupa tvær. Búa í einni, leigja hina út. Hafa eins lítið eftir til að leika sér með. 

Frábært, og eru þið eitthvað búnir að fylgjast með sölunni á Íslandsbanka?

Báðir: Nei. 

En eruð þið með einhverja skoðun á fjármálaráðherra?

Báðir: Nei. 

Ein spurning að lokum, ef þið væruð að kaupa ykkur íbúð í dag, haldiði að þið mynduð taka lán hjá Íslandsbanka?

Arnar Kári: Nei, ég held ég myndi ekki gera það. 

Hvert myndir þú fara?

Arnar Kári segir: „Ég myndi fara í Arion,“ og Birgir tekur undir. 

Bjarni Ben ágætur

Líkt og bræðurnir myndi Ingibjörg Aðalheiður Gylfadóttir frekar taka húsnæðislán hjá Arion banka.

Ingibjörg AðalheiðurMyndi kaupa sér sumarhús og íbúð fyrir 68 milljónir.

Hvað myndir þú gera við 68 milljónir?

Ég myndi kaupa mér sumarhús og íbúð.

Hvar myndir þú kaupa þér sumarhús?

Í Grafningi. 

Ertu búin að vera að fylgjast eitthvað með Íslandsbankamálinu?

Voða lítið. 

Ertu með einhverja skoðun á því?

Nei, enga sérstaka. 

Hvað finnst þér um Bjarna Ben fjármálaráðherra?

Hann er ágætur. Jájá. 

Ein spurning að lokum, myndiru taka húsnæðislán hjá Íslandsbanka í dag?

Ég er í Arion banka, ég myndi fara í Arion banka. 

Myndi kaupa fasteign

Breki Þórðarson segist ekki hafa fylgst nógu vel með Íslandsbankamálinu. 

BrekiSegir Íslandsbanka ekki vera sinn banka.

Hvað myndir þú gera við 68 milljónir?

Bara kaupa fasteign. 

Hvar myndir þú kaupa?

Ég veit það ekki, bara einhvers staðar á höfuðborgarsvæðinu.

Ertu búinn að vera að fylgjast eitthvað með þessu Íslandsbankamáli?

Ekki nógu mikið nei en aðeins bara. 

Myndiru samt taka húsnæðislán hjá Íslandsbanka í dag?

Örugglega ekki nei. 

Af hverju?

Bara af því að það er bara ekki minn banki held ég. 

Fylgist aðeins með

Hrafnkell Hákonarson myndi láta sig hverfa frá Íslandi fengi hann 68 milljónir króna. 

Hrafnkell HákonarsonMyndi ekki taka lán hjá Íslandsbanka.

Hvert myndiru fara?

Filippseyjar. 

Af hverju? 

Af því að konan mín er þaðan. Mér líkar vel við Filippseyjar.

Ertu búinn að fylgjast eitthvað með Íslandsbankasölunni?

Ja, svona bara í gegnum útvarpið bara. 

Og hvað finnst þér?

Maður átti svosem alveg von á þessu. Mér leist aldrei á þessa konu þarna. 

Myndir þú taka húsnæðislán hjá Íslandsbanka í dag?

Nei. Aldrei. 

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Vilja einfalda lífið
2
Viðtal

Vilja ein­falda líf­ið

Þrjár vin­kon­ur norð­an heiða eru vel á veg komn­ar með hug­mynd um að hanna flík­ur sem gagn­ast börn­um og fólki með skynúr­vinnslu­vanda. Þær hafa stofn­að fyr­ir­tæk­ið Skyn­ró og fengu ný­lega styrk sem hjálp­ar þeim að hefjast handa hvað hönn­un­ina varð­ar. Hug­mynd þeirra hef­ur vak­ið mikla at­hygli í sam­fé­lag­inu norð­an heiða og segj­ast þær stöll­ur vilja ein­falda líf­ið fyr­ir fólk því það sé nú þeg­ar nógu flók­ið.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
3
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“
Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
4
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár