Verðbólgan komin undir níu prósent í fyrsta sinn í heilt ár

Ár er lið­ið frá því að mæld verð­bólga á Ís­landi, 12 mán­aða breyt­ing vísi­tölu neyslu­verðs, var síð­ast und­ir 9 pró­sent­um.

Verðbólgan komin undir níu prósent í fyrsta sinn í heilt ár
Peningar Verðbólgan mælist nú 8,9 prósent undanfarna 12 mánuði. Mynd: Shutterstock

Verðbólga á ársgrundvelli lækkar úr 9,5 prósentum niður í 8,9 prósent í júní, en niðurstöður nýrra mælinga á vísitölu neysluverðs voru birtar á vef Hagstofu Íslands í morgun.

Vísitala neysluverðs hækkar um 0,85 prósent frá fyrri mánuði og stendur nú í 595,6 stigum. Vísitala neysluverð, ef húsnæðisliðurinn er ekki tekinn með, hækkar um 0,68 prósent frá því í maí.

Á vef Hagstofunnar segir að kostnaður vegna búsetu í eigin húsnæði, eða reiknuð húsaleiga, hafi hækkað um 1,6 prósent frá fyrri mánuði. Sú breyting hefur áhrif á vísitöluna sem nemur 0,31 prósenti. Verð á þjónustu hótela og veitingastaða hækkaði einnig um 2,7 prósent á milli mánaða, sem hefur áhrif á vísitöluna sem nemur 0,14 prósentum. 

Á undanförnum 12 mánuðum hefur vísitala neysluverðs án húsnæðis hækkað um 7,9 prósent, en með húsnæðisliðnum er verðbólgan undanfarna 12 mánuði 8,9 prósent sem fyrr segir. Þetta er í fyrsta sinn frá því seinni part síðasta sumars sem ársverðbólgan dregst saman tvo mánuði í röð.

Verðbólgan umfram væntingar greinenda

Heimildin fjallaði um helgina um nýtt verðbólgumat Veratibus, systurfélags Arev verðbréfafyrirtækis, sem notar eigin verðkannanir og opinber gögn við mat á verðbólgu. Þeirra mat var að verðbólgan myndi lækka úr 9,5 í 8,5 prósent í þessari nýju mælingu Hagstofunnar, og vísitala neysluverðs myndi hækka um 0,6 prósent á milli mánaða.

Peningastefnunefnd Seðla­­­banka Íslands hækkaði stýrivexti sína um 1,25 prósentustig, upp í 8,75 prósent á síðasta vaxtaákvörðunarfundi sem fór fram 24. maí.

Það var þrettánda vaxtahækkunin í röð, en vextirnir hafa verið hækkaðir til að reyna að koma böndum á verðbólguna. Stýrivextir náðu sögulegu lágmarki í maí 2021, áður en að yfirstandandi vaxtahækkunarferli hófst, en þá voru þeir 0,75 prósent. Stýrivextir voru síðast jafn háir og þeir eru núna í janúar 2010, rúmlega einu ári eftir bankahrunið. 

Peningastefnunefnd Seðlabankans mun kynna næstu vaxtaákvörðun sína 23. ágúst næstkomandi, að öllu óbreyttu.

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
1
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Langþráður draumur um búskap rættist
3
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár