Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Yfir helmingur óánægður með Ásgeir og Katrínu

Sam­kvæmt nýrri könn­un eru yf­ir helm­ing­ur að­spurðra óánægð með störf Ás­geirs Jóns­son­ar seðla­banka­stjóra og Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur for­sæt­is­ráð­herra. Mik­il ánægja er hins veg­ar með störf Guðna Th. Jó­hann­es­son­ar for­seta.

Yfir helmingur óánægður með Ásgeir og Katrínu
Vekur ekki lukku Mikil óánægja mælist með störf Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra. Mynd: Bára Huld Beck

Aðeins tæpur fjórðungur landsmanna er ánægður með störf Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra og þá er aðeins rétt rúmur fjórðungur ánægður með störf Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Hins vegar eru nær því þrír af hverjum fjórum ánægðir með störf Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands.

Katrín JakobsdóttirTraust til Katrínar hefur farið hríðlækkandi síðustu mánuði í könnunum.

Þetta eru niðurstöður könnunnar kannanafyrirtækisins Prósents sem framkvæmd var daga 8. til 23. júní.

Fyrirtækið hefur ekki gert viðlíka kannanir áður svo ekki er hægt að gera samanburð á því hvernig ánægja með störf þessara embættismanna hefur þróast yfir tíma.

Þegar horft er á frekara niðurbrot á skoðunum þátttakenda í könnnuninni kemur í ljós að alls eru 22 prósent aðspurðra ánægð með störf Ásgeirs en 55 prósent eru óánægð. Þá eru 28 prósent ánægð með störf Katrínar en 52 prósent eru óánægð.

Hins vegar eru 74 prósent ánægð með störf Guðna forseta. Þar af eru 45 prósent mjög ánægð og 29 prósent frekar ánægð. Aðeins 8 prósent eru óánægð með störf hans.

KönnunSpurt var: Á heildina litið, hversu ánæg(ð/ður/t) eða óánæg(ð/ður/t) ert þú með störf embættismanna? Þetta eru niðurstöður þeirra sem tóku afstöðu.

Konur eru marktækt ánægðari með störf bæði Guðna og Katrínar en hins vegar eru karlar marktækt ánægðari með störf Ásgeirs.

Úrtak könnuninarinar var 2.700 manns og svarhlutfall var 50 prósent. Könnunin var netkönnun meðal könnunarhóps Prósents.

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Frá end­ur­lífg­un á bráða­mót­tök­unni í umönn­un leik­skóla­barna

Líf Auð­ar Ólafs­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings og fjöl­skyldu tók stakka­skipt­um síð­asta haust þeg­ar hún sagði skil­ið við Bráða­mót­töku Land­spít­al­ans eft­ir átta ára starf og hóf störf á leik­skóla barn­anna sinna til að koma yngra barn­inu inn á leik­skóla. „Ég fór úr því að vera í end­ur­lífg­un einn dag­inn yf­ir í að syngja Kalli litli kóngu­ló hinn dag­inn.“
Það er eitthvað í samfélaginu sem ýtir undir kulnun
5
Viðtal

Það er eitt­hvað í sam­fé­lag­inu sem ýt­ir und­ir kuln­un

Streita er vax­andi vandi í nú­tíma­sam­fé­lagi og ekki óal­gengt að fólk fari í kuln­un. Dr. Ólaf­ur Þór Æv­ars­son er sjálf­stætt starf­andi geð­lækn­ir og stofn­andi Streitu­skól­ans sem er hluti af heild­stæðri vel­ferð­ar­þjón­ustu Heilsu­vernd­ar. Hann seg­ir að for­varn­ir og fræðsla séu mik­il­væg­ir þætt­ir til að fólk verði bet­ur með­vit­að um eig­in heilsu og geti tek­ið ábyrgð og sporn­að við streitu en hún get­ur haft víð­tæk áhrif á fólk bæði lík­am­lega og and­lega.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár