Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Samfylkingin langstærst í nýrri könnun

Sam­fylk­ing­in nálg­ast 30 pró­senta fylgi, sam­kvæmt nýrri könn­un, á með­an rík­is­stjórn­ar­flokk­arn­ir halda áfram að missa stuðn­ing. Bjarni Bene­dikts­son, formað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, seg­ir nið­ur­stöðu síns flokks óá­sætt­an­lega.

Samfylkingin langstærst í nýrri könnun
Rífur upp fylgið Fylgi Samfylkingarinnar hefur batnað verulega eftir að Kristrún Frostadóttir tók við sem formaður flokksins. Mynd: Baldur Kristjánsson

Samfylkingin mælist langstærst í nýrri könnun Maskínu með 27,2 prósenta fylgi. Ríkisstjórnarflokkarnir mælast samanlagt með 34,2 prósent fylgi; Sjálfstæðisflokkurinn stærstur með 18,5 prósent, Framsóknarflokkur með 8,8 prósent og Vinstri græn slétt 7 prósent. Vísir greindi frá niðurstöðunum í morgun.

„Við höfum legið mjög lágt í könnunum að undanförnu,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, um niðurstöður könnunnar í beinni útsendingu í Pallborðinu á Vísi, þar sem greint var frá könnuninni. Bætti hún við að þetta kæmi sér ekki á óvart.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði könnunina ekki sýna mikla breytingu, væri innan vikmarka við aðrar nýlegar kannanir, en var engu að síður vonsvikinn. „Þetta er óásættanleg mæling fyrir Sjálfstæðisflokkinn,“ sagði Bjarni í þættinum. „En meira að segja niðurstaða kosninga er ekki í samræmi við okkar tilfinningu um samhljóm með stefnumálum Sjálfstæðisflokksins.“

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, virtist rólegur yfir niðurstöðunni og benti á að á svipuðum tíma á síðasta kjörtímabili hafi flokkurinn mælst með fimm prósenta stuðning. „Það er aldrei gaman að fá lélegar mælingar. Við erum búin að vera sex ár í ríkisstjórn og það eru áskoranir í efnahagsmálum semr eru dálítið sérstakar,“ sagði hann.

Í könnuninni mælast Píratar með 11,3 prósenta fylgi, Viðreisn 9,7 prósent, Flokkur fólksins 6,6 prósent, Miðflokkurinn 6,3 prósent og Sósíalistaflokkurinn 4,7 prósenta fylgi.

Kjósa
20
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Auður Styrkársdóttir skrifaði
    Samfylkingin 27,2 prósent; Píratar 11,3%; Viðreisn 9,7%.
    Samkvæmt nýrri Maskínukönnun samtals = 48,2%.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
2
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
4
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár