„Stundum hringi ég í söngvara og bið þá að gefa mér söngtexta í pósti. Ég segi þá: „Ég er Davíð. Ég er söngtextasafnari. Ég safna söngtextum frá öllu landinu.“ Allir segja já,“ segir Davíð Már Guðmundsson.
Hann tekur á móti blaðamanni á heimili sínu í útjaðri byggðarinnar sem áður hét Keflavík en kallast nú Reykjanesbær. Bjarni Reyr, yngri bróðir hans, er í heimsókn hjá Davíð sem býr einn. Við hliðina á stofusófanum eru nokkrar tómar skjalamöppur en möppurnar sem eru inni í herbergi eru fullar af blöðum með söngtextum. Þetta eru margar möppur. Sumir textanna eru útprentaðir en aðra hefur Davíð skrifað upp sjálfur. Hann hefur nefnilega ekki síður gaman af því að skrifa en að safna söngtextum. Bjarni segir það líklega vera áhugamál númer eitt hjá Davíð, að skrifa.
Söng með Sölku Sól
„Ég er núna að skrifa lög eftir Árna Johnsen. Hann er dáinn, blessaður,“ segir Davíð. Hann …
Athugasemdir