Gunnar Hörður Garðarsson, upplýsingafulltrúi ríkislögreglustjóra, segir samskipti lögreglufulltrúa hjá Stoðdeild ríkislögreglustjóra við mann sem hann á að brottvísa í nótt „ekki til fyrirmyndar og verða tekin til skoðunar“.
Lögreglufulltrúinn sendi smáskilaboð á manninn, meðal annars á meðan maðurinn var að bíða eftir lækni á bráðamóttöku geðdeildar. „Hafðu samband við mig þegar þú ert búinn á spítalanum“ sendi lögreglufulltrúinn á tveggja barna föður, börnin hans eru fimm og sex ára, sem leitaði til bráðamóttökunnar vegna andlegra veikinda sem rekja má til brottvísunarinnar. Fulltrúinn vildi vita hvenær hann væri búinn til þess að geta framfylgt brottvísuninni. Faðirinn hefur fengið inn á geðdeild yfir nótt, óvíst er hvort það muni hafa áhrif á brottvísun hans og fjölskyldu hans.

Í öðrum skilaboðum frá því í dag reynir hann að tala inn á það að maðurinn starfaði …
Athugasemdir (5)