Margir eru enn hvumsa yfir atburðum í Rússlandi um helgina og eiga erfitt með að skilja hvað var eiginlega að gerast eða hvaða furður gætu verið næstar á dagskránni þar eystra. Bandaríski sagnfræðingurinn Timothy Snyder hefur nú sett á blað tíu punkta um málið og óhætt er að leggja eyrun við.
Þetta er langt en þið skuluð lesa samt:
1. Pútin er ekki vinsæll
í heimalandi sínu. Allar skoðanakannanir [sem gefa annað til kynna] eru gerðar í umhverfi þar sem vald hans er annaðhvort talið meira eða minna óhjákvæmilegt eða þar sem það virðist hættulegt að svara spurningum [um Pútin] á „rangan“ hátt. En þegar valdi hans er aflétt, eins og þegar Wagner-liðar tóku Rostov-við-Don, þá virtist öllum sama. Sumir Rússar brugðust ofsakátir við uppreisn Prígosíns en flestum virtist þó standa á sama.
Það sem alls ekki mátti sjá í nokkurri rússneskri borg voru nokkurs konar stuðningsyfirlýsingar við Pútin, …
Athugasemdir