Spá því að verðbólgan fari loks niður fyrir níu prósent í fyrsta sinn í eitt ár

Mat­vara og hús­næði hafa hækk­að meira í verði en flest­ir aðr­ir lið­ir und­an­far­ið ár. Ný verð­bólgu­spá sem unn­in var fyr­ir Heim­ild­ina sýn­ir að verð­bólga í júní muni mæl­ast 8,5 pró­sent.

Spá því að verðbólgan fari loks niður fyrir níu prósent í fyrsta sinn í eitt ár
Allt er dýrara Matvara hefur hækkað um ellefu prósent á einu ári. Mynd: Davíð Þór

Ársbreyting vísitölu neysluverðs lækkar úr 9,5 í 8,5 prósent í júní, samkvæmt verðbólgumati Veratibus fyrir Heimildina. Gangi það eftir mun tólf mánaða verðbólga lækka um heilt prósentustig milli mánaða og verða sú lægsta síðan í júní í fyrra, eða í eitt ár. 

Á einu ári hefur matvara hækkað um ellefu prósent og húsnæðisliður vísitölunnar um 10,9 prósent.

Í matinu kemur fram að Veratibus, sem er systurfélag Arev verðbréfafyrirtækis sem notar eigin verðkannanir og opinber gögn við mat á verðbólgu, telji að vísitalan muni samt sem áður hækka um 0,6 prósent milli mánaða þrátt fyrir að ársverðbólgan dragist umtalsvert saman. Þar segir að matvara og húsnæði hafi hækkað meira en flestir liðir síðasta árið en að matvaran hafi þó lækkað um 0,4 prósent milli maí og júnímánaða. „Húsnæðismarkaðurinn heldur áfram að róast, en hækkar samt lítillega áfram m.a. vegna verðbólgu sem hefur áhrif á reiknaða húsaleigu, innflutta kostnaðarverðbólgu og launabreytingar.“ …

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
1
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Langþráður draumur um búskap rættist
3
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár