Ársbreyting vísitölu neysluverðs lækkar úr 9,5 í 8,5 prósent í júní, samkvæmt verðbólgumati Veratibus fyrir Heimildina. Gangi það eftir mun tólf mánaða verðbólga lækka um heilt prósentustig milli mánaða og verða sú lægsta síðan í júní í fyrra, eða í eitt ár.
Á einu ári hefur matvara hækkað um ellefu prósent og húsnæðisliður vísitölunnar um 10,9 prósent.
Í matinu kemur fram að Veratibus, sem er systurfélag Arev verðbréfafyrirtækis sem notar eigin verðkannanir og opinber gögn við mat á verðbólgu, telji að vísitalan muni samt sem áður hækka um 0,6 prósent milli mánaða þrátt fyrir að ársverðbólgan dragist umtalsvert saman. Þar segir að matvara og húsnæði hafi hækkað meira en flestir liðir síðasta árið en að matvaran hafi þó lækkað um 0,4 prósent milli maí og júnímánaða. „Húsnæðismarkaðurinn heldur áfram að róast, en hækkar samt lítillega áfram m.a. vegna verðbólgu sem hefur áhrif á reiknaða húsaleigu, innflutta kostnaðarverðbólgu og launabreytingar.“ …
Athugasemdir