Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Spá því að verðbólgan fari loks niður fyrir níu prósent í fyrsta sinn í eitt ár

Mat­vara og hús­næði hafa hækk­að meira í verði en flest­ir aðr­ir lið­ir und­an­far­ið ár. Ný verð­bólgu­spá sem unn­in var fyr­ir Heim­ild­ina sýn­ir að verð­bólga í júní muni mæl­ast 8,5 pró­sent.

Spá því að verðbólgan fari loks niður fyrir níu prósent í fyrsta sinn í eitt ár
Allt er dýrara Matvara hefur hækkað um ellefu prósent á einu ári. Mynd: Davíð Þór

Ársbreyting vísitölu neysluverðs lækkar úr 9,5 í 8,5 prósent í júní, samkvæmt verðbólgumati Veratibus fyrir Heimildina. Gangi það eftir mun tólf mánaða verðbólga lækka um heilt prósentustig milli mánaða og verða sú lægsta síðan í júní í fyrra, eða í eitt ár. 

Á einu ári hefur matvara hækkað um ellefu prósent og húsnæðisliður vísitölunnar um 10,9 prósent.

Í matinu kemur fram að Veratibus, sem er systurfélag Arev verðbréfafyrirtækis sem notar eigin verðkannanir og opinber gögn við mat á verðbólgu, telji að vísitalan muni samt sem áður hækka um 0,6 prósent milli mánaða þrátt fyrir að ársverðbólgan dragist umtalsvert saman. Þar segir að matvara og húsnæði hafi hækkað meira en flestir liðir síðasta árið en að matvaran hafi þó lækkað um 0,4 prósent milli maí og júnímánaða. „Húsnæðismarkaðurinn heldur áfram að róast, en hækkar samt lítillega áfram m.a. vegna verðbólgu sem hefur áhrif á reiknaða húsaleigu, innflutta kostnaðarverðbólgu og launabreytingar.“ …

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
3
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár