Íslandsbanki greiðir 1,2 milljarð í sekt vegna bankasölunnar

Stjórn Ís­lands­banka hef­ur geng­ist við því að bank­inn braut gegn ákvæð­um laga í tengsl­um við banka­söl­una og sam­þykkt að greiða tæpa 1,2 millj­arða sekt. Í til­kynn­ingu sem birt var í kvöld kem­ur fram að brot bank­ans hafi ver­ið „al­var­leg,“ sam­kvæmt nið­ur­stöðu Fjár­mála­eft­ir­lits­ins.

Íslandsbanki greiðir 1,2 milljarð í sekt vegna bankasölunnar

Íslandsbanki hefur samþykkt að greiða 1,2 milljarða í sekt vegna brota sem Fjármálaeftirlitið metur „alvarleg“. Málið varðar framkvæmd Íslandsbanka á útboði Bankasýslu ríkisins á 22,5% eignarhlut Íslandsbanka þann 22. mars 2022.

Alvarleg brot

Niðurstaða Fjármálaeftirlitsins var að „lagakröfum og innri reglum bankans um veitingu fjárfestingarþjónustu hafi ekki verið fylgt í öllum tilvikum við undirbúning og framkvæmd útboðsins, einkum hvað varðar hljóðritanir símtala, upplýsingagjöf til viðskiptavina, flokkun fjárfesta og ráðstafanir gegn hagsmunaárekstrum,“ segir í tilkynningu frá bankanum, meðal annars hvað varðar aðskilnað starfssviða og viðskipti starfsmanna. Innleiðing stjórnarhátta og innra eftirlits hafi heldur ekki verið fullnægjandi. 

Fjármálaeftirlitið taldi að bankinn hefði átt að gera sérstakt áhættumat í tengslum við útboðið, sem var ekki gert. Framkvæmd bankans við útboðið hafi ekki verið að öllu leyti í samræmi við „eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti og venjur í verðbréfaviðskiptum. Er það niðurstaða fjármálaeftirlitsins að brot bankans samkvæmt framangreindu hafi verið alvarleg.“

Gengst við sekt 

Stjórn …

Kjósa
23
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • hún er ábyrg sem stjóri bankans
    1
  • HKG
    Hans Kristján Guðmundsson skrifaði
    Nú bíðum við eftir að þau sem sviku taki pokann sinn. Einhver hlóta að verða rekin.
    1
  • ÖBJ
    Örn Bárður Jónsson skrifaði
    Enginn látinn fjúka. Skoðið þetta frá Noregi þar sem ráðherra varða að segja af sér fyrir að skipa vini í stjórnir opinberra stofnana.
    https://www.nrk.no/norge/anette-trettebergstuen-gar-av-som-kulturminister-1.16457966
    2
  • Kári Jónsson skrifaði
    Takið eftir að Íslandsbanki = fyrirtækið borgar 1.2-milljarða í sekt vegna alvarlegra innherja-svika, hinsvegar var það starfsfólk bankanns sem framdi GLÆPINN, engar kröfur um að innherjasvikarar eða að Birna-bankastjóri hirði pokann sinn eða beri persónulega ábyrgð með fjársektum.
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
5
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu