Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Hreinn Loftsson aðstoðar Guðrúnu í dómsmálaráðuneytinu

Hreinn Lofts­son, sem hætti óvænt sem að­stoð­ar­mað­ur Jóns Gunn­ars­son­ar dóms­mála­ráð­herra eft­ir ein­ung­is um hálf­an mán­uð í starfi í des­em­ber 2021, hef­ur nú ver­ið ráð­inn sem að­stoð­ar­mað­ur Guð­rún­ar Haf­steins­dótt­ur dóms­mála­ráð­herra.

Hreinn Loftsson aðstoðar Guðrúnu í dómsmálaráðuneytinu

Hreinn Loftsson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Guðrúnar Hafsteinsdóttur, sem tók við embætti dómsmálaráðherra á mánudaginn. Frá þessu segir í tilkynningu frá ráðuneytinu.

Hreinn er ekki ókunnugur því að vera dómsmálaráðherra til aðstoðar. Hann var aðstoðarmaður Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur í embættinu á árunum 2019-2021 og tók einnig við starfi aðstoðarmanns Jóns Gunnarssonar þegar Jón tók við dómsmálunum í upphafi kjörtímabils. 

Samstarf Hreins og Jóns varði hins vegar aðeins í tvær vikur, en daginn eftir að Hreinn tók við aðstoðarmannsstarfinu var tilkynnt að hinn aðstoðarmaður Jóns yrði Brynjar Níelsson, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins.

Jón og GuðrúnFrá lyklaskiptum í dómsmálaráðuneytinu á mánudaginn.

Hreinn tjáði sig um brotthvarf sitt frá Jóni á sínum tíma og sagðist hreinlega hafa verið of fljótur að segja já við því að taka að sér starfið. 

„Þegar ég tók við starfi sem aðstoðarmaður Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, fyrir rétt rúmum tveimur árum lét ég þau orð falla að ég liti á það sem mikinn heiður og faglega áskorun að taka að mér þetta verkefni. Árin hafa svo sannarlega verið viðburðarík. Málefni ráðuneytisins eru fjölmörg og spennandi. Ég tók því boði Jóns Gunnarssonar þegar hann bauð mér að halda áfram störfum við ráðherraskiptin í byrjun mánaðarins. Fljótlega komst ég þó að raun um að ég hafði verið of fljótur á mér og hef nú afráðið að láta af störfum,“ sagði Hreinn í Facebook-færslu við það tilefni.

Hreinn lauk laga­­­námi við Háskóla Íslands árið 1983 og öðl­að­ist rétt­indi til mál­­­flutn­ings fyrir Hæsta­rétti árið 1993. Hann á að baki fjöl­breyttan feril í lög­­­­­mennsku, atvinn­u­lífi, stjórn­­­­­sýslu og sem aðstoð­­­ar­­­maður ráð­herra í nokkrum ráðu­­­neytum frá árinu 1985 til 1992.

Hann var meðal ann­­ars aðstoð­­ar­­maður Dav­­íðs Odds­­sonar þáver­andi for­­sæt­is­ráð­herra og var for­­maður fram­­kvæmda­­nefndar um einka­væð­ingu um nokk­­urt skeið í kringum síð­­­ustu alda­­mót. Hreinn gegndi einnig stjórn­­­ar­­for­­mennsku í fjár­­­fest­ing­­ar­­fé­lag­inu Baugi um tíma og sat líka sem óbreyttur stjórn­­­ar­­maður þar, en það fór í þrot eftir banka­hrun­ið.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Lofar stöðugleika til að ná niður 125 milljarða vaxtabyrði
5
Fréttir

Lof­ar stöð­ug­leika til að ná nið­ur 125 millj­arða vaxta­byrði

Rík­is­stjórn­in ætl­ar að ná halla­laus­um rekstri strax ár­ið 2027 en halli næsta árs verð­ur 15 millj­arð­ar, sam­kvæmt nýkynntu fjár­laga­frum­varpi. Það er um 11 millj­örð­um minni halli en gert hafði ver­ið ráð fyr­ir. Vaxta­gjöld rík­is­sjóðs nema nú 125 millj­örð­um króna á ári, sem jafn­gild­ir um 314 þús­und krón­um á hvern íbúa – hærri fjár­hæð en rekst­ur allra fram­halds­skóla og há­skóla lands­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár