Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Hreinn Loftsson aðstoðar Guðrúnu í dómsmálaráðuneytinu

Hreinn Lofts­son, sem hætti óvænt sem að­stoð­ar­mað­ur Jóns Gunn­ars­son­ar dóms­mála­ráð­herra eft­ir ein­ung­is um hálf­an mán­uð í starfi í des­em­ber 2021, hef­ur nú ver­ið ráð­inn sem að­stoð­ar­mað­ur Guð­rún­ar Haf­steins­dótt­ur dóms­mála­ráð­herra.

Hreinn Loftsson aðstoðar Guðrúnu í dómsmálaráðuneytinu

Hreinn Loftsson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Guðrúnar Hafsteinsdóttur, sem tók við embætti dómsmálaráðherra á mánudaginn. Frá þessu segir í tilkynningu frá ráðuneytinu.

Hreinn er ekki ókunnugur því að vera dómsmálaráðherra til aðstoðar. Hann var aðstoðarmaður Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur í embættinu á árunum 2019-2021 og tók einnig við starfi aðstoðarmanns Jóns Gunnarssonar þegar Jón tók við dómsmálunum í upphafi kjörtímabils. 

Samstarf Hreins og Jóns varði hins vegar aðeins í tvær vikur, en daginn eftir að Hreinn tók við aðstoðarmannsstarfinu var tilkynnt að hinn aðstoðarmaður Jóns yrði Brynjar Níelsson, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins.

Jón og GuðrúnFrá lyklaskiptum í dómsmálaráðuneytinu á mánudaginn.

Hreinn tjáði sig um brotthvarf sitt frá Jóni á sínum tíma og sagðist hreinlega hafa verið of fljótur að segja já við því að taka að sér starfið. 

„Þegar ég tók við starfi sem aðstoðarmaður Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, fyrir rétt rúmum tveimur árum lét ég þau orð falla að ég liti á það sem mikinn heiður og faglega áskorun að taka að mér þetta verkefni. Árin hafa svo sannarlega verið viðburðarík. Málefni ráðuneytisins eru fjölmörg og spennandi. Ég tók því boði Jóns Gunnarssonar þegar hann bauð mér að halda áfram störfum við ráðherraskiptin í byrjun mánaðarins. Fljótlega komst ég þó að raun um að ég hafði verið of fljótur á mér og hef nú afráðið að láta af störfum,“ sagði Hreinn í Facebook-færslu við það tilefni.

Hreinn lauk laga­­­námi við Háskóla Íslands árið 1983 og öðl­að­ist rétt­indi til mál­­­flutn­ings fyrir Hæsta­rétti árið 1993. Hann á að baki fjöl­breyttan feril í lög­­­­­mennsku, atvinn­u­lífi, stjórn­­­­­sýslu og sem aðstoð­­­ar­­­maður ráð­herra í nokkrum ráðu­­­neytum frá árinu 1985 til 1992.

Hann var meðal ann­­ars aðstoð­­ar­­maður Dav­­íðs Odds­­sonar þáver­andi for­­sæt­is­ráð­herra og var for­­maður fram­­kvæmda­­nefndar um einka­væð­ingu um nokk­­urt skeið í kringum síð­­­ustu alda­­mót. Hreinn gegndi einnig stjórn­­­ar­­for­­mennsku í fjár­­­fest­ing­­ar­­fé­lag­inu Baugi um tíma og sat líka sem óbreyttur stjórn­­­ar­­maður þar, en það fór í þrot eftir banka­hrun­ið.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ekki geðveila heldur alvarlegur sjúkdómur
3
ViðtalME-faraldur

Ekki geð­veila held­ur al­var­leg­ur sjúk­dóm­ur

Lilja Sif Þór­is­dótt­ir er fé­lags­ráð­gjafi hjá Ak­ur­eyr­arklíník­inni en hún seg­ir ME og lang­tíma Covid-sjúk­linga gjarn­an hafa mætt al­gjöru skiln­ings­leysi þó að sjúk­dóms­ein­kenn­in hafi ver­ið hörmu­leg. Stjórn­völd og sam­fé­lag­ið þurfi að koma til móts við þetta fólk, til dæm­is með því að bjóða upp á auk­in hluta­störf, þeg­ar við á, það sé dýrt að missa svo marga úr vinnu eins og raun ber vitni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
2
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
6
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár