Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Þingmenn VG: Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af orðum óbreytts þingmanns

Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra sér ekki ástæðu til að bregð­ast sér­stak­lega við orð­um Jóns Gunn­ars­son­ar um að ágrein­ing­ur milli Vinstri grænna og Sjálf­stæð­is­flokks­ins sé orð­inn ís­lensku sam­fé­lagi dýr. Jó­dís Skúla­dótt­ir, þing­mað­ur Vinstri grænna, seg­ir Sjálf­stæð­is­flokk­inn vera að velta sér upp úr rasísk­um drullupolli.

<span>Þingmenn VG: </span>Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af orðum óbreytts þingmanns
Óbreyttur þingmaður Ráðherra og þingmenn Vinstri grænna hafa ólíkar skoðanir á orðum Jóns Gunnarssonar, fyrrverandi dómsmálaráðherra, um að núverandi ríkisstjórnarsamstarf geti ekki gengið áfram eins og það endaði í vor, með ágreiningi milli Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna. Mynd: Heimildin / Davíð Þór

Þingmenn Vinstri grænna bregðast við orðum Jóns Gunnarssonar, fyrrverandi dómsmálaráðherra, um ágreining á milli Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna, með mismunandi hætti. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra vill ekki bregðast sérstaklega við orðum hans og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, varaformaður þingflokks Vinstri grænna, segist ekki hafa áhyggjur af orðum óbreytts þingmanns. 

Jódís Skúladóttir, þingmaður Vinstri grænna, segir samstarfsfólk sitt í hinum ríkisstjórnarflokkunum hins vegar „velta sér upp úr rasíska drullupollinum í von um að geta kroppað inn einhver prósent frá systurflokkum sínum í útlendingamálum, Miðflokki og Flokki fólksins“. 

Í viðtali í Dagmálum Morgunblaðsins í dag fullyrðir Jón að samstarf ríkisstjórnarflokkanna geti ekki haldið áfram eins og þetta endaði í vor. Jón segir stefnu Sjálfstæðisflokksins ekki fara saman við stefnu Vinstri grænna, sem birtist meðal annars í því að þinglok voru, að hans sögn, vegna ágreinings í ríkisstjórnarflokkunum en ekki við stjórnarandstöðuna. „Mitt mat er það að í dag sé þetta farið að verða þjóðinni dýrkeypt, í formi þess að við erum ekki að ná árangri í málum sem skipta okkur gríðarlega miklu máli,“ segir Jón í Dagmálum. 

Svandís um Jón: „Hann talar bara fyrir sig“

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra vill ekki tjá sig sérstaklega um orð fyrrverandi dómsmálaráðherra um erfiðleika í ríkisstjórnarsamstarfinu. „Hann talar bara fyrir sig og ég ætla ekki að bregðast sérstaklega við þessum orðum hans,“ segir Svandís í samtali við Heimildina.

Í viðtalinu gerir Jón upp ráðherratíð sína í löngu máli og ræðir ágreining sem hann segir ríkja milli Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins í ýmsum málaflokkum, svo sem um forvirkar rannsóknarheimildir lögreglunnar og málefni flóttamanna. Að mati Jóns er það erfitt fyrir Vinstri græn að sitja í ríkisstjórn þegar augljóst er að huga þarf að öryggis- og varnarmálum, orkumálum og breytingum í málefnum útlendinga. 

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, varaformaður þingflokks Vinstri grænna, segir í samtali við Heimildina að ekki sé sérstök ástæða til að hafa áhyggjur af því hvað óbreyttur þingmaður segi, þó að hann hafi verið að koma úr ráðherrastól. „Ég get ekki endilega tjáð mig um það nákvæmlega hvað hann er að tala um annað en að hann heldur því fram að við séum að stoppa þarna mál og við auðvitað stoppum ekki mál nema að við teljum þau ekki nógu vel undirbúin. Kannski hefðum við bara þurft viku í viðbót á þinginu. Eða ekki,“ segir Bjarkey, sem telur Vinstri græn hafa unnið að heilindum að öllum málum á nýliðnum þingvetri. „Stundum tekst það, stundum ekki.“

Alltaf legið fyrir að nálgun flokkanna er ólík

Að mati Jóns er það erfitt fyrir Vinstri græn að sitja í ríkisstjórn þegar augljóst er að huga þarf að öryggis- og varnarmálum, orkumálum og breytingum í málefnum útlendinga. Ágreiningurinn einskorðist við Vinstri græn en ekki Framsóknarflokkinn. Aðspurð hvort málefnaáherslur Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna séu of ólíkar segir Bjarkey að það hafi alltaf legið fyrir að nálgun flokkanna í málefnum innflytjenda og fólks á flótta er ólík. „Það er ekkert nýtt undir sólinni þar. En okkur hefur tekist að landa ákveðnum hlutum í því og varðandi mörg önnur mál viljum við reyna að nálgast þau þannig að allir aðilar geti verið sáttir við það hvernig þau enda, það náðist ekki að klára ákveðin mál núna, ekki bara hjá honum, það var líka hjá öðrum ráðherrum.“ 

Fjármála- og efnahagsráðherraBjarni Benediktsson segir þingið hafa brugðist í málefnum útlendinga.

„Við höfum misst tökin á þessum málaflokki,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, við ráðherraskiptin í gær og telur hann þingið hafa brugðist í málefnum útlendinga. Því er Bjarkey ósammála. „Eins og minn formaður sagði í gær, þetta er rosalegt álag á kerfið, það fer ekki á milli mála, en við getum alveg tekið utan um það og eigum að gera það að mínu mati. Það liggur alveg fyrir og við vitum alveg að þetta kostar. Það hefur aldrei verið jafn margt fólk á flótta eins og akkúrat núna. Ég tel að við þurfum að horfa vel ofan í þennan málaflokk og taka utan um hann eins og við höfum verið að gera.“ 

 „Hádramatískur tangó Jóns og Gunnu“

Jódís Skúladóttir, þingmaður Vinstri grænna, bregst við orðum Jóns í færslu á Facebook þar sem hún segir átakanlegt að horfa á innanmein Sjálfstæðisflokksins. „Hádramatískur tangó Jóns og Gunnu hefur verið frekar taktlaus og feilsporin stigin á sárar tærnar aftur og aftur enda virðist hljómsveitarstjórinn Bjarni Ben ekki alveg ráða við svona flókið tónverk.“

RáðherraskiptiJón Gunnarsson afhenti Guðrúnu Hafsteinsdóttur lyklana að dómsmálaráðuneytinu í gær, á sjálfan kvenréttindadaginn.

Jódís heldur áfram: „Til að víkja athygli þjóðarinnar frá þessum darraðadansi og til að bregðast við fylgistapi, sameinast þau nú öll í að velta sér upp úr rasíska drullupollinum í von um að geta kroppað inn einhver prósent frá systurflokkum sínum í útlendingamálum, Miðflokki og Flokki fólksins.“

Varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins kann ekki við að vera kenndur við rasisma

Segir færslu þingmanns VG vanstilltaFriðjón R. Friðjónsson, varaþingmaður Sjálfstæðisdlokksins.

Friðjón R. Friðjónsson, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í samtali við Heimildina fyrr í dag að færsla Jódísar sé frekar vanstillt. „Ég kann ekki við að vera kenndur við rasisma og finnst það ógeðfellt. Ég tel mig hafa talað með þeim hætti, og sýnt það, að ég hef enga þolinmæði fyrir svoleiðis hugsunarhætti. Mér finnst þetta vera ómálefnalegt. En það geta allir gert mistök og ég er mjög umburðarlyndur maður. Þannig að ég ætla ekki að erfa þetta við hana, ekki að svo stöddu.“

En merkilegast við þetta allt saman, að mati Jódísar, er að allt sem miður hefur farið hjá Sjálfstæðisflokknum virðist vera Vinstri grænum að kenna að mati fyrrverandi dómsmálaráðherra. „Hann opnar ekki á sér þverrifuna nema koma því að hvernig Vinstri græn stoppa góðu málin hans. Þetta er sérlega áhugavert í því ljósi að ítrekað fæ ég að heyra hvernig VG lætur íhaldið teyma sig yfir öll mörk og við séum viljalaus verkfæri Sjálfstæðisflokksins,“ skrifar Jódís, sem sér sig knúna til að leiðrétta Jón um þinglega meðferð mála. 

Segir hún til að mynda að Vinstri græn hafi ekki talað fyrir opnum landamærum heldur vilji flokkurinn skilvirkt kerfi sem tryggi öllum sem hingað leita réttláta málsmeðferð. Niðurstöðu málsmeðferðar beri svo að virða. Jódís segir þinglega meðferð útlendingafrumvarpsins hafa verið erfiða en hún er stolt af þeim „mikilvægu breytingum sem frumvarpið tók og tryggðu mannréttindi fólks á flótta“. 

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
2
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.
Ekki lengur hægt að gera atlögu að Bjarna fyrir kosningar
4
GreiningStjórnarslit 2024

Ekki leng­ur hægt að gera at­lögu að Bjarna fyr­ir kosn­ing­ar

Síð­an Bjarni Bene­dikts­son tók við for­mennsku í Sjálf­stæð­is­flokkn­um hef­ur því ít­rek­að ver­ið velt upp hvort tími hans sé lið­inn. Enn sem kom­ið er hef­ur sand­ur­inn í hans póli­tíska stund­arglasi ekki runn­ið út. Hann virð­ist ná að snúa því aft­ur og aft­ur rétt áð­ur en síð­ustu sand­korn­in detta. Með því að slíta stjórn­ar­sam­starf­inu styrkti Bjarni stöðu sína og kom í veg fyr­ir inn­an­búð­arat­lögu gegn sér fyr­ir kosn­ing­ar, seg­ir stjórn­mála­fræð­ing­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
4
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.
Hagkaup hættir með Sodastream vegna mótmælaaðgerða
6
Fréttir

Hag­kaup hætt­ir með Sod­a­stream vegna mót­mæla­að­gerða

Að­gerða­sinn­ar sem hvetja til snið­göngu á vör­um frá Ísra­el hafa sett límmiða á Sod­a­stream-vör­ur í Hag­kaup­um og þannig vald­ið skemmd­um á um­búð­un­um. Sig­urð­ur Reyn­alds­son, fram­kvæmda­stjóri Hag­kaups seg­ir um­boðs­að­ila Sod­a­stream á Ís­landi hafa end­urkall­að vör­urn­ar vegna þessa. „Ég er mað­ur frið­ar,“ seg­ir fram­kvæmda­stjór­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
5
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
6
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár