„Þetta kom mér bara mjög á óvart enda heyrði ég fyrst af þessu í gegnum fjölmiðla,“ segir formaður Atvinnuveganefndar Alþingis, Stefán Vagn Stefánsson þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, um þá ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra að slá af hvalveiðar, sem tilkynnt var um í morgun.
„Þetta er svo nýskeð að ég get eiginlega lítið tjáð mig efnislega um ákvörðunina.“
Stefán Vagn segir ljóst að ákvörðunarvaldið sem slíkt liggi hjá ráðherranum en að í ljósi umfangs málsins og umræðu um það, hefði honum þótt eðlilegra að ákvörðunin hefði verið kynnt þingflokkum stjórnarflokkana og samráð haft við atvinnuveganefnd um málið.
„Ég verð að viðurkenna að mér hefði ekki þótt óeðlilegt að málið yrði kynnt stjórnarflokkunum fyrst, við skulum orða það þannig,“ segir Stefán Vagn, sem staddur var á Hólmavík þegar Heimildin náði tali af …
Ein helsta ástæða þess, að hvalveiðar hafa undanfarin ár verið stundaðar við Ísland, er sú að Hvalur ehf borgar feitt í kosningasjóði FLokksins :-)