Núverandi ríkisstjórnarsamstarf getur ekki gengið áfram eins og það endaði í vor, segir Jón Gunnarsson fyrrverandi dómsmálaráðherra. Stefna Sjálfstæðisflokksins fer ekki saman við stefnu Vinstri grænna, sem birtist meðal annars í því að þinglok voru vegna ágreinings í ríkisstjórnarflokkunum en ekki við stjórnarandstöðuna. „Mitt mat er það að í dag sé þetta farið að verða þjóðinni dýrkeypt, í formi þess að við erum ekki að ná árangri í málum sem skipta okkur gríðarlega miklu máli.“
Þetta kemur fram í viðtali við Jón í Dagmálum Morgunblaðsins. Jón fer þar í löngu máli yfir ráðherratíð sína og eyðir mestu púðri í að lýsa þeirri skoðun sinni að vegna ágreinings við Vinstri græn hafi honum ýmist gengið hægt eða ekki að koma fram málum sem hann telur að séu forgangsmál. Nefnir hann sérstaklega útlendingamál, forvirkar rannsóknarheimildir til handa lögreglunni og orkumál. Athygli vekur að Jón talar almennt um útlendingamál þegar augljóst má vera …
Athugasemdir