Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Jón Gunnarsson: Ríkisstjórnarsamstarfið gengur ekki svona áfram

Ágrein­ing­ur milli Sjálf­stæð­is­flokks og Vinstri grænna olli þinglok­um fyrr í mán­uð­in­um. Þetta stað­fest­ir Jón Gunn­ars­son, fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herra. Jón seg­ir að rík­is­stjórn­ar­sam­starf­ið sé orð­ið þjóð­inni dýr­keypt og nefn­ir þar mál­efni út­lend­inga, ör­ygg­is­mál og orku­mál sér­stak­lega. Ár­ang­ur hans í ráð­herra­stól megi með­al ann­ars mæla með því að nú sé fólk, þar á með­al Bjarni Bene­dikts­son, formað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, far­ið að þora að tala um út­lend­inga­mál.

<span>Jón Gunnarsson:</span>  Ríkisstjórnarsamstarfið gengur ekki svona áfram
Segir stjórnina vart á vetur setjandi Jón Gunnarsson segir ágreining milli stjórnarflokkanna orðinn íslensku samfélagi dýr. Hann gekk í gær úr ríkisstjórn, samkvæmt ákvörðun Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, en í staðinn kom Guðrún Hafsteinsdóttir. Mynd: Heiða Helgadóttir

Núverandi ríkisstjórnarsamstarf getur ekki gengið áfram eins og það endaði í vor, segir Jón Gunnarsson fyrrverandi dómsmálaráðherra. Stefna Sjálfstæðisflokksins fer ekki saman við stefnu Vinstri grænna, sem birtist meðal annars í því að þinglok voru vegna ágreinings í ríkisstjórnarflokkunum en ekki við stjórnarandstöðuna. „Mitt mat er það að í dag sé þetta farið að verða þjóðinni dýrkeypt, í formi þess að við erum ekki að ná árangri í málum sem skipta okkur gríðarlega miklu máli.“

Þetta kemur fram í viðtali við Jón í Dagmálum Morgunblaðsins. Jón fer þar í löngu máli yfir ráðherratíð sína og eyðir mestu púðri í að lýsa þeirri skoðun sinni að vegna ágreinings við Vinstri græn hafi honum ýmist gengið hægt eða ekki að koma fram málum sem hann telur að séu forgangsmál. Nefnir hann sérstaklega útlendingamál, forvirkar rannsóknarheimildir til handa lögreglunni og orkumál. Athygli vekur að Jón talar almennt um útlendingamál þegar augljóst má vera …

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
3
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár