Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Verkefnastjóri deildi óvart persónulegu spjalli: „Kæfði þetta“

For­eldr­ar leik­skóla­barna í Laug­ar­dal eru óánægð­ir vegna spjalls tveggja verk­efna­stjóra hjá Reykja­vík­ur­borg um fyr­ir­spurn um stöðu á leik­skóla­mál­um í hverf­inu.

Verkefnastjóri deildi óvart persónulegu spjalli: „Kæfði þetta“
Leikskóli Ráðið var að ræða biðlista fyrir leikskóla hverfisins. Mynd: Unsplash

Eiríkur Búi Halldórsson, verkefnastjóri verkefnisins Hverfið mitt hjá borginni, deildi sínum persónulega skjá í upptöku af fundi íbúaráðs Laugardals, sem aðgengileg er á YouTube. Þar sést spjall þeirra Guðnýjar Báru Jónsdóttur, verkefnastjóra hjá mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu borgarinnar, á samskiptaforritinu Messenger.

Íbúaráðið hafði í lok apríl óskað eftir því við skóla- og frístundasvið að teknar yrðu saman tölur um fjölda barna í leikskólum hverfa, og biðlistum, eftir búsetu þeirra.

SpjallaðÚr spjalli verkefnastjóranna.

Ráðinu þótti svarið við fyrirspurninni ekki alveg fullnægjandi. Í það vantaði upplýsingar um biðlistana.

„Svo að það sé á hreinu þá er svarið bara lagt fram við fyrirspurninni,“ sagði Guðný við Eirík. „Það er ekki á verksviði ráðsins að afla þessara upplýsinga.

Eiríkur svaraði: „Leyfi þeim að ræða þetta fram og til baka - reddast vonandi. Geta í mesta lagi bókað.“

„Já, vertu bara harður við þau,“ sagði Guðný. „Það er alltaf þannig að svar við fyrirspurn er bara lagt fram og ekkert framhald af því.“

Eiríkur sagði Guðnýju í framhaldinu að Þorleifur Örn Gunnarsson, fulltrúi Samfylkingarinnar á fundinum, hefði svarað ráðinu. 

„Kæfði þetta,“ sagði Eiríkur svo. 

Í Facebook-hópnum Leikskólamál í lamasessi er athygli vakin á þessum samskiptum Eiríks og Guðnýjar. Þar hafa fjölmargir foreldrar stigið fram og lýst óánægju sinni.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
1
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.
Ekki lengur hægt að gera atlögu að Bjarna fyrir kosningar
4
GreiningStjórnarslit 2024

Ekki leng­ur hægt að gera at­lögu að Bjarna fyr­ir kosn­ing­ar

Síð­an Bjarni Bene­dikts­son tók við for­mennsku í Sjálf­stæð­is­flokkn­um hef­ur því ít­rek­að ver­ið velt upp hvort tími hans sé lið­inn. Enn sem kom­ið er hef­ur sand­ur­inn í hans póli­tíska stund­arglasi ekki runn­ið út. Hann virð­ist ná að snúa því aft­ur og aft­ur rétt áð­ur en síð­ustu sand­korn­in detta. Með því að slíta stjórn­ar­sam­starf­inu styrkti Bjarni stöðu sína og kom í veg fyr­ir inn­an­búð­arat­lögu gegn sér fyr­ir kosn­ing­ar, seg­ir stjórn­mála­fræð­ing­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
3
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.
Hagkaup hættir með Sodastream vegna mótmælaaðgerða
6
Fréttir

Hag­kaup hætt­ir með Sod­a­stream vegna mót­mæla­að­gerða

Að­gerða­sinn­ar sem hvetja til snið­göngu á vör­um frá Ísra­el hafa sett límmiða á Sod­a­stream-vör­ur í Hag­kaup­um og þannig vald­ið skemmd­um á um­búð­un­um. Sig­urð­ur Reyn­alds­son, fram­kvæmda­stjóri Hag­kaups seg­ir um­boðs­að­ila Sod­a­stream á Ís­landi hafa end­urkall­að vör­urn­ar vegna þessa. „Ég er mað­ur frið­ar,“ seg­ir fram­kvæmda­stjór­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
5
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
6
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár