Verkefnastjóri deildi óvart persónulegu spjalli: „Kæfði þetta“

For­eldr­ar leik­skóla­barna í Laug­ar­dal eru óánægð­ir vegna spjalls tveggja verk­efna­stjóra hjá Reykja­vík­ur­borg um fyr­ir­spurn um stöðu á leik­skóla­mál­um í hverf­inu.

Verkefnastjóri deildi óvart persónulegu spjalli: „Kæfði þetta“
Leikskóli Ráðið var að ræða biðlista fyrir leikskóla hverfisins. Mynd: Unsplash

Eiríkur Búi Halldórsson, verkefnastjóri verkefnisins Hverfið mitt hjá borginni, deildi sínum persónulega skjá í upptöku af fundi íbúaráðs Laugardals, sem aðgengileg er á YouTube. Þar sést spjall þeirra Guðnýjar Báru Jónsdóttur, verkefnastjóra hjá mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu borgarinnar, á samskiptaforritinu Messenger.

Íbúaráðið hafði í lok apríl óskað eftir því við skóla- og frístundasvið að teknar yrðu saman tölur um fjölda barna í leikskólum hverfa, og biðlistum, eftir búsetu þeirra.

SpjallaðÚr spjalli verkefnastjóranna.

Ráðinu þótti svarið við fyrirspurninni ekki alveg fullnægjandi. Í það vantaði upplýsingar um biðlistana.

„Svo að það sé á hreinu þá er svarið bara lagt fram við fyrirspurninni,“ sagði Guðný við Eirík. „Það er ekki á verksviði ráðsins að afla þessara upplýsinga.

Eiríkur svaraði: „Leyfi þeim að ræða þetta fram og til baka - reddast vonandi. Geta í mesta lagi bókað.“

„Já, vertu bara harður við þau,“ sagði Guðný. „Það er alltaf þannig að svar við fyrirspurn er bara lagt fram og ekkert framhald af því.“

Eiríkur sagði Guðnýju í framhaldinu að Þorleifur Örn Gunnarsson, fulltrúi Samfylkingarinnar á fundinum, hefði svarað ráðinu. 

„Kæfði þetta,“ sagði Eiríkur svo. 

Í Facebook-hópnum Leikskólamál í lamasessi er athygli vakin á þessum samskiptum Eiríks og Guðnýjar. Þar hafa fjölmargir foreldrar stigið fram og lýst óánægju sinni.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
1
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Langþráður draumur um búskap rættist
1
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár