Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Verkefnastjóri deildi óvart persónulegu spjalli: „Kæfði þetta“

For­eldr­ar leik­skóla­barna í Laug­ar­dal eru óánægð­ir vegna spjalls tveggja verk­efna­stjóra hjá Reykja­vík­ur­borg um fyr­ir­spurn um stöðu á leik­skóla­mál­um í hverf­inu.

Verkefnastjóri deildi óvart persónulegu spjalli: „Kæfði þetta“
Leikskóli Ráðið var að ræða biðlista fyrir leikskóla hverfisins. Mynd: Unsplash

Eiríkur Búi Halldórsson, verkefnastjóri verkefnisins Hverfið mitt hjá borginni, deildi sínum persónulega skjá í upptöku af fundi íbúaráðs Laugardals, sem aðgengileg er á YouTube. Þar sést spjall þeirra Guðnýjar Báru Jónsdóttur, verkefnastjóra hjá mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu borgarinnar, á samskiptaforritinu Messenger.

Íbúaráðið hafði í lok apríl óskað eftir því við skóla- og frístundasvið að teknar yrðu saman tölur um fjölda barna í leikskólum hverfa, og biðlistum, eftir búsetu þeirra.

SpjallaðÚr spjalli verkefnastjóranna.

Ráðinu þótti svarið við fyrirspurninni ekki alveg fullnægjandi. Í það vantaði upplýsingar um biðlistana.

„Svo að það sé á hreinu þá er svarið bara lagt fram við fyrirspurninni,“ sagði Guðný við Eirík. „Það er ekki á verksviði ráðsins að afla þessara upplýsinga.

Eiríkur svaraði: „Leyfi þeim að ræða þetta fram og til baka - reddast vonandi. Geta í mesta lagi bókað.“

„Já, vertu bara harður við þau,“ sagði Guðný. „Það er alltaf þannig að svar við fyrirspurn er bara lagt fram og ekkert framhald af því.“

Eiríkur sagði Guðnýju í framhaldinu að Þorleifur Örn Gunnarsson, fulltrúi Samfylkingarinnar á fundinum, hefði svarað ráðinu. 

„Kæfði þetta,“ sagði Eiríkur svo. 

Í Facebook-hópnum Leikskólamál í lamasessi er athygli vakin á þessum samskiptum Eiríks og Guðnýjar. Þar hafa fjölmargir foreldrar stigið fram og lýst óánægju sinni.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
3
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár