Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Verkefnastjóri deildi óvart persónulegu spjalli: „Kæfði þetta“

For­eldr­ar leik­skóla­barna í Laug­ar­dal eru óánægð­ir vegna spjalls tveggja verk­efna­stjóra hjá Reykja­vík­ur­borg um fyr­ir­spurn um stöðu á leik­skóla­mál­um í hverf­inu.

Verkefnastjóri deildi óvart persónulegu spjalli: „Kæfði þetta“
Leikskóli Ráðið var að ræða biðlista fyrir leikskóla hverfisins. Mynd: Unsplash

Eiríkur Búi Halldórsson, verkefnastjóri verkefnisins Hverfið mitt hjá borginni, deildi sínum persónulega skjá í upptöku af fundi íbúaráðs Laugardals, sem aðgengileg er á YouTube. Þar sést spjall þeirra Guðnýjar Báru Jónsdóttur, verkefnastjóra hjá mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu borgarinnar, á samskiptaforritinu Messenger.

Íbúaráðið hafði í lok apríl óskað eftir því við skóla- og frístundasvið að teknar yrðu saman tölur um fjölda barna í leikskólum hverfa, og biðlistum, eftir búsetu þeirra.

SpjallaðÚr spjalli verkefnastjóranna.

Ráðinu þótti svarið við fyrirspurninni ekki alveg fullnægjandi. Í það vantaði upplýsingar um biðlistana.

„Svo að það sé á hreinu þá er svarið bara lagt fram við fyrirspurninni,“ sagði Guðný við Eirík. „Það er ekki á verksviði ráðsins að afla þessara upplýsinga.

Eiríkur svaraði: „Leyfi þeim að ræða þetta fram og til baka - reddast vonandi. Geta í mesta lagi bókað.“

„Já, vertu bara harður við þau,“ sagði Guðný. „Það er alltaf þannig að svar við fyrirspurn er bara lagt fram og ekkert framhald af því.“

Eiríkur sagði Guðnýju í framhaldinu að Þorleifur Örn Gunnarsson, fulltrúi Samfylkingarinnar á fundinum, hefði svarað ráðinu. 

„Kæfði þetta,“ sagði Eiríkur svo. 

Í Facebook-hópnum Leikskólamál í lamasessi er athygli vakin á þessum samskiptum Eiríks og Guðnýjar. Þar hafa fjölmargir foreldrar stigið fram og lýst óánægju sinni.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár