Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Segir það misskilning að fjárfestingarleiðin hafi gert peningaþvætti auðveldara

Fyrr­ver­andi seðla­banka­stjóri tel­ur enn að fjár­fest­inga­leið­in sem bank­inn réðst í á hans vakt hafi ver­ið besta leið­in sem hægt var að fara. Það hafi hins veg­ar kom­ið í ljós að varn­ir gegn pen­inga­þvætti hafi ekki ver­ið nægi­lega góð­ar.

Segir það misskilning að fjárfestingarleiðin hafi gert peningaþvætti auðveldara
Misskilningur „Almennt held ég að gagnrýnin á fjárfestingarleiðina sé að hluta til byggð á misskilningi,“ segir Már um meðal annars gagnrýni eftirmanns síns í embætti seðlabankastjóra. Mynd: Hari

Már Guðmundsson segir það líka misskilning að fjárfestingarleiðin svokallaða hafi gert peningaþvætti auðveldara. „Besta leiðin fyrir þá sem vildu notfæra sér lélegar varnir varðandi peningaþvætti á Íslandi til að forðast eftirlit og komast undir radarinn var að fara bara beint í gegnum opinbera gjaldeyrismarkaðinn. Með fjárfestingarleiðinni var öllum gögnum viðhaldið og þau fóru öll til Skattsins. Þannig að Skatturinn fékk miklu betri yfirsýn yfir möguleg skattundanskot og peningaþvætti gagnvart þeim aðilum sem voru að koma inn heldur en hann hefði fengið ef þeir hefðu bara farið beint inn hina leiðina.“

Þetta er meðal þess sem fram kemur í ítarlegu viðtali við Má í 40 ára afmælisriti Visbendingar.

Stærstur hluti þess fjármagns sem flæddi inn til Íslands í gegnum leiðina kom ekki frá innlendum lögaðilum, heldur erlendum. Már segir að yfir þeim hafi ekki verið nein lögsaga auk þess sem fjárfestingarleiðin var hönnuð til að laða að erlenda fjárfestingu. Seðlabankinn vildi beinlínis að erlendir fjárfestar kæmu inn. „Þeir sem gagnrýna fjárfestingarleiðina hvað þetta varðar, þeir hafa að mínu mati ekkert bent á hvaða leið á þá að fara. Og ég held að þetta hafi verið besta leiðin, vegna þess að þetta var leiðin sem gerði það að verkum að það var hægt að gera þetta án lögþvingunar sem hefði ekki staðist alþjóðalög og hefði skilað okkur í vandræði.“

Ásgeir gagnrýndi leiðina harðlega

Fjár­­­­­­­­­­­­­fest­ingar­­­­­­­leið Seðla­­­­­­­banka Íslands, sem einnig var nefnd 50/50 leið­in, var umdeild aðferð sem Seðla­­­­­­­bank­inn beitti á árunum 2012 til 2015 til minnka hina svoköll­uðu snjó­­­­­­­hengju, krón­u­­­­­­­eignir erlendra aðila sem fastar voru innan fjár­­­­­­­­­­­­­magns­hafta og gerðu stjórn­­­­­­­völdum erfitt fyrir að vinna að frek­­­­­­­ari losun þeirra hafta. Sam­­­­­­­kvæmt henni gátu þeir sem sam­­­­­­­þykktu að koma með gjald­eyri til Íslands skipt þeim í íslenskar krónur á hag­­­­­­­stæð­­­­­­­ara gengi en ef þeir myndu gera það í næsta banka.

Þeir sem tóku á sig „tap­ið“ í þessum við­­­­­­­skiptum voru aðilar sem áttu krónur fastar innan hafta en vildu kom­­­­­­­ast út úr íslenska hag­­­­­­­kerf­inu með þær. Þeir sem „græddu“ voru aðilar sem áttu erlendan gjald­eyri utan hafta en voru til­­­­­­­­­­­­­búnir að koma til Íslands og fjár­­­­­­­­­­­­­festa fyrir hann. Seðla­­­­­­­bank­inn var síðan í hlut­verki milli­­­­­­­­­­­­­göng­u­að­ila sem gerði við­­­­­­­skiptin mög­u­­­­­­­leg.

Eftirmaður Más í stóli seðlabankastjóra, Ásgeir Jónsson, gagnrýndi fjárfestingarleiðina harðlega í viðtali við Stundina árið 2021. „„Þetta myndi aldrei ger­ast á minni vakt. Aldrei. Ég er sam­mála, það hefði mátt fylgj­ast mun betur með því hvaðan pen­ing­arnir komu. Ég myndi aldrei sam­þykkja svona á minni vakt. Þessi gjald­eyr­is­út­boð voru að ein­hverju leyti neyð­ar­ráð­stöfun á sínum tíma. Ég vil ekki sjá það ger­ast aftur að hér á landi verði tvö­faldur gjald­eyr­is­mark­aður með þessum hætt­i.“

Árin eftir að fjárfestingarleiðin var starfrækt komust peningaþvættisvarnir Íslendinga, eða skortur á þeim, í sviðsljósið. Komið hefur í ljós að þeir sem áttu að fylgjast með að þeir peningar sem fluttir voru inn til landsins í gegnum leiðina, viðskiptabankarnir íslensku, væru ekki „skítugir“, voru ekki að kanna uppruna þeirra sem neinu nam. Ísland endaði á þessum tíma á svokölluðum gráa lista alþjóðlegu samtakanna FATF vegna ónógra varna gegn peningaþvætti hérlendis. 

Kom í ljós að varnirnar voru ekki nógu góðar

Aðspurður um þessa gagnrýni segir Már að gjaldeyrismarkaður verði alltaf tvískiptur þegar almenn fjármagnshöft eru sett. „Það geta komið upp þær aðstæður að þú þarft að setja upp höft, og ég ætla að vona það að ef þær aðstæður koma upp í framtíðinni að þá heykist fólk ekki á því vegna þess að það er mikilvægara að verja hagsmuni þjóðarinnar eða þess fólks sem býr hérna heldur en eitthvað heilagt prinsipp um að eitthvað megi aldrei gera.“

 „Almennt held ég að gagnrýnin á fjárfestingarleiðina sé að hluta til byggð á misskilningi. Seðlabankinn hafði ekki og hefur ekki lagalegt umboð til þess að gerast eftirlitsaðili varðandi peningaþvætti. En svo kemur auðvitað í ljós, eins og við vitum núna, að vörnum varðandi peningaþvætti var ábótavant. Þetta varð töluvert mikið mál á síðustu árunum í minni seðlabankastjóratíð. Seðlabankinn var að þrýsta á um það að þetta yrði lagað. Að hluta til út af alþjóðlegum þrýstingi, þetta var rætt töluvert mikið á seðlabankastjórafundum, til dæmis á norrænum seðlabankastjórafundum sem ég var á, og líka út af því að það sem hafði komið upp í Eistlandi varðandi danskan banka; Bandaríkin önduðu ofan í hálsmálið á Norðurlöndunum, þar með talið Íslandi. Og það kemur svo í ljós að þetta var ekki nægilega gott.“

Seðlabankinn hafi sett töluvert púður í að finna leiðir til að þétta peningaþvættisvarnirnar og lögfræðingur þaðan hafði að lokum farið tímabundið yfir í dómsmálaráðuneytið til að hjálpa til við að tjasla upp á löggjöfina og framkvæmdina um það og eftirlitið með því.

Áskrifendur Vísbendingar geta lesið viðtalið við Má í heild sinni í 40 ára afmælisritinu, eða á glænýrri heimasíðu ritsins, visbending.is.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Stefán Ólafsson
2
Aðsent

Stefán Ólafsson

Sam­fé­lag­ið á rangri leið Sjálf­stæð­is­flokks­ins

Nærri 70% svar­enda í könn­un fyr­ir verka­lýðs­hreyf­ing­una töldu sam­fé­lag­ið vera á rangri leið og ein­ung­is um 17% sögðu sam­fé­lag­ið vera á réttri leið. Stefán Ólafs­son seg­ir að sam­kvæmt nið­ur­stöð­um könn­un­ar­inn­ar komi fram mik­il óánægja með sumt af því sem Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hef­ur lagt mikla áherslu á og sumt af því sem hann hef­ur leit­ast við að ná fram í frá­far­andi rík­is­stjórn.
Ekki lengur hægt að gera atlögu að Bjarna fyrir kosningar
4
GreiningStjórnarslit 2024

Ekki leng­ur hægt að gera at­lögu að Bjarna fyr­ir kosn­ing­ar

Síð­an Bjarni Bene­dikts­son tók við for­mennsku í Sjálf­stæð­is­flokkn­um hef­ur því ít­rek­að ver­ið velt upp hvort tími hans sé lið­inn. Enn sem kom­ið er hef­ur sand­ur­inn í hans póli­tíska stund­arglasi ekki runn­ið út. Hann virð­ist ná að snúa því aft­ur og aft­ur rétt áð­ur en síð­ustu sand­korn­in detta. Með því að slíta stjórn­ar­sam­starf­inu styrkti Bjarni stöðu sína og kom í veg fyr­ir inn­an­búð­arat­lögu gegn sér fyr­ir kosn­ing­ar, seg­ir stjórn­mála­fræð­ing­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Hagkaup hættir með Sodastream vegna mótmælaaðgerða
4
Fréttir

Hag­kaup hætt­ir með Sod­a­stream vegna mót­mæla­að­gerða

Að­gerða­sinn­ar sem hvetja til snið­göngu á vör­um frá Ísra­el hafa sett límmiða á Sod­a­stream-vör­ur í Hag­kaup­um og þannig vald­ið skemmd­um á um­búð­un­um. Sig­urð­ur Reyn­alds­son, fram­kvæmda­stjóri Hag­kaups seg­ir um­boðs­að­ila Sod­a­stream á Ís­landi hafa end­urkall­að vör­urn­ar vegna þessa. „Ég er mað­ur frið­ar,“ seg­ir fram­kvæmda­stjór­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
5
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
6
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár