Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Segir það misskilning að fjárfestingarleiðin hafi gert peningaþvætti auðveldara

Fyrr­ver­andi seðla­banka­stjóri tel­ur enn að fjár­fest­inga­leið­in sem bank­inn réðst í á hans vakt hafi ver­ið besta leið­in sem hægt var að fara. Það hafi hins veg­ar kom­ið í ljós að varn­ir gegn pen­inga­þvætti hafi ekki ver­ið nægi­lega góð­ar.

Segir það misskilning að fjárfestingarleiðin hafi gert peningaþvætti auðveldara
Misskilningur „Almennt held ég að gagnrýnin á fjárfestingarleiðina sé að hluta til byggð á misskilningi,“ segir Már um meðal annars gagnrýni eftirmanns síns í embætti seðlabankastjóra. Mynd: Hari

Már Guðmundsson segir það líka misskilning að fjárfestingarleiðin svokallaða hafi gert peningaþvætti auðveldara. „Besta leiðin fyrir þá sem vildu notfæra sér lélegar varnir varðandi peningaþvætti á Íslandi til að forðast eftirlit og komast undir radarinn var að fara bara beint í gegnum opinbera gjaldeyrismarkaðinn. Með fjárfestingarleiðinni var öllum gögnum viðhaldið og þau fóru öll til Skattsins. Þannig að Skatturinn fékk miklu betri yfirsýn yfir möguleg skattundanskot og peningaþvætti gagnvart þeim aðilum sem voru að koma inn heldur en hann hefði fengið ef þeir hefðu bara farið beint inn hina leiðina.“

Þetta er meðal þess sem fram kemur í ítarlegu viðtali við Má í 40 ára afmælisriti Visbendingar.

Stærstur hluti þess fjármagns sem flæddi inn til Íslands í gegnum leiðina kom ekki frá innlendum lögaðilum, heldur erlendum. Már segir að yfir þeim hafi ekki verið nein lögsaga auk þess sem fjárfestingarleiðin var hönnuð til að laða að erlenda fjárfestingu. Seðlabankinn vildi beinlínis að erlendir fjárfestar kæmu inn. „Þeir sem gagnrýna fjárfestingarleiðina hvað þetta varðar, þeir hafa að mínu mati ekkert bent á hvaða leið á þá að fara. Og ég held að þetta hafi verið besta leiðin, vegna þess að þetta var leiðin sem gerði það að verkum að það var hægt að gera þetta án lögþvingunar sem hefði ekki staðist alþjóðalög og hefði skilað okkur í vandræði.“

Ásgeir gagnrýndi leiðina harðlega

Fjár­­­­­­­­­­­­­fest­ingar­­­­­­­leið Seðla­­­­­­­banka Íslands, sem einnig var nefnd 50/50 leið­in, var umdeild aðferð sem Seðla­­­­­­­bank­inn beitti á árunum 2012 til 2015 til minnka hina svoköll­uðu snjó­­­­­­­hengju, krón­u­­­­­­­eignir erlendra aðila sem fastar voru innan fjár­­­­­­­­­­­­­magns­hafta og gerðu stjórn­­­­­­­völdum erfitt fyrir að vinna að frek­­­­­­­ari losun þeirra hafta. Sam­­­­­­­kvæmt henni gátu þeir sem sam­­­­­­­þykktu að koma með gjald­eyri til Íslands skipt þeim í íslenskar krónur á hag­­­­­­­stæð­­­­­­­ara gengi en ef þeir myndu gera það í næsta banka.

Þeir sem tóku á sig „tap­ið“ í þessum við­­­­­­­skiptum voru aðilar sem áttu krónur fastar innan hafta en vildu kom­­­­­­­ast út úr íslenska hag­­­­­­­kerf­inu með þær. Þeir sem „græddu“ voru aðilar sem áttu erlendan gjald­eyri utan hafta en voru til­­­­­­­­­­­­­búnir að koma til Íslands og fjár­­­­­­­­­­­­­festa fyrir hann. Seðla­­­­­­­bank­inn var síðan í hlut­verki milli­­­­­­­­­­­­­göng­u­að­ila sem gerði við­­­­­­­skiptin mög­u­­­­­­­leg.

Eftirmaður Más í stóli seðlabankastjóra, Ásgeir Jónsson, gagnrýndi fjárfestingarleiðina harðlega í viðtali við Stundina árið 2021. „„Þetta myndi aldrei ger­ast á minni vakt. Aldrei. Ég er sam­mála, það hefði mátt fylgj­ast mun betur með því hvaðan pen­ing­arnir komu. Ég myndi aldrei sam­þykkja svona á minni vakt. Þessi gjald­eyr­is­út­boð voru að ein­hverju leyti neyð­ar­ráð­stöfun á sínum tíma. Ég vil ekki sjá það ger­ast aftur að hér á landi verði tvö­faldur gjald­eyr­is­mark­aður með þessum hætt­i.“

Árin eftir að fjárfestingarleiðin var starfrækt komust peningaþvættisvarnir Íslendinga, eða skortur á þeim, í sviðsljósið. Komið hefur í ljós að þeir sem áttu að fylgjast með að þeir peningar sem fluttir voru inn til landsins í gegnum leiðina, viðskiptabankarnir íslensku, væru ekki „skítugir“, voru ekki að kanna uppruna þeirra sem neinu nam. Ísland endaði á þessum tíma á svokölluðum gráa lista alþjóðlegu samtakanna FATF vegna ónógra varna gegn peningaþvætti hérlendis. 

Kom í ljós að varnirnar voru ekki nógu góðar

Aðspurður um þessa gagnrýni segir Már að gjaldeyrismarkaður verði alltaf tvískiptur þegar almenn fjármagnshöft eru sett. „Það geta komið upp þær aðstæður að þú þarft að setja upp höft, og ég ætla að vona það að ef þær aðstæður koma upp í framtíðinni að þá heykist fólk ekki á því vegna þess að það er mikilvægara að verja hagsmuni þjóðarinnar eða þess fólks sem býr hérna heldur en eitthvað heilagt prinsipp um að eitthvað megi aldrei gera.“

 „Almennt held ég að gagnrýnin á fjárfestingarleiðina sé að hluta til byggð á misskilningi. Seðlabankinn hafði ekki og hefur ekki lagalegt umboð til þess að gerast eftirlitsaðili varðandi peningaþvætti. En svo kemur auðvitað í ljós, eins og við vitum núna, að vörnum varðandi peningaþvætti var ábótavant. Þetta varð töluvert mikið mál á síðustu árunum í minni seðlabankastjóratíð. Seðlabankinn var að þrýsta á um það að þetta yrði lagað. Að hluta til út af alþjóðlegum þrýstingi, þetta var rætt töluvert mikið á seðlabankastjórafundum, til dæmis á norrænum seðlabankastjórafundum sem ég var á, og líka út af því að það sem hafði komið upp í Eistlandi varðandi danskan banka; Bandaríkin önduðu ofan í hálsmálið á Norðurlöndunum, þar með talið Íslandi. Og það kemur svo í ljós að þetta var ekki nægilega gott.“

Seðlabankinn hafi sett töluvert púður í að finna leiðir til að þétta peningaþvættisvarnirnar og lögfræðingur þaðan hafði að lokum farið tímabundið yfir í dómsmálaráðuneytið til að hjálpa til við að tjasla upp á löggjöfina og framkvæmdina um það og eftirlitið með því.

Áskrifendur Vísbendingar geta lesið viðtalið við Má í heild sinni í 40 ára afmælisritinu, eða á glænýrri heimasíðu ritsins, visbending.is.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár