Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Það tókst að sannfæra þá aðila sem máli skipti“

Már Guð­munds­son seg­ir að­drag­and­ann að því hvernig sam­ið var við slita­bú föllnu bank­anna um að gera stöð­ug­leika­samn­ing­anna sé enn að miklu leyti óþekkt­ur al­menn­ingi. Allskyns hlut­ir hafi ver­ið að leka í blöð­in sem sköp­uðu óánægju. Á end­an­um hafi tek­ist að sann­færa Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son, þá­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra, um að styðja þá leið sem far­in var.

„Það tókst að sannfæra þá aðila sem máli skipti“
Átök Hart var tekist á um þau skref sem þurfti að stíga til að losa fjármagnshöft. Mynd: Hari

Það var hart tekist á á þeim árum sem Már Guðmundsson var seðlabankastjóri, bæði opinberlega en lika fyrir luktum dyrum, um hvernig ætti að stíga skref í átt að losun hafta. Þar voru sérstaklega fyrirferðamikil mál sem snertu uppgjör við slitabú föllnu bankanna. Um ári eftir að Már hætti kom út bókin „Afnám hafta – Samningar aldarinnar?“ eftir Sigurð Má Jónsson, fyrrverandi upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar. Þar var hlutur Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og helstu samstarfsmanna hans í ferlinu talaður mikið upp.

Í kjölfar útgáfu hennar átti sér stað ritdeila í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins sáluga um efnahagsmál og viðskipti, þar sem Már skrifaðist á við ýmsa sem vildu eigna sér heiðurinn af þeirri niðurstöðu sem varð í samningunum við kröfuhafa föllnu bankanna, en draga úr þætti Seðlabankans. Þetta var í eitt af sárafáum skiptum sem Már hefur tjáð sig á opinberum vettvangi síðan hann hætti sem seðlabankastjóri.

Már segir í viðtali við 40 ára afmælisrit Vísbendingar að hann ætli sér að síðar meir að skrifa um þessi mál. „Eitt af því sem kom opinberlega fram undir lok míns tímabils var að bankaráð Seðlabanka Íslands hafði áhuga á því eftir að það var búið að losa höft að það yrði tekin saman skýrsla um framkvæmdina. Ég var sammála því. Á þessu tímabili sem verið var að taka ákvarðanir um þessi skref var starfandi stýrinefnd um losun hafta, sem fjármála- og efnahagsráðherra stýrði, og ég ásamt öðru af mínu fólki og fólki úr ráðuneytum sátum í. Það var á þessum stað sem ákvarðanir um endanlegar tillögur, sem fóru svo sumar yfir á ríkisstjórnarborðið, voru teknar formlega. Ég er þeirrar skoðunar að það þurfi að fara yfir allt efni þessarar nefndar og birta allt sem hægt er að birta. Þá held ég nú að það verði að stroka yfir sumt sem sagt hefur verið. Það myndi líka styðja mínar frásagnir af þessu.

Þetta er auðvitað mjög margþætt saga. Sumt var opinbert, til dæmis það hvernig var tekið á aflandskrónunum og það ferli allt saman. En stefnumótunin, aðdragandinn að því sem var gert 2015 varðandi slitabúin, hann er miklu minna þekktur. Það voru að vísu á þessu tímabili að leka allskonar hlutir út í blöðin. Og ég man að við Bjarni vorum báðir mjög óánægðir með það. Eftir á að hyggja voru kannski einhverjir í ferlinu að tala fyrir ákveðinni leið sem þeir vildu fara. Sem að lokum var ekkert farin.“

Þurfti að hlutleysa greiðslujöfnuð

Hann segir að fréttir hafi birst í fjölmiðlum um að staðan gagnvart kröfuhöfunum yrði leyst með því að allar eignir slitabúanna yrðu teknar inn í landið og síðar yrði lagður á allsherjar útgönguskattur á þær. „Ég veit nú ekki hvenær höftin hefðu losnað ef þetta hefði verið gert Það hefði væntanlega verið einhver áratugur eða meira sem hefði liðið með miklum lagaflækjum. Og þetta var ekki sú leið sem var farin. Ég var alla tíð mjög skeptískur á þessa leið.“

Honum hafi þótt mikilvægt að leysa úr stöðunni gagnvart slitabúunum og þeim aflandskrónum sem voru fastar innan íslensku haftanna, samtals mörg hundruð milljarðar króna, áður en opnað yrði fyrir að hleypa innlendum aðilum út úr höftunum, sem var á endanum ekki gert fyrr en vorið 2017. Annars hefði skapast hætta á að innlendu aðilarnir myndu reyna að flýta sér út áður en hinir fóru. „Það yrði kapphlaup út um dyrnar og þá myndi myndast óstöðugleiki aftur. Það var auðvitað svolítið útstreymi en það var ekkert sem ógnaði fjármálastöðugleika. Þess vegna taldi ég alla tíð að það sem þyrfti að gera varðandi slitabúin væri að hlutleysa greiðslujöfnuð. Það yrði að gerast með því að innlendar eignir yrðu annað hvort eftir eða það væri komið með eitthvað annað mótvægi af hálfu þessara aðila, varðandi slíkt útstreymi. Og það var í rauninni það sem var gert.“ 

Segir Sigmund Davíð hafa bætt við stöðugleikaskattinum

Már segir að frá haustmánuðum ársins 2014 og þangað til að stöðugleikasamkomulag náðist við kröfuhafa föllnu bankanna, um að þeir létu innlendar eignir upp á mörg hundruð milljarða króna renna til ríkissjóðs árið eftir, hafi mikil vinna átt sér stað í Seðlabankanum til að undirbúa málið. Hann minnir á að þegar svokallað sólarlagsákvæði, sem í fólst að höft á slitabú föllnu bank­anna höfðu fyrirfram ákveð­inn líf­tíma út árið 2013, var afnumið og eignir þeirra þar með festar inni í eins langan tíma og Ísland taldi nauðsynlegt, þá hafi íslenska ríkið verið komið með öll tök á stöðunni. „Við bjuggum til ítarlega greinargerð um þessa lausn. Á borðinu hafði líka verið útgönguskattur, sem hefði þá einnig náð til erlendra eigna slitabúanna, aflandskróna og innlendra aðila. Það tókst að sannfæra þá aðila sem máli skipti um að fara ekki þá leið heldur þá sem farin var. Sigmundur Davíð, sem þá var forsætisráðherra, sá held ég eftir að búið var að fara yfir málið að útgönguskattsleiðin gæti tekið langan tíma og verið áhættusöm. Hann studdi því leiðina en bætti við stöðugleikaskattinum. Löggjöfin um stöðugleikaskattinn skapaði svo rammann utan um framkvæmdina á greiðslujafnaðarhlutleysi losunar hafta á slitabúin.“ 

Samningar kynntirStjórnvöld náðu samkomulagi við kröfuhafa föllnu bankanna árið 2015. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var þá forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.

Áætlun Íslendinga í þeirri stöðu sem landið var komið í hafi verið einhverjar best undirbúnu ákvarðanir í Íslandssögunni og heppnast mjög vel. Það sé verið að kenna íslenska sýnidæmið í viðskiptaháskólum víða um heim. „Sumir segja að þetta hafi tekið allt of langan tíma og niðurstaðan hafi verið komin þarna fyrr. Ég er ekki sammála því, vegna þess að þetta var aðgerð af því tagi að hún þurfti að vera tekin í sem mestri samstöðu, með aðkomu stjórnmálamanna. Það þurfti lagasetningu á Alþingi. Ég er mjög stoltur af því að varðandi allar þessar lagabreytingar, fyrst varðandi slitabúin og síðan varðandi aflandskrónurnar, að þær voru samþykktar í þinginu nánast með atkvæðum allra. Það styrkti stöðuna út á við. Það þurfti líka að skapa trú á því hjá þjóðinni að það væri ekki verið að gera eitthvað sem væri of áhættusamt. Það gekk eftir.“

Áskrifendur Vísbendingar geta lesið viðtalið við Má í heild sinni í 40 ára afmælisritinu, eða á glænýrri heimasíðu ritsins, visbending.is.

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Hlynur Jörundsson skrifaði
    Sem sagt Sigmundur reddaði seðlö ur fræðilegu holunni sem þeir grófu sér. Kröfuhafar leystir út með óvæntum gjöfum og Mar þakkar sér og seðlo að þeir sögðu já við manna frá himnum. Raunveruleikinn er svo fjandann leiðindi svo menn fara bara i syndarverleikann sinn,,,,,og almenningur fær reikninginn og ekki minnast á aflandseyjaþvottinn.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ekki lengur hægt að gera atlögu að Bjarna fyrir kosningar
4
GreiningStjórnarslit 2024

Ekki leng­ur hægt að gera at­lögu að Bjarna fyr­ir kosn­ing­ar

Síð­an Bjarni Bene­dikts­son tók við for­mennsku í Sjálf­stæð­is­flokkn­um hef­ur því ít­rek­að ver­ið velt upp hvort tími hans sé lið­inn. Enn sem kom­ið er hef­ur sand­ur­inn í hans póli­tíska stund­arglasi ekki runn­ið út. Hann virð­ist ná að snúa því aft­ur og aft­ur rétt áð­ur en síð­ustu sand­korn­in detta. Með því að slíta stjórn­ar­sam­starf­inu styrkti Bjarni stöðu sína og kom í veg fyr­ir inn­an­búð­arat­lögu gegn sér fyr­ir kosn­ing­ar, seg­ir stjórn­mála­fræð­ing­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Hagkaup hættir með Sodastream vegna mótmælaaðgerða
5
Fréttir

Hag­kaup hætt­ir með Sod­a­stream vegna mót­mæla­að­gerða

Að­gerða­sinn­ar sem hvetja til snið­göngu á vör­um frá Ísra­el hafa sett límmiða á Sod­a­stream-vör­ur í Hag­kaup­um og þannig vald­ið skemmd­um á um­búð­un­um. Sig­urð­ur Reyn­alds­son, fram­kvæmda­stjóri Hag­kaups seg­ir um­boðs­að­ila Sod­a­stream á Ís­landi hafa end­urkall­að vör­urn­ar vegna þessa. „Ég er mað­ur frið­ar,“ seg­ir fram­kvæmda­stjór­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
5
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
6
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár