Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Þingvetur sem fer trauðla í sögubækurnar

Inn­an við helm­ing­ur boð­aðra frum­varpa rík­is­stjórn­ar­inn­ar urðu að lög­um fyr­ir þing­frest­un. Stór mál sem ráð­herr­ar hugð­ust koma í gegn á Al­þingi dög­uðu uppi. Tveir ráð­herr­ar náðu að­eins einu máli fram hvor.

Þingvetur sem fer trauðla í sögubækurnar
Í hægagangi Fátt var um stórtíðindi á liðnum þingvetri. Mynd: Bára Huld Beck

Fundum Alþingis var frestað 9. júní síðastliðinn og þingmenn héldu í sumarfrí sem standa á í 94 daga, 19 dögum lengur en sumarfrí grunnskólanema, til samanburðar. Flestum ber saman um að þingveturinn hafi verið tíðindasnauður, fá stór mál hafi náð fram að ganga. Átök hafi helst staðið um útlendingafrumvarpið og svo innan ríkisstjórnarinnar sjálfrar. Sem hafi meðal annars valdið því að fjöldi mála stjórnarflokkanna hafi ekki komið fram eða ekki náð fram að ganga.

82
frumvörp urðu að lögum

Í haust sem leið lagði ríkisstjórnin fram þingmálaskrá sína, svo sem skylt er að gera við upphaf þings. Þingmálaskrá tók breytingum eftir því sem á veturinn leið og samkvæmt uppfærðri skrá í byrjun árs voru 169 lagafrumvörp á þingmálaskránni auk 34 þingsályktunartillagna. Að endingu urðu 82 frumvörp að lögum, öll úr ranni ríkisstjórnarinnar utan þingmannafrumvarps Hönnu Katrínar Friðriksson um bann við bælingarmeðferðum.

Ekki hefði þurft að koma á óvart að um …

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár