Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Boris Johnson villti um fyrir þingmönnum af ásettu ráði

Sér­stök rann­sókn­ar­nefnd um Partyga­te-hneyksl­ið hef­ur kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að Bor­is John­son blekkti breska þing­ið vís­vit­andi þeg­ar hann sótti sam­kvæmi á veg­um for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins á með­an strang­ar sótt­varn­a­regl­ur vegna COVID-19 voru í gildi. John­son hef­ur sagt af sér þing­mennsku.

Boris Johnson villti um fyrir þingmönnum af ásettu ráði
Boris Johnson Fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands viðurkennir að yfirlýsingar hans um veisluhöld á tímum strangra sóttvarnareglna hafi verið villandi en þvertekur fyrir að hafa gert það vísvitandi. Niðurstaða rannsóknarnefndar er því ósammála. Mynd: AFP

Boris Johnson, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, villti um fyrir þingmönnum breska þingsins af ásettu ráði í umræðum um veisluhöld í Downingstræti á tímum heimsfaraldurs. Þetta er niðurstaða sérstakrar rannsóknarnefndar breska þingsins sem skilaði skýrslu sinni í morgun og er innihald hennar mun alvarlegra en ráð var gert fyrir. 40 vikur eru síðan Johnson var forsætisráðherra. 

Rannsóknarnefndin var skipuð í apríl í fyrra. Hlutverk hennar var að rannsaka hvort Johnson hafi vís­vit­andi afvega­leitt þing­menn í umræðum um sam­kvæmi sem haldin voru á vegum for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins á tímum strangra sótt­varna­regla vegna heims­far­ald­urs kór­ónu­veiru. Niðurstaða nefndarinnar er að svo hafi verið og að Johnson hafi gert „ítrekaðar tilraunir“ til að afvegaleiða þingið og reynt að grafa undan lýðræðislegum aðferðum þingsins og nefndinni eftir að rannsókn hennar hófst. 

Baðst afsökunar en sá ekki tilefni til afsagnar 

Allt tengist þetta Partygate-hneykslinu svokallaða. Málið komst í hámæli í janúar í fyrra þegar Johnson viðurkenndi að hafa verið við­staddur þrjú sam­kvæmi á vegum for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins, ýmist þegar útgöngu­bann eða strangar sótt­varna­reglur voru í gildi vegna útbreiðslu COVID-19 voru í gildi. Hann baðst ítrekað afsök­unar en taldi sig ekki þurfa að segja af sér emb­ætti. 

Johnson fékk skýrslu rannsóknarnefndarinnar afhenta á föstudaginn og sagði af sér þingmennsku í kjölfarið. Í skýrslunni er farið fram á 90 daga brottrekstur Johnson sem samkvæmt greiningu breska ríkisútvarpsins hefði nægt til að kjósa að nýju um þingsæti hans. 

Sjálfur hefur Johnson farið ófögrum orðum um nefndina og niðurstöðu hennar. Segir hann að um sýndarréttarhöld hafi verið að ræða og segir hann það hafa verið ætlun nefndarinnar frá upphafi að bola honum út. 

Nefndarmenn brugðust við orðum Johnson og segja að um sé að ræða árás á nefndina. „Þessi árás á nefnd sem sinnir lýðræðislegum skyldum er árás á lýðræðislegar stofnanir landsins.“ 

Mótmæli40 vikur eru síðan Johnson var forsætisráðherra en hann hefur setið á þingi en sagði af sér þingmennsku á föstudag þegar hann fékk skýrslu rannsóknarnefndarinnar afhenta.

Rannsóknarnefnd, lögreglurannsókn og sérstakur saksóknari

Umfangsmikil rannsókn hefur farið fram á Partygate. Sérstakur saksóknari, Sue Gray, var skipuð í janúar í fyrra og var hún með 16 samkvæmi til rannsóknar. Hennar hlutverk fólst í að meta eðli og til­­­gang veislu­hald­anna ásamt því að taka saman hverjir voru við­stadd­­ir. Um innri rann­­sókn var að ræða frekar en sjálf­­stæða rann­­sókn og var hún fyr­ir­­skipuð af John­­son sjálf­­um. Kraf­ist var hlut­­leysi af hálfu Gray og skilaði hún nið­­ur­­stöðum sínum til for­­sæt­is­ráð­herra í maí í fyrra. Í henni kom fram að ekki hefði átt að leyfa margar af þeim sam­komum sem haldnar voru í Down­ingstræti 10 og á vegum breskra stjórn­valda á tímum strangra sótt­varna­reglna og illa var komið fram við starfs­fólk sem gerði athuga­semdir við partýstand­ið. Stjórn­mála­leið­togar og hátt­settir emb­ætt­is­menn verða að axla ábyrgð, var niðurstaða Gray. 

Lögreglurannsókn fór fram samhliða rannsókn Gray og lauk henni síðasta vor. Tólf sam­kvæmi voru til rann­sóknar og alls gaf lög­regla út 126 sektir vegna brota á sótt­varna­regl­um. Sekt­irnar ná ti 83 manns og því eru dæmi um að ein­stak­lingar hafi fengið fleiri en eina sekt. John­son fékk þó aðeins eina sekt, fyrir að vera við­staddur eigin afmæl­is­veislu 19. júní 2020, í Down­ingstræti.

Sérstök umræða um skýrslu rannsóknarnefndarinnar fer fram á breska þinginu á mánudag. 

Tímalína

Partygate

Bresk stjórnvöld stóðu fyrir ýmsum veisluhöldum á tímum samkomutakmarkana vegna heimsfaraldurs COVID-19:

10. maí 2020:

Boris John­son kynnir fyrstu skref aflétt­inga eftir útgöngu­bann sem hafði verið í gildi frá því í mars. Hann ráð­lagði almenn­ingi hins vegar að fara áfram eftir reglum um fjar­lægð­ar­tak­mark­anir og til að fram­fylgja þeim reglum var komið á sektum „fyrir þann smáa minni­hluta sem brýtur þær“. Sam­kvæmt gild­andi reglum mátti aðeins fara út fyrir húss­ins dyr af brýnni nauð­syn og aðeins mátti hitta eina mann­eskju utandyra.

15. maí 2020:

Mynd sem tekin var fyrr í mán­uð­inum sýnir for­sæt­is­ráð­herr­ann og starfs­fólk hans gæða sér á víni og ostum í garði Down­ingstræt­is. Aðspurður sagði John­son að þarna hafi verið á ferð­inni fólk á vinnu­tíma að tala um vinnu­tengd mál.

20. maí 2020:

Um 100 manns var boðið í garð­veislu í Down­ingstrætií boði for­sæt­is­ráð­herra og einka­rit­ara hans, Martin Reynolds. Um 30 manns mættu, þar á meðal Boris John­son, sem hefur við­ur­kennt að hafa verið við­staddur í um 25 mín­útur og að hann hafi talið að „um vinnu­tengdan við­burð“ hafi verið að ræða.

5. nóvember 2020:

COVID-19 smitum fer fjölg­andi og John­son biður fólk „enn á ný að halda sig heima“. Útgöngu­bann tekur aftur gildi.

13. nóvember 2020:

BBC hefur eftir heim­ilda­mönnum að starfs­fólk Down­ingstrætis hafi komið saman ásamt Carrie John­son í íbúð hjón­anna. Tals­maður John­son þver­tekur fyrir að sam­koman hafi átt sér stað.

27. nóvember 2020:

Kveðju­hóf í til­efni af starfs­lokum Cleo Watson, starfs­manni Down­ingstræt­is. Áfengi var haft um hönd og John­son hélt ræðu að sögn heim­ilda­manna.

10. desember 2020:

Mennta­mála­ráðu­neytið við­ur­kenndi að hafa haldið gleð­skap til að þakka starfs­fólki fyrir verð­ugt fram­lag í heims­far­aldr­in­um. Drykkir og léttar veit­ingar voru í boði en engir gestir aðrir en starfs­fólk ráðu­neyt­is­ins voru leyfð­ir. Útgöngu­banni var aflétt 2. des­em­ber en fleiri en tveir máttu ekki koma sam­an.

14. desember 2020:

Íhalds­flokk­ur­inn við­ur­kennir að hafa haldið „óheim­ila sam­komu“ á skrif­stofu flokks­ins í West­min­st­er.

15. desember 2020:

Sunday Mir­ror birtir mynd frá „jóla­­spurn­inga­keppni“ sem haldin var fyrir starfs­fólk Down­ingstræt­is. Þegar John­­son var spurður út í við­burð­inn um ári seinna sagð­ist hann ekki hafa brotið neinar reglur en að atvikið væri til skoð­un­ar.

17. desember 2020:

Annað kveðju­hóf, nú til að kveðja yfir­mann Covid-að­gerða.

16. apríl 2021:

Enn og aftur er um kveðju­hóf starfs­manna Down­ingstrætis að ræða. Í þetta sinn tvö tals­ins og er umrætt kvöld kvöldið fyrir útför Fil­ippusar drottn­ing­ar­manns. Sam­­kvæmt regl­unum var óheim­ilt að umgang­­ast annað fólk inn­­an­dyra að und­an­­skildum þeim sem búa á sama heim­ili. Leyf­i­­legt var að koma saman utandyra í sex manna hóp­­um.

20. desember 2021:

John­­son þver­­tekur fyrir veislu­höld í Down­ing­stræti 15. maí 2020, þegar útgöng­u­­bann var í gildi. „Ég á heima hér og ég starfa hér. Þetta voru fundir á vinn­u­­tíma sem fjöll­uðu um vinn­una.“

12. janúar 2022:

Boris Johnson biðst afsök­unar á að hafa verið við­staddur um þrjá­tíu manna veislu í Down­ing­stræti 10, 20 maí 2020, þegar útgöng­u­­bann vegna útbreiðslu COVID-19 var í gildi. Veislu­höldin fóru fram í garði Down­ing­stræti og var hund­rað boðs­gestum meðal ann­ars bent á að „hafa eigið áfengi með­ferðis til að njóta góða veð­urs­ins eins best væri á kos­ið“. Um 30 manns þekkt­ust boð­ið, þar á meðal John­son sjálfur og Carrie John­son, eig­in­kona hans.

12. apríl 2022:

Breska lögreglan sektaði Boris Johnson, þáverandi forsætisráðherra og Rishi Sunak, þáverandi fjármálaráðherra, vegna samkvæma sem bresk yfirvöld stóðu fyrir á meðan strangar sóttvarnareglur voru í gildi vegna heimsfaraldursins. Ekki var gefið út hversu háar sektirnar voru.

25. maí 2022:

Lokaskýrsla Sue Gray, sérstaks saksóknara, var birt, fjórum mánuðum eftir að forsætisráðherra baðst fyrst afsökunar. Niðurstöður Gray voru m.a. að ekki hefði átt að leyfa margar af þeim sam­komum sem haldnar voru í Down­ingstræti 10 og á vegum breskra stjórn­valda á tímum strangra sótt­varna­reglna og illa var komið fram við starfs­fólk sem gerði athuga­semdir við partýstand­ið. Stjórn­mála­leið­togar og hátt­settir emb­ætt­is­menn verða að axla ábyrgð.

7. júlí 2022:

Boris John­son, for­sæt­is­ráð­herra Bret­lands, sagði af sér sem leið­togi Íhalds­flokks­ins en sat áfram sem forsætisráðherra.

5. september 2022:

Liz Truss sigraði í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins og tók við nokkrum dögum seinna sem forsætisráðherra. Hún sat hins vegar stutt á stóli forsætisráðherra og sagði af sér embætti 20. október.

15. júní 2023:

Sérstök rannsóknarnefnd breska þingsins skilar skýrslu og kemst að þeirri niðurstöðu að Boris Johnson hafi vísvitandi blekkt breska þingið þeg­ar hann sótti sam­kvæmi á veg­um for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins á með­an strang­ar sótt­varn­a­regl­ur vegna COVID-19 voru í gildi.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Armando Garcia
5
Aðsent

Armando Garcia

Sjón­arspil úti­lok­un­ar: Al­ræð­is­leg til­hneig­ing og grótesk­an

„Við hvað er­uð þið svona hrædd?“ spyr Arm­ando Garcia, fræði­mað­ur við Há­skóla Ís­lands, þau sem tóku þátt í pall­borði á mál­þing­inu Áskor­an­ir fyr­ir Ís­land og önn­ur smáríki í mál­efn­um flótta­fólks. Hann seg­ir sam­kom­una hafa ver­ið æf­ingu í val­kvæðri fá­fræði og til­raun til að end­ur­skapa hvíta yf­ir­burði sem um­hyggju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
2
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
5
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
6
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár