Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Flóttafólk fær viðbótarstyrk frá íslenska ríkinu fyrir að fara úr landi

Fylgd­ar­laus börn á flótta geta nú feng­ið rúm­lega 400 þús­und krón­ur fyr­ir að yf­ir­gefa land­ið áð­ur en frest­ur til heim­far­ar er lið­inn. Flótta­fólk get­ur líka feng­ið ferða­styrk og endurað­lög­un­ar­styrk fyr­ir að fara ann­að auk þess sem ís­lenska rík­ið er til­bú­ið að greiða fyr­ir þau flug­mið­ann.

Flóttafólk fær viðbótarstyrk frá íslenska ríkinu fyrir að fara úr landi
Á útleið Búist er við því að Jón Gunnarsson verði dómsmálaráðherra fram á næstkomandi mánudag. Þá taki Guðrún Hafsteinsdóttir við. Mynd: Stundin / Davíð Þór

Jón Gunnarsson, sem mun að öllum líkindum víkja úr embætti dómsmálaráðherra eftir helgi, hefur skrifað undir tvær reglugerðir sem snúa að flóttafólki. Önnur  felur í sér að flóttafólki er greitt reiðufé ef það fer sjálfviljugt úr landi eftir að hafa fengið synjun á umsókn um alþjóðlega vernd. Hin felur í sér að umsækjandi um vernd hérlendis mun ekki teljast hafa myndað sérstök tengsl við Ísland eftir framlagningu umsóknar hans. Umsækjandi mun ekki teljast hafa sérstök tengsl við landið nema aðstandandi hans sé búsettur hér í lögmætri dvöl. Jón skrifaði undir reglugerðirnar 5. júní en tilkynning um að þær hafi verið sendar til birtingar í Stjórnartíðindum birtist á vef stjórnarráðsins í dag.

Í tilkynningunni segir enn fremur að fleiri reglugerðir séu í bígerð í ráðuneytinu sem ætlað sé „að styrkja enn frekar framkvæmd stjórnvalda í málaflokknum“. Þar sé meðal annars um að ræða reglugerðarbreytingar sem eigi sér stoð í þeim umdeildu breytingum sem gerðar voru á útlendingalögunum í mars á þessu ári. Búist er við því að Jón muni láta af störfum sem dómsmálaráðherra á ríkisráðsfundi á mánudag og að Guðrún Hafsteinsdóttir taki við. 

Fylgdarlaus börn fá 404 þúsund fyrir að fara annað

Samkvæmt fyrri reglugerðinni munu fylgdarlaus börn fá allt að 2.700 evrur, tæplega 404 þúsund krónur á núvirði, til að fara aftur til heimaríkis síns til viðbótar við það að íslenska ríkið greiðir fyrir það flugfargjöld til heima- eða viðtökuríki.

Styrkurinn skiptist í ferðastyrk upp á 200 evrur, um 30 þúsund krónur, og svokallaðan enduraðlögunarstyrk upp á 2.000 evrur, 299 þúsund krónur. Ef fylgdarlaust barn sækir um styrk áður en frestur til heimfarar er liðinn þá er í boði viðbótarstyrkur upp á 500 evrur, um 75 þúsund krónur. 

Ferðastyrkurinn er reiðufé sem viðkomandi fylgdarlaust barn fær til að kaupa nauðsynjar meðan á ferðalagi þess til heima- eða viðtökuríkis stendur. Enduraðlögunarstyrkurinn og viðbótarstyrkurinn á svo að stuðla að því að „árangursríkir enduraðlögun viðkomandi í heimaríki og styðja hann að koma þar undir sig fótunum á nýjan leik. Styrkurinn er almennt greiddur út í heimaríki og getur t.d. nýst í húsaleigu, nám, atvinnu eða önnur verkefni í samstarfi við alþjóðastofnun.“

Kjósi fylgdarlaust barn að ráðstafa styrknum í annað en ofangreind „enduraðlögunarverkefni“ þá getur hann fengið helming styrksins greiddan í reiðufé. Undantekningartilvik eru hins vegar tilgreind þar sem greiða má enduraðlögunarstyrkinn að öllu leyti í reiðufé vegna sérstakra aðstæðna í heimaríki. Dæmi um slíkar sérstakar aðstæður eru ríki þar sem óðaverðbólga er til staðar eða þar sem samstarfsaðilar íslenskra stjórnvalda eru ekki með starfsemi.

Fá aðstoðina einungis einu sinni

Heimildin greindi frá því þegar reglugerðirnar voru birtar í samráðsgátt stjórnvalda. í lok apríl. Undirrituð reglugerð um fjárhagsaðstoð við sjálfviljuga brottför er að uppistöðu sú sama og birtist þá. Samkvæmt henni munu fullorðið flóttafólk fá allt að 4.200 evrur, um 630 þúsund krónur, í styrk kjósi þeir að fara til heimaríkis sjálfviljugir eftir synjun á umsókn um vernd til viðbótar við greiðslu flugfargjalda. Þar munar mestu um að enduraðlögunarstyrkur fullorðinna getur orðið allt að 3.000 evrur, um 449 þúsund krónur, og fullorðið flóttafólk frá ríkjum sem flokkast á ákveðinn hátt geta fengið allt að 1.000 evrur, um 150 þúsund krónur, í viðbótarstyrk fari það áður en frestur til heimfarar er liðinn. Barn sem er í fylgd fullorðins á líka rétt á styrk, en í besta falli upp á alls 2.100 evrur, 314 þúsund krónur, til að fara aftur til heima- eða viðtökuríkis.

Hver og einn útlendingur á einungis rétt á fjárhagsaðstoð við sjálfviljuga heimför einu sinni. 

Fjárhæð enduraðlögunarstyrkja fer eftir því hvort ríki séu flokkuð sem A eða B ríki og í reglugerðinni segir að Útlendingastofnun eigi að halda utan um lista þar sem ríki séu flokkuð, uppfæra hann eftir því sem þörf er á og birta á vef stofnunarinnar. 

Fjárhagslegur hvati til að fara

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem reglugerð er sett sem heimilar íslenskum stjórnvöldum að borga flóttafólki fyrir að draga umsóknir sínar um vernd til baka. Sigríður Á. Andersen, samflokkskona Jóns og þáverandi dómsmálaráðherra, lagði, mótaði og skrifaði undir slíka reglugerð árið 2018. Hún hefur svo nokkrum sinnum verið uppfærð. Sú kallaðist „reglugerð um enduraðlögunarstyrk og ferðastyrk til umsækjanda um alþjóðlega vernd“. Nýja reglugerðin hans Jóns, sem kallast „reglugerð um fjárhagsaðstoð við sjálfviljuga heimför“, felliir þá fyrri úr gildi. 

Stóri munurinn á reglugerðunum tveimur er heimildin til að veita útlendingi viðbótarstyrk upp á 500 til 1.000 evrur fyrir að fara annað áður en frestur hans til heimferðar er liðinn. Auk þess felur reglugerð Jóns í sér að allir útlendingar sem staddir eru á Íslandi þegar reglugerðin tekur gildi geti fengið viðbótarstyrkinn óski þeir eftir því innan 60 daga. 

Tilgangur reglugerðarinnar er sá að skapa fjárhagslegan hvata fyrir flóttafólk sem dvelur ólöglega á Íslandi að koma sér sjálft til annars lands. Með því muni þeim tilvikum þar sem lögregla þarf að handtaka flóttafólk og flytja það nauðugt um borð í leigðar flugvélar fækka, að mati dómsmálaráðuneytisins. Í texta reglugerðarinnar segir að gert sé ráð fyrir að aukinni sjálfviljugri heimför. „Í undantekningartilvikum er þó heimilt að greiða enduraðlögunarstyrk að fullu í formi reiðufjár þegar sérstakar aðstæður eru til staðar í heimaríki, t.d. þegar þar ríkir óðaverðbólga eða samstarfsaðilar íslenskra stjórnvalda eru ekki með starfsemi í ríkinu.“

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
2
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.
Ekki lengur hægt að gera atlögu að Bjarna fyrir kosningar
4
GreiningStjórnarslit 2024

Ekki leng­ur hægt að gera at­lögu að Bjarna fyr­ir kosn­ing­ar

Síð­an Bjarni Bene­dikts­son tók við for­mennsku í Sjálf­stæð­is­flokkn­um hef­ur því ít­rek­að ver­ið velt upp hvort tími hans sé lið­inn. Enn sem kom­ið er hef­ur sand­ur­inn í hans póli­tíska stund­arglasi ekki runn­ið út. Hann virð­ist ná að snúa því aft­ur og aft­ur rétt áð­ur en síð­ustu sand­korn­in detta. Með því að slíta stjórn­ar­sam­starf­inu styrkti Bjarni stöðu sína og kom í veg fyr­ir inn­an­búð­arat­lögu gegn sér fyr­ir kosn­ing­ar, seg­ir stjórn­mála­fræð­ing­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
5
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.
Hagkaup hættir með Sodastream vegna mótmælaaðgerða
6
Fréttir

Hag­kaup hætt­ir með Sod­a­stream vegna mót­mæla­að­gerða

Að­gerða­sinn­ar sem hvetja til snið­göngu á vör­um frá Ísra­el hafa sett límmiða á Sod­a­stream-vör­ur í Hag­kaup­um og þannig vald­ið skemmd­um á um­búð­un­um. Sig­urð­ur Reyn­alds­son, fram­kvæmda­stjóri Hag­kaups seg­ir um­boðs­að­ila Sod­a­stream á Ís­landi hafa end­urkall­að vör­urn­ar vegna þessa. „Ég er mað­ur frið­ar,“ seg­ir fram­kvæmda­stjór­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
5
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár