Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Ærandi þögn í kjölfar ADHD-greiningar

Veru­leg­ur skort­ur á geð­lækn­um hef­ur orð­ið til þess að sumt fólk sem sál­fræð­ing­ar hafa met­ið með ADHD lend­ir í eins kon­ar limbói eft­ir sál­fræði­hlut­ann. Sím­töl­um þeirra til geð­lækna er sjald­an svar­að og á hóp­ur­inn því erfitt með að kom­ast í lyfja­með­ferð.

Ærandi þögn í kjölfar ADHD-greiningar
ADHD Á sama tíma og Guðni Rúnar var að leita sér að geðlækni án neins sjáanlegs árangurs eignaðist hann sitt fyrsta barn. Ofan í ómeðhöndlað ADHD var hann því eins og margir aðrir nýbakaðir foreldrar ósofinn, kokteill sem gerði honum ekki gott. Mynd: Heiða Helgadóttir

Ærandi þögn tók við Guðna Rúnari Jónassyni þegar hann reyndi að komast að í meðferð hjá geðlækni í kjölfar þess að sálfræðingur greindi honum frá því að hann væri með ADHD. Tölvupóstum sem hann sendi á geðlæknastofur var ekki svarað og ekkert kom út úr símtölunum sem hann hringdi.

ADHD-teymi Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins gat ekki tekið við honum þar sem greinargerðin sem hann hafði fengið frá sálfræðingi stóðst ekki klínísk viðmið.

Eftir um tveggja ára leit brá hann á það ráð að ræða við manneskju sem hafði verið hjá geðlækni á einkarekinni stofu. Hún hafði þá samband við lækninn sinn og kom Guðna á biðlista.

Saga Guðna, sem starfar sem verkefnastjóri hjá ADHD-samtökunum, er ekki einsdæmi. Verulegur skortur á geðlæknum hefur orðið til þess að sumt fólk sem sálfræðingar á einkastofum hafa metið með ADHD lendir gjarnan í eins konar limbói eftir sálfræðihlutann. Lyf eru langalgengasta meðferðin sem veitt er við …

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Björn Ingi Þorgrímsson skrifaði
    Þetta er vondur tími frá greiningu til geðlæknis, er hálfnaður í bið og þetta er ekki betra fyrir 60+. Gott að kynna sér málefni ADHD og reyna að nota sem vegvísa einsog Elvar bendir á en eftir þennann lestur þá bætist við kvíði, er greining frá mínum sálfræðingi í lagi?
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Við munum þurrka þá út“
6
ErlentÁrásir á Gaza

„Við mun­um þurrka þá út“

Þrátt fyr­ir aukna and­stöðu við stríð­ið hafa al­menn­ir borg­ar­ar í Ísra­el litla sam­úð með Palestínu­mönn­um á Gaza. Þar hef­ur ísra­elski her­inn hef­ur auk­ið þunga í hern­að­ar­að­gerð­um í vik­unni. Ætl­un­in er að „klára verk­ið og full­komna ósig­ur Ham­as,“ sagði Benjam­in Net­anya­hu. Blaða­menn voru drepn­ir í vik­unni, börn svelta og al­þjóð­leg hjálp­ar­sam­tök senda frá sér sam­eig­in­legt ákall gegn nýrri lög­gjöf.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár