Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Ærandi þögn í kjölfar ADHD-greiningar

Veru­leg­ur skort­ur á geð­lækn­um hef­ur orð­ið til þess að sumt fólk sem sál­fræð­ing­ar hafa met­ið með ADHD lend­ir í eins kon­ar limbói eft­ir sál­fræði­hlut­ann. Sím­töl­um þeirra til geð­lækna er sjald­an svar­að og á hóp­ur­inn því erfitt með að kom­ast í lyfja­með­ferð.

Ærandi þögn í kjölfar ADHD-greiningar
ADHD Á sama tíma og Guðni Rúnar var að leita sér að geðlækni án neins sjáanlegs árangurs eignaðist hann sitt fyrsta barn. Ofan í ómeðhöndlað ADHD var hann því eins og margir aðrir nýbakaðir foreldrar ósofinn, kokteill sem gerði honum ekki gott. Mynd: Heiða Helgadóttir

Ærandi þögn tók við Guðna Rúnari Jónassyni þegar hann reyndi að komast að í meðferð hjá geðlækni í kjölfar þess að sálfræðingur greindi honum frá því að hann væri með ADHD. Tölvupóstum sem hann sendi á geðlæknastofur var ekki svarað og ekkert kom út úr símtölunum sem hann hringdi.

ADHD-teymi Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins gat ekki tekið við honum þar sem greinargerðin sem hann hafði fengið frá sálfræðingi stóðst ekki klínísk viðmið.

Eftir um tveggja ára leit brá hann á það ráð að ræða við manneskju sem hafði verið hjá geðlækni á einkarekinni stofu. Hún hafði þá samband við lækninn sinn og kom Guðna á biðlista.

Saga Guðna, sem starfar sem verkefnastjóri hjá ADHD-samtökunum, er ekki einsdæmi. Verulegur skortur á geðlæknum hefur orðið til þess að sumt fólk sem sálfræðingar á einkastofum hafa metið með ADHD lendir gjarnan í eins konar limbói eftir sálfræðihlutann. Lyf eru langalgengasta meðferðin sem veitt er við …

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Björn Ingi Þorgrímsson skrifaði
    Þetta er vondur tími frá greiningu til geðlæknis, er hálfnaður í bið og þetta er ekki betra fyrir 60+. Gott að kynna sér málefni ADHD og reyna að nota sem vegvísa einsog Elvar bendir á en eftir þennann lestur þá bætist við kvíði, er greining frá mínum sálfræðingi í lagi?
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár