Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Mágkonur munu stýra Samtökum atvinnulífsins í haust

Tvær kon­ur, mág­kon­ur, munu í fyrsta sinn leiða Sam­tök at­vinnu­lífs­ins þeg­ar Sig­ríð­ur Mar­grét Odds­dótt­ir tek­ur við starfi fram­kvæmda­stjóra í haust.

Mágkonur munu stýra Samtökum atvinnulífsins í haust
Mágkonur Sigríður Margrét og Anna Hrefna munu stýra samtökunum í haust. Er þetta í fyrsta sinn sem kona er ráðin framkvæmdastjóri samtakanna.

Ráðning Sigríðar Margrétar Oddsdóttur til Samtaka atvinnulífsins (SA) er söguleg. Ekki bara vegna þess að nú mun kona í fyrsta sinn sitja á stóli framkvæmdastjóra heldur einnig vegna þess að aðstoðarframkvæmdastjóri samtakanna er mágkona Sigríðar. 

Tvær konur, mágkonur, munu leiða samtökin þegar Sigríður Margrét, sem nú er forstjóri Lyfju, tekur við starfi framkvæmdastjóra í haust. 

Anna Hrefna Ingimundardóttir, aðstoðarframkvæmdastjóra samtakanna, er gift bróður Sigríðar Margrétar. Anna Hrefna tók við starfinu í fyrra og er ekki á förum svo vitað sé. Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður samtakanna, segir að mikil ánægja hafi ríkt með störf hennar.

Telur ekki að tengslin verði til vandræða

Átta manna framkvæmdastjórn SA var meðvituð um tengslin við ráðningu Sigríðar, að sögn Eyjólfs. Hann segir að þau hafi ekki verið tekin til sérstakrar skoðunar í ferlinu. 

„Ég get ómögulega komið auga á að slík tengsl verði eitthvað vandamál,“ segir Eyjólfur. „Fyrir mitt leyti velti ég því aldrei fyrir mér og ég veit ekki til þess að nokkur einasti aðili í framkvæmdastjórn hafi gert það þó ég geti ekki svarað fyrir alla.“

Halldór Benjamín Þorbergsson, fráfarandi formaður SA, sagði starfi sínu lausu í marsmánuði. Ráðning Sigríðar Margrétar var tilkynnt í gær. Aðspurður telur Eyjólfur ekki að ferlið hafi verið óeðlilega langt. 

„Fyrst og fremst var þetta vandað ferli sem tók sinn tíma,“ segir hann. „Þetta var sameiginleg niðurstaða framkvæmdastjórnar eftir viðtöl. Það var úr öflugum hópi að velja.“

Kjaraviðræður eru fram undan í haust og hefur Eyjólfur engar áhyggjur af því að nýr framkvæmdastjóri komi inn á sama tíma.

„Hún er afar öflugur einstaklingur og setur sig hratt inn í hlutina. Við megum bara ekki gleyma því að það er gríðarlega öflugur hópur þegar í starfi hjá Samtökum atvinnulífsins. Framkvæmdastjórinn er aldrei einn í þessum hlutum.“

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
6
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár