Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Samningar undirritaðir á áttunda tímanum og verkföllum BSRB aflýst

Um sjö þús­und fé­lag­ar í BS­BR fá sátt­ar­greiðslu upp á 105 þús­und krón­ur, sem kost­ar yf­ir 700 millj­ón­ir króna, til við­bót­ar við 35 þús­und króna mán­að­ar­lega launa­hækk­un og 131 þús­und króna des­em­berupp­bót.

Samningar undirritaðir á áttunda tímanum og verkföllum BSRB aflýst
Formaður Sonja Ýr Þorbergsdóttir segir það hafa verið magnað að upplifa kraftinn, samstöðuna og baráttuþrekið meðal félagsfólks síðustu vikur sem og stuðning samfélagsins. Mynd: Hari

Mánaðarlaun félagsfólks ellefu aðildarfélaga BSRB, alls um 7.000 manns, munu hækka um 35 þúsund krónur og desemberuppbót þeirra verður 131 þúsund krónur eftir að nýr kjarasamningur var undirritaður í morgun.

Launahækkunin gildir frá 1. apríl og sérstök sáttargreiðsla upp á 105 þúsund krónur verður greidd til þeirra sem samningurinn nær til vegna fyrstu þriggja mánaða ársins. Samningurinn gildir til skamms tíma, eða 31. mars á næsta ári. 

Samningurinn, sem er á milli ellefu aðildarfélaga BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga, var undirritaður á áttunda tímanum í morgun eftir samningafund sem stóð í 14 klukkutíma. Verkfallsaðgerðum 2.500 félagsmanna aðildarfélaga BSRB í 30 sveitarfélögum hefur samhliða verið aflýst.

Í tilkynningu frá BSBR er haft eftir Sonju Ýr Þorbergsdóttur, formanni BSRB, að það hafi verið magnað að upplifa kraftinn, samstöðuna og baráttuþrekið meðal félagsfólks síðustu vikur sem og stuðning samfélagsins. Margt jákvætt megi finna í samningnum. „Við getum verið hóflega sátt við þessa niðurstöðu. Lægstu laun hækka verulega auk þess sem við fengum sáttagreiðslu samþykkta og hækkun á tiltekin starfsheiti.“

Ekki gengið að kröfum sem voru ófrávíkjanlegar

Í um fjórar vikur hafa verkföll um 2.500 félagsmanna BSRB sem starfa í leikskólum, íþróttamannvirkjum og víðar í nokkrum sveitarfélögum, raskað lífi almennings. Stéttarfélagið og Samband íslenskra sveitarfélaga höfðu ekki náð saman í deilu um kjör fólksins.

BSRB gerði kröfu um 128.000 króna eingreiðslu fyrir 7.000 félagsmenn sem fengu minna greitt á fyrstu mánuðum ársins en fólk í sömu störfum sem er í Starfsgreinasambandinu. BSRB sagði kröfuna ófrávíkjanlega en Samband íslenskra sveitarfélaga vildi ekki gangast við kröfunni þar sem hún rímaði ekki við kjarasamninginn sem gerður var við BSRB árið 2020. 

Á endanum náðist sátt um þennan lið þar sem greidd var 105 þúsund króna sáttargreiðsla sem kostar sveitarfélögin um 735 milljónir króna. Ef gengið hefði verið að kröfu BSBR hefði kostnaðurinn verið nálægt 900 milljónum króna. 

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Hannes Og Hanna skrifaði
    gott aaa[ b'ui[ a[ semj
    0
  • Ásgeir Överby skrifaði
    "þar sem greidd var 105 þúsund króna sáttargreiðsla.."
    Tveggja daga laun miðlungs bæjarstjóra. En laun þeirra lúta öðrum lögmálum.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
2
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.
Ekki lengur hægt að gera atlögu að Bjarna fyrir kosningar
4
GreiningStjórnarslit 2024

Ekki leng­ur hægt að gera at­lögu að Bjarna fyr­ir kosn­ing­ar

Síð­an Bjarni Bene­dikts­son tók við for­mennsku í Sjálf­stæð­is­flokkn­um hef­ur því ít­rek­að ver­ið velt upp hvort tími hans sé lið­inn. Enn sem kom­ið er hef­ur sand­ur­inn í hans póli­tíska stund­arglasi ekki runn­ið út. Hann virð­ist ná að snúa því aft­ur og aft­ur rétt áð­ur en síð­ustu sand­korn­in detta. Með því að slíta stjórn­ar­sam­starf­inu styrkti Bjarni stöðu sína og kom í veg fyr­ir inn­an­búð­arat­lögu gegn sér fyr­ir kosn­ing­ar, seg­ir stjórn­mála­fræð­ing­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
5
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.
Hagkaup hættir með Sodastream vegna mótmælaaðgerða
6
Fréttir

Hag­kaup hætt­ir með Sod­a­stream vegna mót­mæla­að­gerða

Að­gerða­sinn­ar sem hvetja til snið­göngu á vör­um frá Ísra­el hafa sett límmiða á Sod­a­stream-vör­ur í Hag­kaup­um og þannig vald­ið skemmd­um á um­búð­un­um. Sig­urð­ur Reyn­alds­son, fram­kvæmda­stjóri Hag­kaups seg­ir um­boðs­að­ila Sod­a­stream á Ís­landi hafa end­urkall­að vör­urn­ar vegna þessa. „Ég er mað­ur frið­ar,“ seg­ir fram­kvæmda­stjór­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
6
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár