Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Vextir allra stóru bankanna komnir í tveggja stafa tölu

Ari­on banki hækk­aði óverð­tryggða vexti sína minna en hinir stóru bank­arn­ir tveir, og minna en sem nem­ur síð­ustu stýri­vaxta­hækk­un Seðla­banka Ís­lands. Ís­lands­banki er nú með verstu vext­ina á breyti­leg­um óverð­tryggð­um lán­um.

Vextir allra stóru bankanna komnir í tveggja stafa tölu
Bankastjóri Benedikt Gíslason stýrir Arion banka. Sá banki var síðastur stóru bankanna að hækka vexti eftir síðustu stýrivaxtahækkun Seðlabankans. Mynd: Arion banki

Arion banki greindi frá því seint á fimmtudag að hann hefði hækkað vexti á breytilegum óverðtryggðum íbúðalánum sínum um 1,05 prósentustig. Vextir bankans verða eftir það 10,39 prósent. 

Þetta er minni hækkun en hjá Landsbankanum, sem er að öllu leyti í eigu íslenska ríkisins, og Íslandsbanka, þar sem íslenska ríkið er stærsti eigandinn. Þeir hækkuðu báðir breytilega óverðtryggða vexti sína um 1,25 prósentustig eftir síðustu stýrivaxtahækkun Seðlabanka Íslands, sem var upp á sömu prósentutölu. Stýrivextirnir hafa nú hækkað þrettán sinnum í röð og eru 8,75 prósent. 

Sem stendur er Landsbankinn þó sá banki sem býður upp á lægstu breytilegu óverðtryggðu vextina, en þar eru þeir 10,25 prósent. Arion banki kemur þar næstur og Íslandsbanki er nú með hæstu vextina, 10,5 prósent. Til samanburðar má nefna að vextir bankanna þriggja voru á bilinu 3,3 til 3,43 prósent í apríl 2021, þegar þeir voru lægstir. 

Þeir lífeyrissjóðir sem eru stórtækastir í óverðtryggðum útlánum hafa ekki boðað neina vaxtahækkun enn sem komið er og bjóða sem stendur upp á mun skaplegri vexti en bankarnir. 

Lægstir eru þeir sem stendur hjá Brú, eða 7,9 prósent. Lífeyrissjóður verzlunarmanna lánar nú á 8,2 prósent vöxtum og hjá Gildi eru breytilegu óverðtryggðu vextirnir komnir upp í 8,6 prósent.

Stóraukin greiðslubyrði

Samkvæmt tölum sem Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) hefur tekið saman þurfti sá sem var með óverðtryggt lán upp á 45 milljónir króna á breytilegum vöxtum að borga 191.700 krónur af slíku láni í upphafi árs 2022. Þegar allir bankarnir verða búnir að hækka vexti sína eftir síðustu stýrivaxtahækkun verða þeir allir komnir yfir tíu prósent. Útreikningar HMS sýna að greiðslubyrðin af slíku láni verði þá komin í 366.795 krónur á mánuði, og hafi þá aukist um 175.275 krónur á einu og hálfu ári. 

Alls eru lán upp á næstum 600 milljarða króna á föstum óverðtryggðum vöxtum sem losna á næstu þremur árum. Binditími lána upp á 74 milljarða króna renna út á þessu ári, en um er að ræða lán 4.451 heimila.  

Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands brýndi fyrir bönkum og öðrum lánveitendum í morgun að huga tímanlega að þyngri greiðslubyrði lántakenda til þess að fyrirbyggja greiðsluerfiðleika þeirra. Viðbúið sé að þrengri fjármálaskilyrði birtist fyrr eða síðar í auknum vanskilum en að rétt sé að hafa í huga að vanskil geti komið fram með nokkurri tímatöf. „Þar sem þörf krefur ber að skoða að lengja lánstíma, taka upp jafngreiðsluskilmála, setja þak á greidda nafnvexti og líta til ólíkra lánaforma sem bjóða upp á mismunandi greiðslubyrði. Rúm eiginfjárstaða margra lántaka ætti að gefa töluvert svigrúm til að tryggja að greiðslubyrði haldist í takti við viðmið lánþegaskilyrða sem nefndin hefur sett.“ 

Þetta kom fram í yfirlýsingu nefndarinnar, sem leidd er af Ásgeiri Jónssyni seðlabankastjóra, sem birt var í liðinni viku og minnisblaði hennar sem birt var samhliða.

Rekstrarafkoma íslensku bankanna hefur verið góð þrátt fyrir erfitt árferði. Þeir högnuðust samtals um 20,3 milljarða króna á fyrstu þremur mánuðum yfirstandandi árs. Allir þrír juku hagnað sinn frá sama tímabili 2022, enda jukust vaxtatekjur þeirra mikið milli ára og eru langstærsti tekjupósturinn í rekstri þeirra. Vaxtamunur þeirra – Munurinn á þeim vöxtum sem bank­arnir borga fyrir að fá pen­inga að láni og þeim vöxtum sem þeir rukka fyrir að lána ein­stak­lingum og fyr­ir­tækjum fjár­muni –hefur aukist hægt og bítandi og var 2,8 til 3,2 prósent á fyrsta ársfjórðungi, minnstur hjá Landsbankanum en mestur hjá Íslandsbanka.

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Siggi Rey skrifaði
    Ekki orð um að láta af þessu skelfilega fjárhagslega ofbeldi bankanna og lækka vexti! Nei áfram skal látið undan peningagræðgi fjárglæfra fyrirtækja!
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
3
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár