Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

Utanríkisráðherra segir að tollfrelsi á úkraínskar vörur verði ekki framlengt

Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir ut­an­rík­is­ráð­herra sagði á Al­þingi í dag að ekki væri mik­ill sómi að því að bráða­birgði­á­kvæði um toll­frelsi á úkraínsk­ar vör­ur yrði ekki fram­lengt fyr­ir þinglok. Stjórn­ar­and­stöðu­þing­menn furða sig á full­yrð­ing­um ráð­herra um að ekki tak­ist að af­greiða mál­ið út úr efna­hags- og við­skipta­nefnd.

Utanríkisráðherra segir að tollfrelsi á úkraínskar vörur verði ekki framlengt
Ekki mikill sómi að Þórdís Kolbrún var augljóslega mjög ósátt við að ekki næðist samstaða um framlengingu á tollfrelsi fyrir úkraínskar vörur. Mynd: Heiða Helgadóttir

Bráðabirgðaákvæði um tollfrelsi á úkraínskar vörur verður ekki framlengt fyrr en í fyrsta lagi í haust. Þetta sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. „Ég ætla ekki að útiloka að okkur takist að finna einhverja leið til þess að halda þessu áfram, það er þá ljóst að það verður ekki hér núna. Það verður þá ekki fyrr en í haust, sem mér finnst ekki mikill sómi að.“

Tollfrelsi á innfluttar vörur var sett á með bráðabirgðaákvæði í skattalögum í júní á síðasta ári, í þverpólitískri sátt og mikilli samstöðu á Alþingi. Bráðabirgðaákvæðið rann út um síðustu mánaðarmót. Á síðustu vikum jókst þrýstingur frá aðilum innan landbúnaðargeirans um að óvarlegt væri að framlengja ákvæðið, einkum vegna þess að til landsins hefur verið flutt nokkuð magn af úkríaínsku kjúklingakjöti. Litu bændur og Samtök fyrirtækja í landbúnaði á það sem ógn „á sama tíma og íslenskur landbúnaður berst í bökkum,“ eins og kom fram í bréfi sem samtökin sendu á efnahags- og fjármálaráðherra.

Kallar á vinnu að fara yfir málið

Í umræðum á Alþingi seint í síðasta mánuði var rætt hvort ekki ætti að framlengja tollfrelsis ákvæðið og lýsti Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra þá að hún hefði talið það skynsamlegt og hún myndi kanna stöðu málsins. Engu að síður rann 1. júní upp án þess að frumvarp um áframhaldandi tollfrelsi kæmi fram í þinginu og því rann bráðabirgðaákvæðið úr gildi.

Í fyrradag, þegar samkomulag náðist um þinglok, varð ljóst að framlenging á bráðabirgðaákvæðinu væri ekki eitt þeirra mála sem afgreiða ætti áður en þingið færi í sumarfrí. Í umræðum á Alþingi í gær kom hver þingmaður Viðreisnar á fætur öðrum í ræðustól og lýsti undrun sinni og vonbrigðum með það.

„Ég gerði mér vonir um að við myndum að sjálfsögðu halda þessum stuðningi áfram“
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir
utanríkisráðherra

Í svörum sínum við fyrirspurn Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata, um hvernig stæði á því að ekki ætti að framlengja tollfrelsisákvæðið sagði Þórdís Kolbrún að málið væri á forræði þingsins og hún hefði gert sér vonir um að efnahags- og viðskiptanefndar að leggja málið fram og það væru vonbrigði að það hefði ekki gerst. „Ég gerði mér vonir um að við myndum að sjálfsögðu halda þessum stuðningi áfram og mér finnst ekkert ósanngjarnt eða óeðlilegt að það sé möögulega skoðað af einhverri yfirvegun einhver umframáhrif á ákveðna geira innan landbúnaðarins. Það kallar þá á vinnu og sú vinna þarf þá að fara fram.“

Titringur á nefndarfundi

Titringur var á fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í morgun, samkvæmt upplýsingum Heimildarinnar, vegna málsins en engu að síður var málið ekki tekið til formlegrar umræðu þar né afgreiðslu. Annar fundur er á dagskrá nefndarinnar í dag.  Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfykingarinnar, sagði úr ræðustól nú áðan að sínar upplýsingar hermdu að umfjöllun um málið væri ekki lokið í nefndinni og spurði hvort Þórdís Kolbrún hefði tekið of stórt upp í sig.

Þórdís Kolbrún svaraði því til að hún hefði með orðum sínum um að málið yrði ekki afgreitt fyrr en í haust hreinlega átt við „að núna erum við að ljúka þingstörfum væntanlega á morgun, og þar sem ekki er neitt mál sem hefur komið út úr nefndinni núna þá geri ég ráð fyrir að það verði ekki afgreitt fyrir þessi þinglok. En alhæfi auðvitað ekki og vona að nefndin muni finna leið til þess að leggja fram mál, þó að það gerist ekki fyrir þessi þinglok. Þótt það sé bagalegt að það komi eitthvað bil á milli þá er ekki útilokað að hægt sé að tryggja áframhaldandi stuðning.“

„Hinsvegar næst einfaldlega ekki samstaða um það, eins og sakir standa, með hvaða hætti eigi að framlengja þetta mál“
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir
utanríkisráðherra
Sigmar Guðmundsson,þingmaður Viðreisnar

Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, átti sömuleiðis orðastað við Þórdísi Kolbrúnu og fór fram á skýringar á því hverjir það væru sem bæru ábyrgð á því að málið væri stopp. Þórdís Kolbrún svaraði því ekki efnislega. „Hinsvegar næst einfaldlega ekki samstaða um það, eins og sakir standa, með hvaða hætti eigi að framlengja þetta mál. Ég hefði viljað að við hefðum getað komið því í frekari umræðu á þinginu.“

Gagnrýndu Guðrúnu Hafsteinsdóttur

Guðbrandur Einarsson, þingmaður Viðreisnar, sem situr í efnahags- og viðskiptanefnd, lýsti undrun sinni á orðum Þórdísar Kolbrúnar um að málið myndi ekki ná fram að ganga. Hann hefði talið að málið væri til meðferðar í nefndinni og liti svo á það þyrfti að koma til afgreiðslu þar.

„Það er bara stjórnarliðið sem stendur gegn úkraínsku þjóðinni í þessu máli“
Andrés Ingi Jónsson
þingmaður Pírata

Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, benti á að með orðum ráðherra um að ekki hefði náðst samstaða um málið, væri hún að segja að málið næði ekki fram að ganga vegna ósamstöðu innan ríkisstjórnarinnar. „Að tala hér í pontu eins og það sé allt þingið sem er á móti þegar það er bara stjórnarliðið sem stendur gegn úkraínsku þjóðinni í þessu máli, það er ekki heiðarleg framsetning,“ sagði Andrés Ingi og lýsti óánægju sinni með framsetningu Þórdísar Kolbrúnar.  

Andrés Ingi Jónsson,þingmaður Pírata.

Fleiri stjórnarandstöðu þingmenn lýstu þeirri skoðun sinni að staðan væri skammarleg. „Það er okkur til minnkunar,“ sagði Logi Einarsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Þá var formaður efnahags- og viðskiptanefndar, Guðrún Hafsteinsdóttir, gagnrýnd og látið að því liggja að hennar væri ábyrgðin í málinu.

Stjórnarandstöðuþingmenn skoruðu þá á Birgi Ármannsson, forseta Alþingis, að gera hlé á þingfundi til að hægt yrði að ná sátt um framlengingu á bráðabirgðaákvæðinu. 

Sjálfstæðisþingmenn segja aðstoðina ekki standa og falla með kjúklingi

„Aðstoð okkar til Úkraínu stendur ekki og fellur með kjúklingi,“ sagði Birgir Þórarinsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og lýsti því að hann hefði í tvígang farið til Úkraínu á stríðstímum og vissi vel hver þörfin væri á aðstoð þar. Vel væri hægt að styðja við Úkraínu án þess að setja hagsmuni íslensks landbúnaðar í uppnám. Hann furðaði sig á málflutningi þingmanna sem lýstu því að það væri aumingjaskapur og skömm að því að framlengja ekki ákvæðið um tollfrelsi.

Sigmar Guðmundsson kom þá í pontu og lýsti því að með ræðu Birgis væru mál aðeins farin að skýrast, og átti þá við að þar hefði birst hverjir það væru sem stæðu fyrir afgreiðslu málsins. Hanna Katrín, samflokkskona Sigmars, benti Birgi Þórarinssyni á að hagur íslensks landbúnaðar stæði ekki og félli með því hvort hingað til lands yrðu flutt einhver tonn af úkraínskum kjúklingi, ekki frekar enn að sá innflutningur skipti öllu máli fyrir úkraínskt efnahagslíf.

„Að við séum að rífast um það hvort einhverjir kjúklingar bjargi málunum til eða frá, mér finnst það mjög meiðandi umræða“
Ásmundur Friðriksson
þingmaður Sjálfstæðisflokksins

„Að við séum að rífast um það hvort einhverjir kjúklingar bjargi málunum til eða frá, mér finnst það mjög meiðandi umræða, því við viljum öll gera vel,“ sagði Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og taldi betur fara á því að styðja við úkraínska bændur beint frekar en afurðafyrirtæki. Þá væri eðlilegt að allur stuðningur við Úkraínu kæmi úr sameiginlegum sjóðum.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • VSE
    Virgil Scheving Einarsson skrifaði
    Þetta er til skammar, Kvitflibba Ölmusumenn verða að Hafa NYÐINGSTOLLA a SVINAKJÖTI og Hænsnakjöti. Þeir uppskera sin sindagjöld er VIÐ GÖNGUM I EU
    og EVRAN tekur við af Skitakronuni sem er VITA ONYT. Sa timi kemur að ISLAND GENGUR I EFROPUBANDALAGIÐ.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
2
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.
Steinunn Ólína segist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna persónulegrar óvildar
4
Fréttir

Stein­unn Ólína seg­ist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna per­sónu­legr­ar óvild­ar

Stein­unn Ólína Þor­steins­dótt­ir sagð­ist í Pressu fara fram fyr­ir hönd þeirra sem upp­lifa valda­leysi gagn­vart stjórn­völd­um. Taldi hún for­seta­kosn­ing­arn­ar vera af­ar póli­tísk­ar að þessu sinni. Þrátt fyr­ir gagn­rýni sína á rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur, ít­rek­aði Stein­unn að fram­boð henn­ar væri ekki vegna per­sónu­legra óvild­ar henn­ar í garð Katrínu.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
6
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.
Formaður Sameykis sakaður um ógnarstjórn
7
Skýring

Formað­ur Sam­eyk­is sak­að­ur um ógn­ar­stjórn

Skrif­stofa Sam­eyk­is hef­ur und­an­far­ið ver­ið að glíma við ósætti á vinnu­staðn­um og slæm­an vinnu­anda. Sam­kvæmt ný­legri út­tekt sem gerð var á vinnu­staðn­um bend­ir ým­is­legt til að vand­ann megi rekja til fram­komu og stjórn­un­ar­hátta for­manns Sam­eyk­is, Þór­ar­ins Eyfjörð. Sjálf­ur seg­ist hann hafa tek­ið til sín eitt­hvað af þeirri gagn­rýni sem bein­ist gegn hon­um og að vinna við að bæta and­rúms­loft­ið á skrif­stof­unni sé vel á veg kom­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
4
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.
Við hvaða götu býr Ragnar? Reykás
10
Helgi skoðar heiminn

Við hvaða götu býr Ragn­ar? Reykás

Sauð­kræk­ing­ur­inn Ragn­ar Páll Árna­son, sem starfar hjá Öss­uri, býr í ná­grenni höf­uð­stöðva fyr­ir­tæk­is­ins, við göt­una Reykás. Seg­ist ekki hafa ætl­að að ílengj­ast þar, en kann nú hvergi bet­ur við sig. Siggi Sig­ur­jóns, guð­fað­ir Ragn­ars Reykáss, kann vel að meta sög­una af „nafna“ sín­um. Hann á sjálf­ur pín­lega en um leið drep­fyndna sögu tengda göt­unni í Ár­bæn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
7
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár