Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Almennir skattgreiðendur eiga ekki að greiða bætur til útgerðarinnar

Rík­ið mun áfrýja nið­ur­stöðu hér­aðs­dóms sem dæmt hef­ur rík­ið til að greiða út­gerð­ar­fé­lög­un­um Vinnslu­stöð­inni og Hug­in bæt­ur vegna út­hlut­un­ar veiði­heim­ilda á ár­un­um 2011 til 2018. Verði nið­ur­stað­an að rík­ið þurfi að greiða bæt­ur á kostn­að­ur­inn ekki lenda á skatt­greið­end­um að mati fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra.

Almennir skattgreiðendur eiga ekki að greiða bætur til útgerðarinnar
Bjarni Benediktsson Veiðarnar sjálfar eiga á endanum að standa undir greiðslu bóta, þurfi ríkið á endanum að greiða þær, vegna úthlutunar makrílkvóta, að mati fjármála- og efnahagsráðherra. Mynd: Stundin / Davíð Þór

Almennir skattgreiðendur eiga ekki að greiða fyrir bætur til Vinnslustöðvarinnar og Hugins að mati Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra. „Það er í mínum huga réttlætismál að sá reikningur verði ekki sendur á almenna skattgreiðendur í landinu,“ segir Bjarni í færslu á Facebook þar sem hann tjáir sig um nýfallinn dóm um makrílkvóta þar sem ríkinu er gert að greiða hátt í milljarð til tveggja útgerða. 

Íslenska ríkið var í gær dæmt til að greiða Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum og dótturfélagi hennar, Huginn ehf, alls um 844 milljónir króna, auk vaxta og dráttarvaxta, vegna fjártjóns sem útgerðirnar urðu fyrir sökum þess að þeim var úthlutað minni makrílkvóta en skylt var. Þá var ríkinu gert að greiða málskostnað útgerðanna beggja, alls 25 milljónir króna.

Fyr­ir fjór­um ár­um ákváðu sjö út­gerð­ir að stefna ís­lenska rík­inu vegna þess að þær töldu sig hafa orð­ið fyr­ir fjár­tjóni vegna mak­ríl­kvóta sem fór ekki til þeirra. Alls vildu þær fá 10,2 millj­arða króna úr sam­eig­in­leg­um sjóð­um. Þeg­ar fjöl­miðl­ar greindu frá umfangi krafna þeirra reis upp gagn­rýn­is­alda og fimm út­gerð­ir hættu við. Tvær tengd­ar út­gerð­ir héldu hins veg­ar áfram mála­rekstri og kröfðust enn að rík­ið greiði þeim 1,2 millj­arða króna í skaða­bæt­ur. Þetta var gert eftir að niðurstöður dómkvaddra matsmanna á meintu mögulegu tjóni þeirra lágu fyrir, en þær sýndu hið ætlaða tjón minna en Vinnslustöðin og Huginn höfðu áður áætlað. 

Fjármála- og efnahagsráðherra segir kjarna málsins varða þau mörk sem stjórnvöldum eru sett að lögum um úthlutun aflaheimilda, í þessu tilfelli makríl. 

„Á fyrri stigum málsins hafði verið tekist á um bótaskylduna og komist að því að ríkið bæri bótaskyldu vegna þess hvernig staðið hafði verið að úthlutun heimilda til veiða en í þessu tiltekna dómsmáli var fyrst og fremst tekist á um eðli og umfang tjónsins,“ segir Bjarni í færslu sinni á Facebook. Segir hann eðlilegt að niðurstöðu héraðsdóms verði áfrýjað til Landsréttar. „Ríkið hefur enda áður boðað að tekið verði til varna af fullum þunga.“ 

„Sanngirnismál er að það verði þá veiðarnar sjálfar sem á endanum að standa undir slíkum reikningi.“
Bjarni Benediktsson
um bætur sem ríkið hefur verið dæmt til að greiða vegna úthlutunar makrílkvóta.

Ef niðurstaðan verður á endanum að ríkið skuli greiða bætur segir Bjarni að ágætt sé að hafa í huga að ríkið er ekki sjálfstæð uppspretta tekna. „Tekjur ríkisins eru skattgreiðslur fólks og fyrirtækja.“

Í huga ráðherra er það „réttlætismál að sá reikningur verði ekki sendur á almenna skattgreiðendur í landinu.“

„Sanngirnismál er að það verði þá veiðarnar sjálfar sem á endanum að standa undir slíkum reikningi, með einum eða öðrum hætti. Spyrjum að leikslokum,“ skrifar Bjarni.

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár