Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Almennir skattgreiðendur eiga ekki að greiða bætur til útgerðarinnar

Rík­ið mun áfrýja nið­ur­stöðu hér­aðs­dóms sem dæmt hef­ur rík­ið til að greiða út­gerð­ar­fé­lög­un­um Vinnslu­stöð­inni og Hug­in bæt­ur vegna út­hlut­un­ar veiði­heim­ilda á ár­un­um 2011 til 2018. Verði nið­ur­stað­an að rík­ið þurfi að greiða bæt­ur á kostn­að­ur­inn ekki lenda á skatt­greið­end­um að mati fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra.

Almennir skattgreiðendur eiga ekki að greiða bætur til útgerðarinnar
Bjarni Benediktsson Veiðarnar sjálfar eiga á endanum að standa undir greiðslu bóta, þurfi ríkið á endanum að greiða þær, vegna úthlutunar makrílkvóta, að mati fjármála- og efnahagsráðherra. Mynd: Stundin / Davíð Þór

Almennir skattgreiðendur eiga ekki að greiða fyrir bætur til Vinnslustöðvarinnar og Hugins að mati Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra. „Það er í mínum huga réttlætismál að sá reikningur verði ekki sendur á almenna skattgreiðendur í landinu,“ segir Bjarni í færslu á Facebook þar sem hann tjáir sig um nýfallinn dóm um makrílkvóta þar sem ríkinu er gert að greiða hátt í milljarð til tveggja útgerða. 

Íslenska ríkið var í gær dæmt til að greiða Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum og dótturfélagi hennar, Huginn ehf, alls um 844 milljónir króna, auk vaxta og dráttarvaxta, vegna fjártjóns sem útgerðirnar urðu fyrir sökum þess að þeim var úthlutað minni makrílkvóta en skylt var. Þá var ríkinu gert að greiða málskostnað útgerðanna beggja, alls 25 milljónir króna.

Fyr­ir fjór­um ár­um ákváðu sjö út­gerð­ir að stefna ís­lenska rík­inu vegna þess að þær töldu sig hafa orð­ið fyr­ir fjár­tjóni vegna mak­ríl­kvóta sem fór ekki til þeirra. Alls vildu þær fá 10,2 millj­arða króna úr sam­eig­in­leg­um sjóð­um. Þeg­ar fjöl­miðl­ar greindu frá umfangi krafna þeirra reis upp gagn­rýn­is­alda og fimm út­gerð­ir hættu við. Tvær tengd­ar út­gerð­ir héldu hins veg­ar áfram mála­rekstri og kröfðust enn að rík­ið greiði þeim 1,2 millj­arða króna í skaða­bæt­ur. Þetta var gert eftir að niðurstöður dómkvaddra matsmanna á meintu mögulegu tjóni þeirra lágu fyrir, en þær sýndu hið ætlaða tjón minna en Vinnslustöðin og Huginn höfðu áður áætlað. 

Fjármála- og efnahagsráðherra segir kjarna málsins varða þau mörk sem stjórnvöldum eru sett að lögum um úthlutun aflaheimilda, í þessu tilfelli makríl. 

„Á fyrri stigum málsins hafði verið tekist á um bótaskylduna og komist að því að ríkið bæri bótaskyldu vegna þess hvernig staðið hafði verið að úthlutun heimilda til veiða en í þessu tiltekna dómsmáli var fyrst og fremst tekist á um eðli og umfang tjónsins,“ segir Bjarni í færslu sinni á Facebook. Segir hann eðlilegt að niðurstöðu héraðsdóms verði áfrýjað til Landsréttar. „Ríkið hefur enda áður boðað að tekið verði til varna af fullum þunga.“ 

„Sanngirnismál er að það verði þá veiðarnar sjálfar sem á endanum að standa undir slíkum reikningi.“
Bjarni Benediktsson
um bætur sem ríkið hefur verið dæmt til að greiða vegna úthlutunar makrílkvóta.

Ef niðurstaðan verður á endanum að ríkið skuli greiða bætur segir Bjarni að ágætt sé að hafa í huga að ríkið er ekki sjálfstæð uppspretta tekna. „Tekjur ríkisins eru skattgreiðslur fólks og fyrirtækja.“

Í huga ráðherra er það „réttlætismál að sá reikningur verði ekki sendur á almenna skattgreiðendur í landinu.“

„Sanngirnismál er að það verði þá veiðarnar sjálfar sem á endanum að standa undir slíkum reikningi, með einum eða öðrum hætti. Spyrjum að leikslokum,“ skrifar Bjarni.

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
2
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.
Ekki lengur hægt að gera atlögu að Bjarna fyrir kosningar
4
GreiningStjórnarslit 2024

Ekki leng­ur hægt að gera at­lögu að Bjarna fyr­ir kosn­ing­ar

Síð­an Bjarni Bene­dikts­son tók við for­mennsku í Sjálf­stæð­is­flokkn­um hef­ur því ít­rek­að ver­ið velt upp hvort tími hans sé lið­inn. Enn sem kom­ið er hef­ur sand­ur­inn í hans póli­tíska stund­arglasi ekki runn­ið út. Hann virð­ist ná að snúa því aft­ur og aft­ur rétt áð­ur en síð­ustu sand­korn­in detta. Með því að slíta stjórn­ar­sam­starf­inu styrkti Bjarni stöðu sína og kom í veg fyr­ir inn­an­búð­arat­lögu gegn sér fyr­ir kosn­ing­ar, seg­ir stjórn­mála­fræð­ing­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
5
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.
Hagkaup hættir með Sodastream vegna mótmælaaðgerða
6
Fréttir

Hag­kaup hætt­ir með Sod­a­stream vegna mót­mæla­að­gerða

Að­gerða­sinn­ar sem hvetja til snið­göngu á vör­um frá Ísra­el hafa sett límmiða á Sod­a­stream-vör­ur í Hag­kaup­um og þannig vald­ið skemmd­um á um­búð­un­um. Sig­urð­ur Reyn­alds­son, fram­kvæmda­stjóri Hag­kaups seg­ir um­boðs­að­ila Sod­a­stream á Ís­landi hafa end­urkall­að vör­urn­ar vegna þessa. „Ég er mað­ur frið­ar,“ seg­ir fram­kvæmda­stjór­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
6
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár