Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Framlenging tollfrelsis fyrir Úkraínu ekki á dagskrá

Deil­ur eru sagð­ar inn­an rík­is­stjórn­ar­inn­ar um fram­leng­ingu á bráða­birgða­ákvæði um toll­frelsi úkraínskra vara. Ákvæði þar um rann út um lið­in mán­að­ar­mót og mál­ið er ekki með­al þeirra sem stefnt er að því að af­greiða fyr­ir þinglok. Er það fyrst og fremst inn­flutn­ing­ur á úkraínsk­um kjúk­lingi sem virð­ist standa í fólki en for­svars­fólk úr land­bún­aði hef­ur lagst hart gegn áfram­hald­andi toll­frelsi á inn­flutt­ar land­bún­aða­af­urð­ir.

Framlenging tollfrelsis fyrir Úkraínu ekki á dagskrá
Segir hagsmunaöflin hafa náð inn í þingið Þorgerður Katrín segir að Framsóknarflokkur og hluti Sjálfstæðisflokks vilji ekki að áframhaldandi tollfrelsi á úkraínskar vörur nái fram að ganga. Hagsmunaöfl í landbúnaði hafi náð að stoppa málið. Mynd: Bára Huld Beck

Framlenging ákvæðis í tollalögum um tollfrjálsan innflutning vara frá Úkraínu er ekki meðal þeirra mála sem afgreiða á fyrir þinglok, samkvæmt samkomulagi þingflokksformanna frá því í gær. Ákvæðið, sem sett var til bráðabirgða 16. júní á síðasta ári, féll úr gildi um síðustu mánaðamót. Munu skiptar meiningar hafa verið uppi innan ríkisstjórnarflokkanna um framlengingu ákvæðisins. Snýr meiningarmunurinn fyrst og fremst að innflutningi á úkraínskum landbúnaðarvörum en fulltrúar bænda og samtök fyrirtækja í landbúnaði hafa lagst hart gegn því að niðurfelling tollanna verði framlengd.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, kom í ræðustól á Alþingi nú rétt fyrir skemmstu og benti á að frumvarp um framlengingu ákvæðisins væri hvergi á að finna á dagskrá þingsins, „þrátt fyrir eindregna skoðun hæstvirts forsætisráðherra, eindregna skoðun hæstvirts utanríkisráðherra og ég veit að fleiri ráðherrar þessa beggja flokka beri sama hug til undanþágu fyrir vörur frá Úkraínu“.

„Framsóknarflokkurinn vill ekki að þetta mál njóti framgangs eða forgangs hér“
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir

„Við vitum það alveg, sem erum hér, að það er einn flokkur fyrst og fremst, og eitthvað brot innan úr Sjálfstæðisflokknum, sem er að stoppa þetta mál. Framsóknarflokkurinn vill ekki að þetta mál njóti framgangs eða forgangs hér. Herkvaðning, að mínu mati, hagsmunaaflanna hefur náð hingað til þess að stoppa þetta mál, sem er mjög táknrænt,“ sagði Þorgerður Katrín enn fremur.

Hristi upp í stjórnarliðinu

Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, kom einnig upp í ræðustól um fundarstjórn forseta og benti á að Ísland virtist með því að ætla ekki að framlengja undanþáguna væri Ísland að eitt vestrænna ríkja sem skipaði sér á þann bekk. Geta má þess að bæði Evrópusambandið og Bretland hafa framlengt viðlíka ákvæði. Samflokksmenn þeirra Hönnu Katrínar og Þorgerðar Katrínar komu einnig í ræðustól og hjuggu í sama knérunn.

Samkvæmt upplýsingum sem Heimildin hefur fengið hristu ræður þingmanna Viðreisnar upp í þingmönnum stjórnarflokkanna. Var því lýst þannig að í kjölfarið væru ráðherrar og stjórnarþingmenn í samtölum „í öllum skúmaskotum“ þinghússins.

Eftir þeim upplýsingum sem Heimildin hefur aflað hafa harðar deilur staðið, einkum innan Sjálfstæðisflokksins, um málið. Rímar það við orð Þorgerðar Katrínar sem vísað er til hér að framan. Heimildin gerði tilraun til að ná í Guðrúnu Hafsteinsdóttur, formann efnahags- og viðskiptanefndar, til að spyrja hana um stöðu mála en án árangurs. Sömuleiðis reyndi Heimildin að ná sambandi við aðstoðarmann Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, sem málið heyrir undir. Það tókst ekki.

Bera fyrir sig að íslenskur landbúnaður berjist í bökkum

Í síðasta mánuði sendu Samtök fyrirtækja í landbúnaði fjármálaráðherra bréf þar sem þau lýstu þeirri skoðun að afar óvarlegt væri að framlengja einhliða niðurfellingar tolla á úkraínskar vörur „á sama tíma og íslenskur landbúnaður berst í bökkum“. Einkum er það innflutningur á kjúklingakjöti frá Úkraínu sem fer fyrir brjóstið á forsvarsmönnum bænda en það sem af er árið hafa verið flutt inn um 200 tonn.

Hins vegar eru það ekki landbúnaðarvörur sem eru obbinn af því sem flutt hefur verið inn, samkvæmt því sem Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, greindi frá úr ræðustól þingsins 31. maí síðastliðinn. Öllu heldur eru það iðnaðarvörur, fatnaður, húsgögn, járn og stál til að mynda, sem langmest er flutt inn af.

„Um leið hefði ég talið það skynsamlega ákvörðun að halda þessu áfram“
Katrín Jakobsdóttir

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi 30. maí síðastliðinn að framlenging á ákvæðinu hefði ekki komið inn á borð ríkisstjórnarinnar. Hún sagði enn fremur að rétt væri að hafa eftirlit með umfangi innflutnings á vörum frá Úkraínu, í samhengi við aukinn innflutning alifuglakjöts, „en um leið hefði ég talið það skynsamlega ákvörðun að halda þessu áfram“.

Þetta svar Katrínar kom við fyrirspurn Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar, sem spurði hreint út hvort ekki ætti að framlengja undanþáguákvæðið og hvað kæmi í veg fyrir að það yrði gert. Í svari Katrínar tók hún fram að hún liti á málið sem utanríkispólitíska ráðstöfun, stuðning við Úkraínu, miklu fremur en að málið sneri að innlendri matvælastefnu. Þrátt fyrir að málið hefði ekki komið inn á borð ríkisstjórnarinnar væri hægur vandi að framlengja ákvæðið og liti hún svo á að það væri sitt að kanna stöðu málsins, og það myndi hún gera.

Hanna Katrín fær ekki svör

Síðan eru liðnir átta dagar og í gær náðist sem fyrr segir samkomulag um þinglok á fundi þingflokksformanna án þess að framlenging á bráðabirgðaákvæðinu um tollfrelsi á úkraínskar vörur væri meðal þeirra mála sem afgreiða ætti. Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, sagði í samtali við Heimildina að hún hefði í gær, eftir að hafa fengið upplýsingar um hvaða mál stæði til að afgreiða fyrir þinglok, sent tölvupóst og spurst fyrir um hvort að ekki stæði til að framlengja ákvæðið. Hún hefði hins vegar ekkert svar fengið við þeim tölvupósti.

Til þess að niðurfelling tollanna verði framlengd þarf lagabreytingu á tollalögum. Frumvarpi þar um hefur ekki verið útbýtt og hefur því ekki komið til umfjöllunar í efnahags- og viðskiptanefnd, þangað sem það ætti með réttu að fara. Samkvæmt þingsköpum er óheimilt að taka lagafrumvörp til umræðu fyrr en tvær nætur hafa liðið frá því að því var útbýtt, og sömuleiðis skal frumvarpið ganga til þingnefndar til umfjöllunar. Hins vegar er mögulegt að beita afbrigðum til að taka frumvörp fyrir og þarf þá aukinn meirihluta þingmanna til.  Fundur verður í efnahags- og viðskiptanefnd á morgun og lýsti Guðbrandur Einarsson, þingmaður Viðreisnar, því í ræðustól áðan að hann hygðist taka málið upp þar. Tíminn er hins vegar orðinn afar naumur ef til stendur að slíta þingi á föstudag.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
HlaðvarpÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár