Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Framlenging tollfrelsis fyrir Úkraínu ekki á dagskrá

Deil­ur eru sagð­ar inn­an rík­is­stjórn­ar­inn­ar um fram­leng­ingu á bráða­birgða­ákvæði um toll­frelsi úkraínskra vara. Ákvæði þar um rann út um lið­in mán­að­ar­mót og mál­ið er ekki með­al þeirra sem stefnt er að því að af­greiða fyr­ir þinglok. Er það fyrst og fremst inn­flutn­ing­ur á úkraínsk­um kjúk­lingi sem virð­ist standa í fólki en for­svars­fólk úr land­bún­aði hef­ur lagst hart gegn áfram­hald­andi toll­frelsi á inn­flutt­ar land­bún­aða­af­urð­ir.

Framlenging tollfrelsis fyrir Úkraínu ekki á dagskrá
Segir hagsmunaöflin hafa náð inn í þingið Þorgerður Katrín segir að Framsóknarflokkur og hluti Sjálfstæðisflokks vilji ekki að áframhaldandi tollfrelsi á úkraínskar vörur nái fram að ganga. Hagsmunaöfl í landbúnaði hafi náð að stoppa málið. Mynd: Bára Huld Beck

Framlenging ákvæðis í tollalögum um tollfrjálsan innflutning vara frá Úkraínu er ekki meðal þeirra mála sem afgreiða á fyrir þinglok, samkvæmt samkomulagi þingflokksformanna frá því í gær. Ákvæðið, sem sett var til bráðabirgða 16. júní á síðasta ári, féll úr gildi um síðustu mánaðamót. Munu skiptar meiningar hafa verið uppi innan ríkisstjórnarflokkanna um framlengingu ákvæðisins. Snýr meiningarmunurinn fyrst og fremst að innflutningi á úkraínskum landbúnaðarvörum en fulltrúar bænda og samtök fyrirtækja í landbúnaði hafa lagst hart gegn því að niðurfelling tollanna verði framlengd.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, kom í ræðustól á Alþingi nú rétt fyrir skemmstu og benti á að frumvarp um framlengingu ákvæðisins væri hvergi á að finna á dagskrá þingsins, „þrátt fyrir eindregna skoðun hæstvirts forsætisráðherra, eindregna skoðun hæstvirts utanríkisráðherra og ég veit að fleiri ráðherrar þessa beggja flokka beri sama hug til undanþágu fyrir vörur frá Úkraínu“.

„Framsóknarflokkurinn vill ekki að þetta mál njóti framgangs eða forgangs hér“
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir

„Við vitum það alveg, sem erum hér, að það er einn flokkur fyrst og fremst, og eitthvað brot innan úr Sjálfstæðisflokknum, sem er að stoppa þetta mál. Framsóknarflokkurinn vill ekki að þetta mál njóti framgangs eða forgangs hér. Herkvaðning, að mínu mati, hagsmunaaflanna hefur náð hingað til þess að stoppa þetta mál, sem er mjög táknrænt,“ sagði Þorgerður Katrín enn fremur.

Hristi upp í stjórnarliðinu

Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, kom einnig upp í ræðustól um fundarstjórn forseta og benti á að Ísland virtist með því að ætla ekki að framlengja undanþáguna væri Ísland að eitt vestrænna ríkja sem skipaði sér á þann bekk. Geta má þess að bæði Evrópusambandið og Bretland hafa framlengt viðlíka ákvæði. Samflokksmenn þeirra Hönnu Katrínar og Þorgerðar Katrínar komu einnig í ræðustól og hjuggu í sama knérunn.

Samkvæmt upplýsingum sem Heimildin hefur fengið hristu ræður þingmanna Viðreisnar upp í þingmönnum stjórnarflokkanna. Var því lýst þannig að í kjölfarið væru ráðherrar og stjórnarþingmenn í samtölum „í öllum skúmaskotum“ þinghússins.

Eftir þeim upplýsingum sem Heimildin hefur aflað hafa harðar deilur staðið, einkum innan Sjálfstæðisflokksins, um málið. Rímar það við orð Þorgerðar Katrínar sem vísað er til hér að framan. Heimildin gerði tilraun til að ná í Guðrúnu Hafsteinsdóttur, formann efnahags- og viðskiptanefndar, til að spyrja hana um stöðu mála en án árangurs. Sömuleiðis reyndi Heimildin að ná sambandi við aðstoðarmann Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, sem málið heyrir undir. Það tókst ekki.

Bera fyrir sig að íslenskur landbúnaður berjist í bökkum

Í síðasta mánuði sendu Samtök fyrirtækja í landbúnaði fjármálaráðherra bréf þar sem þau lýstu þeirri skoðun að afar óvarlegt væri að framlengja einhliða niðurfellingar tolla á úkraínskar vörur „á sama tíma og íslenskur landbúnaður berst í bökkum“. Einkum er það innflutningur á kjúklingakjöti frá Úkraínu sem fer fyrir brjóstið á forsvarsmönnum bænda en það sem af er árið hafa verið flutt inn um 200 tonn.

Hins vegar eru það ekki landbúnaðarvörur sem eru obbinn af því sem flutt hefur verið inn, samkvæmt því sem Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, greindi frá úr ræðustól þingsins 31. maí síðastliðinn. Öllu heldur eru það iðnaðarvörur, fatnaður, húsgögn, járn og stál til að mynda, sem langmest er flutt inn af.

„Um leið hefði ég talið það skynsamlega ákvörðun að halda þessu áfram“
Katrín Jakobsdóttir

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi 30. maí síðastliðinn að framlenging á ákvæðinu hefði ekki komið inn á borð ríkisstjórnarinnar. Hún sagði enn fremur að rétt væri að hafa eftirlit með umfangi innflutnings á vörum frá Úkraínu, í samhengi við aukinn innflutning alifuglakjöts, „en um leið hefði ég talið það skynsamlega ákvörðun að halda þessu áfram“.

Þetta svar Katrínar kom við fyrirspurn Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar, sem spurði hreint út hvort ekki ætti að framlengja undanþáguákvæðið og hvað kæmi í veg fyrir að það yrði gert. Í svari Katrínar tók hún fram að hún liti á málið sem utanríkispólitíska ráðstöfun, stuðning við Úkraínu, miklu fremur en að málið sneri að innlendri matvælastefnu. Þrátt fyrir að málið hefði ekki komið inn á borð ríkisstjórnarinnar væri hægur vandi að framlengja ákvæðið og liti hún svo á að það væri sitt að kanna stöðu málsins, og það myndi hún gera.

Hanna Katrín fær ekki svör

Síðan eru liðnir átta dagar og í gær náðist sem fyrr segir samkomulag um þinglok á fundi þingflokksformanna án þess að framlenging á bráðabirgðaákvæðinu um tollfrelsi á úkraínskar vörur væri meðal þeirra mála sem afgreiða ætti. Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, sagði í samtali við Heimildina að hún hefði í gær, eftir að hafa fengið upplýsingar um hvaða mál stæði til að afgreiða fyrir þinglok, sent tölvupóst og spurst fyrir um hvort að ekki stæði til að framlengja ákvæðið. Hún hefði hins vegar ekkert svar fengið við þeim tölvupósti.

Til þess að niðurfelling tollanna verði framlengd þarf lagabreytingu á tollalögum. Frumvarpi þar um hefur ekki verið útbýtt og hefur því ekki komið til umfjöllunar í efnahags- og viðskiptanefnd, þangað sem það ætti með réttu að fara. Samkvæmt þingsköpum er óheimilt að taka lagafrumvörp til umræðu fyrr en tvær nætur hafa liðið frá því að því var útbýtt, og sömuleiðis skal frumvarpið ganga til þingnefndar til umfjöllunar. Hins vegar er mögulegt að beita afbrigðum til að taka frumvörp fyrir og þarf þá aukinn meirihluta þingmanna til.  Fundur verður í efnahags- og viðskiptanefnd á morgun og lýsti Guðbrandur Einarsson, þingmaður Viðreisnar, því í ræðustól áðan að hann hygðist taka málið upp þar. Tíminn er hins vegar orðinn afar naumur ef til stendur að slíta þingi á föstudag.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.
Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
3
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ars­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.
Skyndiréttur með samviskubiti
6
GagnrýniTál

Skyndirétt­ur með sam­visku­biti

Tál er 29. bók­in sem Arn­ald­ur Ind­riða­son gef­ur út á 29 ár­um. Geri aðr­ir bet­ur. Bæk­urn­ar hans hafa selst í bíl­förm­um úti um all­an heim og Arn­ald­ur ver­ið stjarn­an á toppi ís­lenska jóla­bóka­flóðs­ins frá því fyrstu bæk­urn­ar um Er­lend og fé­laga komu út. Það er erfitt að halda uppi gæð­um þeg­ar af­köst­in eru svona mik­il – en jafn­vel miðl­ungs­bók eft­ir...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
6
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár