Flestir heimakokkar þekkja sjálfsagt þá tilfinningu að halda að einhver uppskrift sé þeim ofviða. Bearnaise-sósa, heimagert majones, eitthvert brauð, Pavlova eða bara pitsubotn með sínum frumefnum: hveiti, vatni, geri og salti. Maður treystir sér bara ekki í þetta.
Svo er ákveðið að ríða bara á vaðið einn daginn, slá til, láta slag standa, kýla á þetta og þá áttar heimakokkurinn sig á því að rétturinn eða uppskriftin sem hann hélt að væri svo flókin er það ekki í raun.
Trikkið sem getur skilið milli feigs og ófeigs
Oft er það bara eitthvert eitt grundvallaratriði sem þarf að hafa í huga til að klúðra ekki uppskriftinni. Ekki ofhita bearnaise-sósuna svo hún skilji sig ekki. Nei, ekki hella of mikilli olíu út í eggjarauðurnar í einu fyrst þegar byrjað er að hræra í majonesið – eins og enski kokkurinn Gordon Ramsay segir þá eru fyrstu þrjátíu sekúndurnar mikilvægastar í majonesgerðinni – því …
Athugasemdir (1)