Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Lögreglan fær 120 rafbyssur fyrir rúmar 50 milljónir

Embætti rík­is­lög­reglu­stjóra mun fá 120 raf­byss­ur fyrst um sinn sam­kvæmt bráða­birgða­mati. Kostn­að­ur­inn við þessi raf­byssu­kaup er 54 millj­ón­ir króna. Starf­andi for­stjóri Rík­is­kaupa, Sara Lind Guð­bergs­dótt­ir, seg­ir óljóst á þess­ari stundu hvort Rík­is­kaup þurfi að koma að ferl­inu.

Lögreglan fær 120 rafbyssur fyrir rúmar 50 milljónir
Eitt fyrirtæki um hituna Miðað við fyrirliggjandi upplýsingar er aðeins eitt fyrirtæki, Landstjarnan ehf., áhugasamt um að selja lögreglunni 120 rafbyssur fyrir rúmlega 50 milljónir. Sigríður Björk Guðjónsdóttir er ríkislögreglustjóri en embætti hennar er kaupandi vopnanna. Mynd: Bára Huld Beck

Embætti ríkislögreglustjóra mun kaupa 120 rafbyssur fyrir 54 milljónir króna samkvæmt áætluðu kostnaðarmati sem liggur fyrir um viðskiptin. Um er að ræða fyrstu kaup á rafbyssum fyrir lögregluna hér á landi og gætu viðskiptin svo orðið meiri í kjölfarið. Þetta kemur fram í svörum frá starfandi forstjóra Ríkiskaupa, Söru Lind Guðbergsdóttur, við spurningum Heimildarinnar um kaup íslenska ríkisins á rafbyssunum. „Samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef er áætlað kostnaðarmat 54 milljónir króna án vsk og áætlað magn í fyrstu kaupum 120 eintök,“ segir í svari hennar í tölvupósti. 

Ríkiskaup gerðu markaðskönnun á Evrópska efnahagssvæðinu meðal áhugasamra söluaðila á rafbyssum. Niðurstaðan úr þeirri könnun var að einungis eitt fyrirtæki hefði áhuga á að selja löggunni þessi vopn. Þetta er íslenska fyrirtækið Landstjarnan ehf., sem er með umboð fyrir Axon-rafbyssur sem og aðrar vörur frá fyrirtækinu. 

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Rafbyssuvæðing lögreglunnar

Þroskahjálp: Rafbyssuvæðing lögreglunnar „hrollvekjandi tilhugsun“
FréttirRafbyssuvæðing lögreglunnar

Þroska­hjálp: Raf­byssu­væð­ing lög­regl­unn­ar „hroll­vekj­andi til­hugs­un“

Sér­fræð­ing­ur og fram­kvæmda­stjóri hjá Þroska­hjálp segja að sam­tök­in hafi áhyggj­ur af raf­byssu­væð­ingu lög­regl­unn­ar. Þroska­hjálp hef­ur fund­að með embætti rík­is­lög­reglu­stjóra vegna þessa. Ástæð­an er sú að lög­regl­an hafi ekki nægi­lega þekk­ingu á stöðu fólks með fötl­un sem hún kann að þurfa að hafa af­skipti af.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár