Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Lögreglan fær 120 rafbyssur fyrir rúmar 50 milljónir

Embætti rík­is­lög­reglu­stjóra mun fá 120 raf­byss­ur fyrst um sinn sam­kvæmt bráða­birgða­mati. Kostn­að­ur­inn við þessi raf­byssu­kaup er 54 millj­ón­ir króna. Starf­andi for­stjóri Rík­is­kaupa, Sara Lind Guð­bergs­dótt­ir, seg­ir óljóst á þess­ari stundu hvort Rík­is­kaup þurfi að koma að ferl­inu.

Lögreglan fær 120 rafbyssur fyrir rúmar 50 milljónir
Eitt fyrirtæki um hituna Miðað við fyrirliggjandi upplýsingar er aðeins eitt fyrirtæki, Landstjarnan ehf., áhugasamt um að selja lögreglunni 120 rafbyssur fyrir rúmlega 50 milljónir. Sigríður Björk Guðjónsdóttir er ríkislögreglustjóri en embætti hennar er kaupandi vopnanna. Mynd: Bára Huld Beck

Embætti ríkislögreglustjóra mun kaupa 120 rafbyssur fyrir 54 milljónir króna samkvæmt áætluðu kostnaðarmati sem liggur fyrir um viðskiptin. Um er að ræða fyrstu kaup á rafbyssum fyrir lögregluna hér á landi og gætu viðskiptin svo orðið meiri í kjölfarið. Þetta kemur fram í svörum frá starfandi forstjóra Ríkiskaupa, Söru Lind Guðbergsdóttur, við spurningum Heimildarinnar um kaup íslenska ríkisins á rafbyssunum. „Samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef er áætlað kostnaðarmat 54 milljónir króna án vsk og áætlað magn í fyrstu kaupum 120 eintök,“ segir í svari hennar í tölvupósti. 

Ríkiskaup gerðu markaðskönnun á Evrópska efnahagssvæðinu meðal áhugasamra söluaðila á rafbyssum. Niðurstaðan úr þeirri könnun var að einungis eitt fyrirtæki hefði áhuga á að selja löggunni þessi vopn. Þetta er íslenska fyrirtækið Landstjarnan ehf., sem er með umboð fyrir Axon-rafbyssur sem og aðrar vörur frá fyrirtækinu. 

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Rafbyssuvæðing lögreglunnar

Þroskahjálp: Rafbyssuvæðing lögreglunnar „hrollvekjandi tilhugsun“
FréttirRafbyssuvæðing lögreglunnar

Þroska­hjálp: Raf­byssu­væð­ing lög­regl­unn­ar „hroll­vekj­andi til­hugs­un“

Sér­fræð­ing­ur og fram­kvæmda­stjóri hjá Þroska­hjálp segja að sam­tök­in hafi áhyggj­ur af raf­byssu­væð­ingu lög­regl­unn­ar. Þroska­hjálp hef­ur fund­að með embætti rík­is­lög­reglu­stjóra vegna þessa. Ástæð­an er sú að lög­regl­an hafi ekki nægi­lega þekk­ingu á stöðu fólks með fötl­un sem hún kann að þurfa að hafa af­skipti af.

Mest lesið

Leitar að framtíðarstarfsfólki á leikskóla:  „Við erum alltaf að gefa afslátt“
4
ViðtalÍ leikskóla er álag

Leit­ar að fram­tíð­ar­starfs­fólki á leik­skóla: „Við er­um alltaf að gefa af­slátt“

Hall­dóra Guð­munds­dótt­ir, leik­skóla­stjóri á Drafnar­steini, seg­ir það enga töfra­lausn að for­eldr­ar ráði sig tíma­bund­ið til starfa á leik­skól­um til að tryggja börn­um sín­um leik­skóla­pláss. Þetta sé hins veg­ar úr­ræði sem hafi ver­ið lengi til stað­ar en hef­ur færst í auk­ana síð­ustu ár. Far­fugl­arn­ir mega ekki verða fleiri en stað­fugl­arn­ir.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Frá end­ur­lífg­un á bráða­mót­tök­unni í umönn­un leik­skóla­barna

Líf Auð­ar Ólafs­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings og fjöl­skyldu tók stakka­skipt­um síð­asta haust þeg­ar hún sagði skil­ið við Bráða­mót­töku Land­spít­al­ans eft­ir átta ára starf og hóf störf á leik­skóla barn­anna sinna til að koma yngra barn­inu inn á leik­skóla. „Ég fór úr því að vera í end­ur­lífg­un einn dag­inn yf­ir í að syngja Kalli litli kóngu­ló hinn dag­inn.“

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár