Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Hreyfing með óteljandi andlit

Þau hafa hlekkj­að sig við einka­þot­ur. Far­ið í setu­verk­fall á hrað­braut­um. Brot­ið glugga í banka og reynt að raska vél­ræn­um takti ið­andi stór­borga. Ver­ið hand­tek­in í hundraða vís. En þeg­ar neyð­ar­ástand skap­ast get­ur þurft að brjóta gler­ið, segja þau. Láta í sér heyra. Ekki vera bara stillt, prúð og hlýð­in. Og neyð­in vof­ir yf­ir með sí­vax­andi lofts­lags­breyt­ing­um af manna­völd­um.

Uppi varð fótur og fit á flugvelli í Genf í síðustu viku. Hópur fólks hafði komist inn á völlinn og hlekkjað sig við einkaþotu. Þau voru hin rólegustu en röskuðu heldur betur ró starfsmanna vallarins sem reyndu í ofboði að draga þau af vettvangi og hringdu svo í lögregluna sem tókst að fjarlægja hópinn.

Hann samanstóð af einstaklingum úr ýmsum áttum, sem eiga það þó sameiginlegt að vera aktívistar sem eru að berjast með ýmsum ráðum við að opna augu stjórnmálamanna og almennings fyrir yfirvofandi hættu.

Tilgangur gjörningsins, sem hefur verið endurtekinn á fleiri flugvöllum í Evrópu, var að vekja athygli á eftirfarandi: Á sama tíma og loftslagsváin vofir yfir kaupir ríkasta prósent jarðarbúa sér einkaþotur sem aldrei fyrr. Einkaþotur „brenna framtíð okkar“ og „drepa plánetuna“, stóð á viðvörunarmiðum, sambærilegum þeim sem skylt er að setja á tóbaksvörur, sem þau límdu á einkaþotuna.

Einkaþotur eru tvöfalt fleiri í dag en …

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • TM
    Tómas Maríuson skrifaði
    Síðan um 1950 hafa vísindin viðurkennt að athafnir manna munu auka hita loftlags.
    Um og eftir 1980 ætti almenningurinn einnig að hafa fengið vitneskju um það.
    1992 var mikil ráðstefna í Rio de Janeiro þar sem allir lofuðu að stemma stigu við hækkandi hita veðurfars.
    2023: það er blásið CO2 út í andrúmsloftið eins og aldrei fyrr.
    Er einhver hissa á að þeir sem þurfa að súpa seiðið eru reiðir?
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár