Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

„Ekkert að því að laun þingmanna hækki eins og annarra“

Þing­menn segja að þeir eigi líkt og aðr­ir rétt á launa­hækk­un­um, en hækk­an­ir fram und­an séu óþarf­lega há­ar.

„Ekkert að því að laun þingmanna hækki eins og annarra“

Þingmenn eiga von á launahækkun þann 1. júlí. Forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir, hefur sagt hækkunina verða á bilinu 6 til 6,3 prósent. Ef tekið er mið af efri mörkum þýðir þetta að laun þingmanna hækka um allt að 85 þúsund krónur á mánuði og laun ráðherra um 141 þúsund krónur. Laun Katrínar fara upp í 2.470 þúsund krónur á mánuði.  Á undanförnum sjö árum hafa laun forsætisráðherra hækkað um 89 prósent, eða 1.235 þúsund krónur. 

Heimildin spurði þingmenn hvort launahækkunin væri sanngjörn. Ekki svöruðu allir þeir sem spurðir voru en aðeins fjórir þingmenn gáfu kost á svörum.

Nær ekki nokkurri átt

Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingmaður Flokks fólksins, fær 85 þúsund króna launahækkun. Hún sagði hækkunina ekki í samræmi við það sem aðrir launþegar fá á vinnumarkaði. Innt eftir því hvort hún sé sátt við launahækkunina segir hún:

„Mér finnst svo sem ekkert að því að laun þingmanna hækki eins og annarra. En þessar hækkanir eru ekki í neinu samræmi við það sem aðrir launþegar hafa þurft að sætta sig við. Og eru í rauninni algjörlega fáránlegar. Þetta er 113 prósent meiri hækkun en aðrir launþegar eru að fá. Það nær ekki nokkurri einustu átt. Það er bara eitthvað sem ég er alfarið á móti og við í Flokki fólksins erum að vinna að einhvers konar þingsályktunartillögu, eða eitthvað þess háttar, til þess að reyna að gera eitthvað í þessu.“ 

Hvenær eigum við von á henni?

„Ja, við erum bara að vinna hana núna, þannig að ég vona að það heyrist af henni sem allra fyrst.“ 

Aðspurð að því hvort hún sé andvíg hækkuninni segist hún andvíg henni „í þessu ástandi“ og að í slíku ástandi sé hún eins og „blaut tuska“. „Þetta er ekki í takti við það sem er að gerast í þjóðfélaginu,“ segir hún. 

Ásthildur LóaSagði hækkunina ekki í samræmi við aðrar launahækkanir.

Gangi þetta eftir, hvað ætlar þú að gera við þessar 85 þúsund krónur?

„Ég hef ekkert velt því fyrir mér. Við erum búin að leggja fram tillögu að hækkunin taki ekki gildi á meðan ástandið er eins og það er. Við erum að gera það sem við getum.“

Gangi þetta eftir, viðurkennir hún að henni „muni alveg um 85 þúsund kall eins og öllum öðrum“. Hækkunin sé hins vegar ekki „mikil breyting“ eins og er. Hún gæti sagst ætla að gefa frá sér hækkunina, en „hver ætlar að fylgja því eftir?“ Ef til þess kæmi væri heldur ekki víst að hún myndi vilja gefa það upp sjálf. „Ef þú gefur eitthvað þá gerir þú það án þess að vera endilega að monta þig af því.“

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sagði í samtali við RÚV árið 2017, eftir að kjararáð ákvað að hækka laun æðstu embættismanna ári áður, að hann hefði „ekki beðið um þessa kauphækkun“ og að hann „þyrfti hana ekki“. Í fréttinni var sagt frá því að Guðni hefði gefið samtals tæpar fjórar milljónir króna af launum sínum til góðgerðarmála frá því að laun hans voru hækkuð. 

Skárra en Kjaradómur

Þingmaður Pírata, Gísli Rafn Ólafsson, fær sömu launahækkun. Hann sagði núverandi fyrirkomulag skárra en Kjaradóm. Aðspurður hvort honum þyki þessi hækkun sanngjörn svarar hann neitandi: 

„Finnst mér sanngjarnt að laun þingmanna hækki þetta mikið? Nei.

En launin þurfa einhvern veginn að haldast í við þróunina. Þetta fyrirkomulag sem var sett á er allavega skárra en var þegar Kjaradómur var að gera þetta. Í samningum ríkisstarfsmanna var þak, 66 þúsund eða eitthvað svoleiðis. Það hefði alveg mátt vera þak á þessum hækkunum líka. Þannig að það þarf að endurskoða hvernig þetta er gert.

Gísli Rafn þingmaðurSegir að hægt væri að setja þak á launahækkanir þingmanna.

En það þarf líka að passa að þetta geymist ekki í mörg ár, eins og gerðist stundum í Kjaradómi. Þá var verið að bíða í jafnvel tvö til þrjú ár eftir að það kæmi einhver leiðrétting. Þess vegna urðu leiðréttingarnar svo háar. Þannig að það þarf að finna einhverja réttláta leið í þessu.“  

Ert þú með hugmynd að réttlátri leið?

Þetta þak, að setja krónutöluþak. Ef við horfum til dæmis á hvernig launin virðast vera að hækka núna, þá hefði þak verið á alla. Rétt eins og á alla hæstlaunuðu starfsmenn hjá ríkinu.“  

Þarft þú þessa hækkun?

„Nei, ekki þannig lagað séð,“ segir Gísli, en bætir við að hækkunin sé tengd almennum hækkunum, til að þingmenn verði ekki fyrir „launalækkun“. 

Hann hefur ekkert velt fyrir sér hvernig hann muni ráðstafa auknu ráðstöfunarfé. „Maður á ekki að eyða peningum sem eru ekki komnir í vasann,“ segir hann. Þingmenn þurfi eins og aðrir að „standa undir hærri húsnæðiskostnaði og dýrari matarkörfu“. 

Upphæðin breytir ekki öllu

Guðbrandur Einarsson, þingmaður Viðreisnar, sagði ekki breyta öllu máli hvort hann fengi 60 eða 85 þúsund króna hækkun. En er þessi hækkun sanngjörn?

Sanngjarnt og ekki sanngjarnt. Það verður auðvitað að vera eins konar fyrirkomulag á launabreytingum þingmanna, eins og annarra. Hvort sú tala sem er verið að greiða út sé rétt eða ekki ætla ég ekki að leggja dóm á nákvæmlega núna. Það myndi ekkert skaða mig, hvort ég fengi 60 þúsund króna hækkun eða 85 þúsund hækkun, eins og hefur verið að gera á almenna markaðnum. Ég myndi ekkert líða fyrir það þótt þingmenn myndu fá sömu launahækkanir og aðrir.“ 

Guðbrandur EinarssonÞingmaður Viðreisnar.

Aðspurður hvort hann væri andvígur hækkuninni eða ekki sagðist hann geta svarað því bæði neitandi og játandi, hann styðji fyrirkomulagið við að ákveða laun kjörinna fulltrúa en í ljósi ástandsins í samfélaginu gæti hann vel stutt það að undirgangast sama þak og var ákveðið á almennum markaði í kjarasamningsviðræðum. „Af því að sumir eru búnir að taka á sig þak, þá get ég fallist á það að við kjörnir fulltrúar, í þetta skiptið, ættum að undirgangast sama þak,“ segir hann. 

En þarftu þessa hækkun?

„Nei, ég þarf ekki þessa hækkun. Ég get alveg lifað án hennar.“

Hvað ætlar þú að gera við peningana? Ætlar þú að gefa upphæðina til góðgerðarmála eins og Guðni gerði á sínum tíma?

„Ég hef ekkert hugsað út í það. Mér finnst eðlilegt að þingið, eða talsmenn flokka sem eiga fulltrúa á þingi, til dæmis formenn, ræði málin og reyni að komast að sameiginlegri niðurstöðu í málinu.“

Jakob FrímannSagði alla aðra hópa samfélagsins eiga að fá launahækkun.

Allir eiga rétt á launahækkunum

 Jakob Frímann Magnússon, þingmaður Flokks fólksins, fær 85 þúsund króna launahækkun eins og aðrir sem hér er rætt við. Þar með verður hann með 1.431 þúsund krónur í mánaðarlaun. Á sjö árum hafa laun þingmanna tvöfaldast og hækkað um 719 þúsund krónur. Því til viðbótar geta þingmenn fengið alls konar viðbótargreiðslur vegna kostnaðar sem fellur til vegna starfsins, eða aukastarfa á borð við nefndarformennsku. Til samanburðar var miðgildi heildarlauna fólks á Íslandi, samkvæmt tölum Hagstofunnar, 775 þúsund krónur á síðasta ári. Meðaltal heildarlauna var 871 þúsund á mánuði. Aðspurður hvort hækkun þingmanna sé sanngjörn svarar Jakob Frímann því neitandi:

„Ég tel að bókstaflega allir aðrir hópar í samfélaginu eigi rétt á launahækkunum, en ekki þingmenn og hæstráðendur.“ 

Þarft þú þessa hækkun?

„Ég er búinn að lýsa því yfir að mér finnst þetta vera mjög óviðeigandi skilaboð til samfélagsins sem þarf að endurskoða.“

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Þórður Snær Júlíusson
6
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Vextir þriðjungs allra óverðtryggðra lána til heimila landsins losna brátt
9
Viðskipti

Vext­ir þriðj­ungs allra óverð­tryggðra lána til heim­ila lands­ins losna brátt

Í nýj­ustu mán­að­ar­skýrslu Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un­ar er sagt frá því að meiri­hluti eft­ir­stand­andi óverð­tryggðra lána á föst­um vöxt­um munu koma til end­ur­skoð­un­ar á næstu miss­er­um. Frá og með júlí og til og með ág­úst á næsta ári munu vext­ir losna á óverð­tryggð­um lán­um fyr­ir sam­an­lagt 410 millj­arða króna. Það er rúm­lega þriðj­ung­ur af öll­um óverð­tryggð­um lán­um til heim­ila lands­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
4
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
6
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
7
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.
Öryrkjar borga fyrir kjarasamninga og tugir milljarða settir í borgarlínu
8
GreiningFjármálaáætlun 2025-2029

Ör­yrkj­ar borga fyr­ir kjara­samn­inga og tug­ir millj­arða sett­ir í borg­ar­línu

Rík­is­sjóð­ur verð­ur rek­inn í halla í næst­um ára­tug sam­fleytt áð­ur en við­snún­ing­ur næst. Til að fjár­magna tug­millj­arða króna út­gjöld vegna Grinda­vík­ur og kjara­samn­inga á með­al ann­ars að fresta greiðsl­um til ör­orku­líf­eyri­s­kerf­is­ins, selja eign­ir fyr­ir tugi millj­arða króna og lækka fram­lög í vara­sjóð. Fram­kvæmd­um sem áð­ur hef­ur ver­ið frest­að er frest­að á ný en pen­ing­ar sett­ir í nýja þjóð­ar­höll og tug­ir millj­arða króna verða til­tæk­ir í borg­ar­línu og tengd verk­efni. Vaxta­byrð­in á rík­is­sjóði verð­ur þó þung. Á næsta ári mun hann borga 121 millj­arð króna í slíka.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
4
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
10
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár