Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Mávar vilja éta það sama og menn

Fæðu­val máva stjórn­ast af því sem þeir sjá mann­eskj­ur borða. Þessi nið­ur­staða rann­sókn­ar vís­inda­manna við Há­skól­ann í Sus­sex gæti ver­ið gott vega­nesti til að finna leið­ir til að auð­velda sam­búð manna og máva.

Mávar vilja éta það sama og menn
Gargandi gáfur Þeir láta stundum vel í sér heyra og eru snjallir að finna sér eitthvað í gogginn. Og þeir eru klárir. Mynd: Pexels

Mávar eru ekki vinsælustu fuglar heims. Garg þeirra og fjöldi truflar suma líkt og dæmi hérlendis sýna. Í fyrra fengu einhverjir íbúar Garðabæjar sig fullsadda af sambúðinni og héldu því fram að mávarnir trufluðu svefnfrið og réðust jafnvel á fólk. Gunnar Þór Hallgrímsson fuglafræðingur sagði af því tilefni að ekkert væri til í því sem haldið var fram að mávar væru að verða árásargjarnari. En þeir, líkt og aðrir fuglar, verja egg sín og unga. Þeir væru hins vegar tækifærissinnar þegar kæmi að fæðu þrátt fyrir að langalgengasta fæða þeirra væri fiskur úr sjónum.

Og nú hefur verið gerð rannsókn sem sýnir að þeir fylgjast vel með okkur mannfólkinu og velja að éta það sama og við stingum upp í okkur.

Það voru sílamávar sem fóru svo mjög í taugarnar á Garðbæingunum en vísindamenn við Háskólann í Sussex rannsökuðu fæðuval silfurmáva. Silfurmáva er að finna á Íslandi þrátt fyrir að vera ekki algengir á höfuðborgarsvæðinu. En þar sem tegundirnar eru náskyldar og því margt hægt að læra af erlendum tegundunum, segir Tómas Grétar Gunnarsson fuglafræðingur við Heimildina um bresku rannsóknina.

Það hefur lengi verið vitað að mávar fylgjast með hegðun fólks, sækja í úrgang sem það skilur eftir sig, hvort sem er á sjó eða landi. En hin nýja rannsókn, sem gerð var á strönd í Brighton, sýnir að mávar fylgjast nákvæmlega með því sem við gæðum okkur á og velja að éta það sama. Til rannsóknarinnar voru notaðir tvenns konar pokar undan flögum og viti menn (og mávar) – fuglarnir völdu að leita að leifum í pokunum sem voru eins og þeir sem fólkið var að úða í sig úr.

Rannsóknin fór þannig fram að vísindafólkið límdi pokana við gangstéttarhellur nálægt hópi máva. Annars vegar var um að ræða grænan flögupoka og hins vegar bláan. Fólkið hörfaði svo um nokkra metra. Það ýmist sat svo og gerði ekkert eða hámaði í sig úr bláum eða grænum flögupoka.

Þegar rannsakendurnir aðhöfðust ekkert fór innan við fimmtungur mávanna að pokunum. En þegar þeir hófu að borða upp úr flögupokum kom tæplega helmingur fuglanna að pokunum á stéttinni. Um 40 prósent þeirra sem það gerðu enduðu á því að kroppa í pokana og um 95 prósent fóru beint að poka í sama lit og fólkið var að borða upp úr.

ÚtsjónarsamirMávar eru snjallir að finna æti og fylgjast með mönnum til að átta sig á hvar það er helst að finna. Og hvað af því er best.

Þetta þykir Franzisku Feist, líffræðingi og aðalhöfundi rannsóknarinnar, mjög áhugavert því nábýli manna og silfurmáva er tiltölulega nýtilkomið í þróunarsögulegu tilliti. Hún telur að nota megi rannsóknina til að draga úr spennu í samskiptum manna og máva. Niðurstaðan sýni að ekki sé nóg að setja upp skilti þar sem standi „Ekki gefa fuglunum“ heldur ætti að bæta við „og ekki láta þá sjá þig borða heldur,“ segir hún í samtali við The Guardian. Mávar fylgist greinilega með mannlegri hegðun og byggi fæðuval sitt að minnsta kosti að einhverju leyti á því sem þeir læra.

Madeleine Goumas, fuglafræðingur við Exeter-háskóla, segir það ekki ný vísindi að mávar fylgist með mannfólki og leiti að fæðu í kringum ákveðnar athafnir okkar. Rannsókn Sussex-fólksins sýni hins vegar að þeir læra ekki aðeins hvar mat gæti verið að finna heldur velja mat eftir því hvað þeir sjá okkur láta ofan í okkur. „Þessi vitneskja gæti hjálpað okkur að finna leiðir til að draga úr neikvæðum samskiptum manna og máva,“ segir hún, „því hún sýnir að við erum óviljandi að kenna mávum að nýta sér nýja fæðu“.

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Þeir halda kannski að þeir verði svona stórir einsog við ef þeir borða það sama
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
6
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár