Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Mávar vilja éta það sama og menn

Fæðu­val máva stjórn­ast af því sem þeir sjá mann­eskj­ur borða. Þessi nið­ur­staða rann­sókn­ar vís­inda­manna við Há­skól­ann í Sus­sex gæti ver­ið gott vega­nesti til að finna leið­ir til að auð­velda sam­búð manna og máva.

Mávar vilja éta það sama og menn
Gargandi gáfur Þeir láta stundum vel í sér heyra og eru snjallir að finna sér eitthvað í gogginn. Og þeir eru klárir. Mynd: Pexels

Mávar eru ekki vinsælustu fuglar heims. Garg þeirra og fjöldi truflar suma líkt og dæmi hérlendis sýna. Í fyrra fengu einhverjir íbúar Garðabæjar sig fullsadda af sambúðinni og héldu því fram að mávarnir trufluðu svefnfrið og réðust jafnvel á fólk. Gunnar Þór Hallgrímsson fuglafræðingur sagði af því tilefni að ekkert væri til í því sem haldið var fram að mávar væru að verða árásargjarnari. En þeir, líkt og aðrir fuglar, verja egg sín og unga. Þeir væru hins vegar tækifærissinnar þegar kæmi að fæðu þrátt fyrir að langalgengasta fæða þeirra væri fiskur úr sjónum.

Og nú hefur verið gerð rannsókn sem sýnir að þeir fylgjast vel með okkur mannfólkinu og velja að éta það sama og við stingum upp í okkur.

Það voru sílamávar sem fóru svo mjög í taugarnar á Garðbæingunum en vísindamenn við Háskólann í Sussex rannsökuðu fæðuval silfurmáva. Silfurmáva er að finna á Íslandi þrátt fyrir að vera ekki algengir á höfuðborgarsvæðinu. En þar sem tegundirnar eru náskyldar og því margt hægt að læra af erlendum tegundunum, segir Tómas Grétar Gunnarsson fuglafræðingur við Heimildina um bresku rannsóknina.

Það hefur lengi verið vitað að mávar fylgjast með hegðun fólks, sækja í úrgang sem það skilur eftir sig, hvort sem er á sjó eða landi. En hin nýja rannsókn, sem gerð var á strönd í Brighton, sýnir að mávar fylgjast nákvæmlega með því sem við gæðum okkur á og velja að éta það sama. Til rannsóknarinnar voru notaðir tvenns konar pokar undan flögum og viti menn (og mávar) – fuglarnir völdu að leita að leifum í pokunum sem voru eins og þeir sem fólkið var að úða í sig úr.

Rannsóknin fór þannig fram að vísindafólkið límdi pokana við gangstéttarhellur nálægt hópi máva. Annars vegar var um að ræða grænan flögupoka og hins vegar bláan. Fólkið hörfaði svo um nokkra metra. Það ýmist sat svo og gerði ekkert eða hámaði í sig úr bláum eða grænum flögupoka.

Þegar rannsakendurnir aðhöfðust ekkert fór innan við fimmtungur mávanna að pokunum. En þegar þeir hófu að borða upp úr flögupokum kom tæplega helmingur fuglanna að pokunum á stéttinni. Um 40 prósent þeirra sem það gerðu enduðu á því að kroppa í pokana og um 95 prósent fóru beint að poka í sama lit og fólkið var að borða upp úr.

ÚtsjónarsamirMávar eru snjallir að finna æti og fylgjast með mönnum til að átta sig á hvar það er helst að finna. Og hvað af því er best.

Þetta þykir Franzisku Feist, líffræðingi og aðalhöfundi rannsóknarinnar, mjög áhugavert því nábýli manna og silfurmáva er tiltölulega nýtilkomið í þróunarsögulegu tilliti. Hún telur að nota megi rannsóknina til að draga úr spennu í samskiptum manna og máva. Niðurstaðan sýni að ekki sé nóg að setja upp skilti þar sem standi „Ekki gefa fuglunum“ heldur ætti að bæta við „og ekki láta þá sjá þig borða heldur,“ segir hún í samtali við The Guardian. Mávar fylgist greinilega með mannlegri hegðun og byggi fæðuval sitt að minnsta kosti að einhverju leyti á því sem þeir læra.

Madeleine Goumas, fuglafræðingur við Exeter-háskóla, segir það ekki ný vísindi að mávar fylgist með mannfólki og leiti að fæðu í kringum ákveðnar athafnir okkar. Rannsókn Sussex-fólksins sýni hins vegar að þeir læra ekki aðeins hvar mat gæti verið að finna heldur velja mat eftir því hvað þeir sjá okkur láta ofan í okkur. „Þessi vitneskja gæti hjálpað okkur að finna leiðir til að draga úr neikvæðum samskiptum manna og máva,“ segir hún, „því hún sýnir að við erum óviljandi að kenna mávum að nýta sér nýja fæðu“.

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Þeir halda kannski að þeir verði svona stórir einsog við ef þeir borða það sama
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
3
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár