Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Hlutfall tekjuhárra heimila hæst á Seltjarnarnesi og í Garðabæ

Hag­stof­an hef­ur birt nýj­ar töl­ur úr mann­tali árs­ins 2021 sem sýna að Seltjarn­ar­nes og Garða­bær skera sig úr, hvað varð­ar hlut­fall heim­ila sem eru í efsta tekjufimmt­ungi heim­ila á landsvísu.

Hlutfall tekjuhárra heimila hæst á Seltjarnarnesi og í Garðabæ
Seltjarnarnes Heimili á Seltjarnarnesi og Garðabæ eru líklegri til þess að vera í efsta tekjufimmtungi en heimili í nokkrum öðrum sveitarfélögum. Mynd: Heiða Helgadóttir

Sveitarfélögin Seltjarnarnes og Garðabær skera sig úr á landsvísu ef litið er til hlutfalls heimila í efsta tekjufimmtungi, en 34 prósent heimila á Seltjarnarnesi voru í þeim hópi og 33,4 prósent heimila í Garðabæ, samkvæmt tölum sem Hagstofan hefur birt úr manntali ársins 2021.

Næst á lista koma Snæfellsbær og Grýtubakkahreppur, en þar voru 28,8 og 27,6 prósent heimila í efsta tekjufimmtungi. Þar á eftir koma Kópavogur og Fjarðabyggð, þar sem um og yfir 24 prósent heimila voru í efsta tekjufimmtungi.

Í nokkrum sveitarfélögum hefur þetta hlutfall lækkað talsvert frá manntalinu 2011, sér í lagi í Vestmannaeyjum, á Skagaströnd og í Fjarðabyggð. Í þessum sveitarfélögum voru yfir 30 prósent heimila í efsta tekjufimmtungi árið 2011, en öllu lægri nú. Allra mest var breytingin í Vestmannaeyjum, þar sem hlutfall heimila í efsta tekjufimmtungi lækkaði um 8,1 prósentustig. 

Á hinum enda skalans sést í tölum Hagstofunnar að hlutfallslega fæst heimili í Þingeyjarsveit, Húnaþingi vestra og Hrunamannahreppi voru í efsta tekjufimmtungi  heimila í landinu, eða innan við 11 prósent heimila í hverju sveitarfélagi um sig.

Mörg tekjulág heimili á Ásbrú og miðborg Reykjavíkur

Hagstofan hefur einnig tekið saman upplýsingar um það hvernig hlutfall heimila í lægsta tekjufimmtungi eru innan svokallaðra smásvæða í landinu. Þar má sjá nokkur svæði skera sig úr. Hæst er hlutfallið á skilgreindu svæði sem nær yfir Ásbrú í Reykjanesbæ, en 42 prósent heimila þar voru í lægsta tekjufimmtungi samkvæmt manntalinu.

Í og við miðborg Reykjavíkur er hlutfall tekjulágra heimila einnig hátt, eða allt upp í rúm 38 prósent á einu svæði miðsvæðis. 

Á hinum enda þessa skala var eitt skilgreint smásvæði á Seltjarnarnesi, þar sem 8,2 prósent heimila voru í lægsta tekjufimmtungi og svæði á Akranesi þar sem 8,6 prósent heimila voru í lægsta tekjufimmtungi. Þar á eftir komu svo fjögur smásvæði í Garðabæ.

Eins og gefur að skilja hefur gerð heimila mest um það að segja hvernig tekjur þess eru. Þannig voru um 70 prósent heimilanna sem féllu í lægsta tekjufimmtunginn heimili með einungis einum einstakling, eða þá heimili einstæðra mæðra og feðra.










Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
4
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
4
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár