Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Hlutfall tekjuhárra heimila hæst á Seltjarnarnesi og í Garðabæ

Hag­stof­an hef­ur birt nýj­ar töl­ur úr mann­tali árs­ins 2021 sem sýna að Seltjarn­ar­nes og Garða­bær skera sig úr, hvað varð­ar hlut­fall heim­ila sem eru í efsta tekjufimmt­ungi heim­ila á landsvísu.

Hlutfall tekjuhárra heimila hæst á Seltjarnarnesi og í Garðabæ
Seltjarnarnes Heimili á Seltjarnarnesi og Garðabæ eru líklegri til þess að vera í efsta tekjufimmtungi en heimili í nokkrum öðrum sveitarfélögum. Mynd: Heiða Helgadóttir

Sveitarfélögin Seltjarnarnes og Garðabær skera sig úr á landsvísu ef litið er til hlutfalls heimila í efsta tekjufimmtungi, en 34 prósent heimila á Seltjarnarnesi voru í þeim hópi og 33,4 prósent heimila í Garðabæ, samkvæmt tölum sem Hagstofan hefur birt úr manntali ársins 2021.

Næst á lista koma Snæfellsbær og Grýtubakkahreppur, en þar voru 28,8 og 27,6 prósent heimila í efsta tekjufimmtungi. Þar á eftir koma Kópavogur og Fjarðabyggð, þar sem um og yfir 24 prósent heimila voru í efsta tekjufimmtungi.

Í nokkrum sveitarfélögum hefur þetta hlutfall lækkað talsvert frá manntalinu 2011, sér í lagi í Vestmannaeyjum, á Skagaströnd og í Fjarðabyggð. Í þessum sveitarfélögum voru yfir 30 prósent heimila í efsta tekjufimmtungi árið 2011, en öllu lægri nú. Allra mest var breytingin í Vestmannaeyjum, þar sem hlutfall heimila í efsta tekjufimmtungi lækkaði um 8,1 prósentustig. 

Á hinum enda skalans sést í tölum Hagstofunnar að hlutfallslega fæst heimili í Þingeyjarsveit, Húnaþingi vestra og Hrunamannahreppi voru í efsta tekjufimmtungi  heimila í landinu, eða innan við 11 prósent heimila í hverju sveitarfélagi um sig.

Mörg tekjulág heimili á Ásbrú og miðborg Reykjavíkur

Hagstofan hefur einnig tekið saman upplýsingar um það hvernig hlutfall heimila í lægsta tekjufimmtungi eru innan svokallaðra smásvæða í landinu. Þar má sjá nokkur svæði skera sig úr. Hæst er hlutfallið á skilgreindu svæði sem nær yfir Ásbrú í Reykjanesbæ, en 42 prósent heimila þar voru í lægsta tekjufimmtungi samkvæmt manntalinu.

Í og við miðborg Reykjavíkur er hlutfall tekjulágra heimila einnig hátt, eða allt upp í rúm 38 prósent á einu svæði miðsvæðis. 

Á hinum enda þessa skala var eitt skilgreint smásvæði á Seltjarnarnesi, þar sem 8,2 prósent heimila voru í lægsta tekjufimmtungi og svæði á Akranesi þar sem 8,6 prósent heimila voru í lægsta tekjufimmtungi. Þar á eftir komu svo fjögur smásvæði í Garðabæ.

Eins og gefur að skilja hefur gerð heimila mest um það að segja hvernig tekjur þess eru. Þannig voru um 70 prósent heimilanna sem féllu í lægsta tekjufimmtunginn heimili með einungis einum einstakling, eða þá heimili einstæðra mæðra og feðra.










Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Lofar stöðugleika til að ná niður 125 milljarða vaxtabyrði
6
Fréttir

Lof­ar stöð­ug­leika til að ná nið­ur 125 millj­arða vaxta­byrði

Rík­is­stjórn­in ætl­ar að ná halla­laus­um rekstri strax ár­ið 2027 en halli næsta árs verð­ur 15 millj­arð­ar, sam­kvæmt nýkynntu fjár­laga­frum­varpi. Það er um 11 millj­örð­um minni halli en gert hafði ver­ið ráð fyr­ir. Vaxta­gjöld rík­is­sjóðs nema nú 125 millj­örð­um króna á ári, sem jafn­gild­ir um 314 þús­und krón­um á hvern íbúa – hærri fjár­hæð en rekst­ur allra fram­halds­skóla og há­skóla lands­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár