Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Hlutfall tekjuhárra heimila hæst á Seltjarnarnesi og í Garðabæ

Hag­stof­an hef­ur birt nýj­ar töl­ur úr mann­tali árs­ins 2021 sem sýna að Seltjarn­ar­nes og Garða­bær skera sig úr, hvað varð­ar hlut­fall heim­ila sem eru í efsta tekjufimmt­ungi heim­ila á landsvísu.

Hlutfall tekjuhárra heimila hæst á Seltjarnarnesi og í Garðabæ
Seltjarnarnes Heimili á Seltjarnarnesi og Garðabæ eru líklegri til þess að vera í efsta tekjufimmtungi en heimili í nokkrum öðrum sveitarfélögum. Mynd: Heiða Helgadóttir

Sveitarfélögin Seltjarnarnes og Garðabær skera sig úr á landsvísu ef litið er til hlutfalls heimila í efsta tekjufimmtungi, en 34 prósent heimila á Seltjarnarnesi voru í þeim hópi og 33,4 prósent heimila í Garðabæ, samkvæmt tölum sem Hagstofan hefur birt úr manntali ársins 2021.

Næst á lista koma Snæfellsbær og Grýtubakkahreppur, en þar voru 28,8 og 27,6 prósent heimila í efsta tekjufimmtungi. Þar á eftir koma Kópavogur og Fjarðabyggð, þar sem um og yfir 24 prósent heimila voru í efsta tekjufimmtungi.

Í nokkrum sveitarfélögum hefur þetta hlutfall lækkað talsvert frá manntalinu 2011, sér í lagi í Vestmannaeyjum, á Skagaströnd og í Fjarðabyggð. Í þessum sveitarfélögum voru yfir 30 prósent heimila í efsta tekjufimmtungi árið 2011, en öllu lægri nú. Allra mest var breytingin í Vestmannaeyjum, þar sem hlutfall heimila í efsta tekjufimmtungi lækkaði um 8,1 prósentustig. 

Á hinum enda skalans sést í tölum Hagstofunnar að hlutfallslega fæst heimili í Þingeyjarsveit, Húnaþingi vestra og Hrunamannahreppi voru í efsta tekjufimmtungi  heimila í landinu, eða innan við 11 prósent heimila í hverju sveitarfélagi um sig.

Mörg tekjulág heimili á Ásbrú og miðborg Reykjavíkur

Hagstofan hefur einnig tekið saman upplýsingar um það hvernig hlutfall heimila í lægsta tekjufimmtungi eru innan svokallaðra smásvæða í landinu. Þar má sjá nokkur svæði skera sig úr. Hæst er hlutfallið á skilgreindu svæði sem nær yfir Ásbrú í Reykjanesbæ, en 42 prósent heimila þar voru í lægsta tekjufimmtungi samkvæmt manntalinu.

Í og við miðborg Reykjavíkur er hlutfall tekjulágra heimila einnig hátt, eða allt upp í rúm 38 prósent á einu svæði miðsvæðis. 

Á hinum enda þessa skala var eitt skilgreint smásvæði á Seltjarnarnesi, þar sem 8,2 prósent heimila voru í lægsta tekjufimmtungi og svæði á Akranesi þar sem 8,6 prósent heimila voru í lægsta tekjufimmtungi. Þar á eftir komu svo fjögur smásvæði í Garðabæ.

Eins og gefur að skilja hefur gerð heimila mest um það að segja hvernig tekjur þess eru. Þannig voru um 70 prósent heimilanna sem féllu í lægsta tekjufimmtunginn heimili með einungis einum einstakling, eða þá heimili einstæðra mæðra og feðra.










Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Við erum að virkja fyrir peningana sem okkur langar í“
6
Viðtal

„Við er­um að virkja fyr­ir pen­ing­ana sem okk­ur lang­ar í“

Odd­ur Sig­urðs­son hlaut Nátt­úru­vernd­ar­við­ur­kenn­ingu Sig­ríð­ar í Bratt­holti. Hann spáði fyr­ir um enda­lok Ok­jök­uls og því að Skeið­ará myndi ekki ná að renna lengi í sín­um far­vegi, sem rætt­ist. Nú spá­ir hann því að Reykja­nesskagi og höf­uð­borg­ar­svæð­ið fari allt und­ir hraun á end­an­um. Og for­dæm­ir fram­kvæmdagleði Ís­lend­inga á kostn­að nátt­úru­vernd­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
4
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.
Eini sjúkdómurinn sem kenndur er við Ísland
6
ViðtalME-faraldur

Eini sjúk­dóm­ur­inn sem kennd­ur er við Ís­land

„Þeg­ar hann sá pass­ann henn­ar hróp­aði hann upp yf­ir sig: Ice­land, Icelandic disea­se! og hún sagði hon­um að hún hefði sjálf veikst af sjúk­dómn­um,“ seg­ir Ósk­ar Þór Hall­dórs­son, sem skrif­aði bók um Ak­ur­eyr­ar­veik­ina þar sem ljósi er varp­að á al­var­leg eftir­köst veiru­sýk­inga. Áhugi vís­inda­manna á Ak­ur­eyr­ar­veik­inni sem geis­aði á miðri síð­ustu öld hef­ur ver­ið tölu­verð­ur eft­ir Covid-far­ald­ur­inn.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu