„Já, þetta er náttúrlega sturlun, þetta ástand. Þetta er algjört rugl,“ segir ljósmyndarinn Sigtryggur Ari Jóhannsson um aukna greiðslubyrði samfara verðbólgu og síhækkandi vöxtum. Undanfarið eitt og hálft ár hefur greiðslubyrðin af íbúðarláninu hans vaxið um fjörutíu prósent; hækkað úr rúmum 140 þúsund krónum í rúmar 200 þúsund krónur.
Lánið tók hann árið 2021 til að kaupa hóflega íbúð fyrir sig og dætur sínar tvær. „Ég keypti mér íbúð eftir skilnaðinn fyrir einu og hálfu ári síðan. Hún kostaði 50 milljónir, bara lítil og ég gat ekki keypt herbergi fyrir alla, sem er allt í lagi. Ég átti tíu milljónir og tók svo lán. Ég var að borga svona hundrað og fjörutíu þúsund á mánuði af því. Sem er komið upp fyrir 200 þúsund krónur hjá mér í dag,“ segir Sigtryggur Ari.
„Þetta er verðtryggt. Eins mikið og …
Athugasemdir