Stýrivextir hafa nú verið hækkaðir þrettán sinnum í röð og standa nú í 8,75 prósentum. Síðasta hækkun, sem kynnt var í liðinni viku, var sú skarpasta til þessa. Vextirnir voru hækkaðir um 1,25 prósentustig. Það er raunar mesta hækkun stýrivaxta í einu skrefi síðan í október 2008, í kjölfar þess að íslenska bankakerfið hrundi. Þá hækkuðu vextirnir úr 12 í 18 prósent.
Ástæðan fyrir því að stýrivextir eru að hækka er þrálát verðbólga. Í henni felst að verðlag hækkar og kaupmáttur peninga minnkar. Fólk fær minna magn vöru og þjónustu fyrir hverja krónu. Í viðleitni sinni við að hemja verðbólguna er Seðlabankinn að reyna að kæla hagkerfið. Fá fólk og fyrirtæki til að eyða minna af peningum, meðal annars með því að gera greiðslubyrði af lánum þeirra hærri. Því fleiri krónur sem fara í að borga af lánum, því færri eru eftir í annað.
Þetta er einn hluta umfjöllunar Heimildarinnar …
Athugasemdir