Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Svona bíta hærri vextir og aukin verðbólga á venjulegu fólki

Þrálát verð­bólga er á Ís­landi og við­bú­ið að bar­átt­an við hana verði lang­vinn. Til þess að berj­ast við hana hef­ur Seðla­bank­inn hækk­að stýri­vexti þrett­án sinn­um í röð, sem hækka greiðslu­byrði heim­ila af íbúðalán­um veru­lega. Áhrif­in á dag­legt líf eru veru­leg og kaup­mátt­ur launa fólks er að drag­ast sam­an. Það fær minna fyr­ir pen­ing­ana sína og þarf sam­tím­is að nota stærra hlut­fall þeirra í að borga fyr­ir þak yf­ir höf­uð­ið.

Stýrivextir hafa nú verið hækkaðir þrettán sinnum í röð og standa nú í 8,75 prósentum. Síðasta hækkun, sem kynnt var í liðinni viku, var sú skarpasta til þessa. Vextirnir voru hækkaðir um 1,25 prósentustig. Það er raunar mesta hækkun stýrivaxta í einu skrefi síðan í október 2008, í kjölfar þess að íslenska bankakerfið hrundi. Þá hækkuðu vextirnir úr 12 í 18 prósent. 

Ástæðan fyrir því að stýrivextir eru að hækka er þrálát verðbólga. Í henni felst að verðlag hækkar og kaupmáttur peninga minnkar. Fólk fær minna magn vöru og þjónustu fyrir hverja krónu. Í viðleitni sinni við að hemja verðbólguna er Seðlabankinn að reyna að kæla hagkerfið. Fá fólk og fyrirtæki til að eyða minna af peningum, meðal annars með því að gera greiðslubyrði af lánum þeirra hærri. Því fleiri krónur sem fara í að borga af lánum, því færri eru eftir í annað. 

Þetta er einn hluta umfjöllunar Heimildarinnar …

Kjósa
26
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Lífskjarakrísan

Býr sig undir „skell fasteignaeigenda á næsta ári“
FréttirLífskjarakrísan

Býr sig und­ir „skell fast­eigna­eig­enda á næsta ári“

Ásta Sigrún Helga­dótt­ir, um­boðs­mað­ur skuld­ara, seg­ir að embætt­ið sé að búa sig und­ir fjölda um­sókna frá fast­eigna­eig­end­um í fjár­hags­vanda. Greina megi auk­inn óró­leika og jafn­vel kvíða hjá fólki sem þigg­ur símaráð­gjöf hjá embætt­inu. Flest sem fá að­stoð eru ör­yrkj­ar og lág­launa­fólk á leigu­mark­aði og seg­ir Ásta Sigrún að rík­is­stjórn­in verði að bregð­ast við vanda þess hóps.
Einni bílaviðgerð frá vandræðum
ViðtalLífskjarakrísan

Einni bíla­við­gerð frá vand­ræð­um

Af­borg­an­ir allra lána hafa hækk­að á síð­ustu miss­er­um og hef­ur það knú­ið Sig­trygg Ara Jó­hanns­son ljós­mynd­ara til að skoða af al­vöru að flytja bú­ferl­um til ann­ars lands til að kom­ast í skjól. „Ég átta mig á því að það er ekki eins og happ­drætt­is­vinn­ing­ur að flytja í ann­að land,“ seg­ir hann, „en ein­hverju er hægt að fórna fyr­ir stöð­ug­leika.“

Nýtt efni

Ópera eða þungarokk? - Áhrif smekks á viðhorf annarra til okkar
Samtal við samfélagið#8

Ópera eða þung­arokk? - Áhrif smekks á við­horf annarra til okk­ar

Hef­ur smekk­ur okk­ar áhrif á hvernig aðr­ir meta okk­ur? Mads Meier Jæ­ger, pró­fess­or við Kaup­manna­hafn­ar­skóla, svar­aði þeirri spurn­ingu á fyr­ir­lestri sem hann flutti ný­lega á veg­um fé­lags­fræð­inn­ar og hann ræddi rann­sókn­ir sín­ar í spjalli við Sigrúnu í kjöl­far­ið. Því hef­ur oft ver­ið hald­ið fram að meiri virð­ing sé tengd smekk sem telst til há­menn­ing­ar (t.d. að hlusta á óper­ur eða kunna að meta ostr­ur) en lægri virð­ing smekk sem er tal­inn end­ur­spegla lág­menn­ingu (t.d. að hlusta á þung­arokk eða vilja bara ost­borg­ara). Á svip­að­an hátt er fólk sem bland­ar sam­an há- og lág­menn­ingu oft met­ið hærra en þau sem hafa ein­ung­is áhuga á öðru hvoru form­inu. Með meg­in­d­leg­um og eig­ind­leg­um að­ferð­um sýn­ir Mads fram á að bæði sjón­ar­horn­in skipta máli fyr­ir hvernig fólk er met­ið í dönsku sam­fé­lagi. Dan­ir álíta til dæm­is að þau sem þekkja og kunna að meta hluti sem tengj­ast há­menn­ingu fær­ari á efna­hags­svið­inu og fólk ber meiri virð­ingu fyr­ir slík­um ein­stak­ling­um en þau sem að geta bland­að sam­an há-og lág­menn­ingu eru tal­in áhuga­verð­ari og álit­in hafa hærri fé­lags­lega stöðu. Þau Sigrún ræða um af hverju og hvernig slík­ar skil­grein­ing­ar hafa áhuga á mögu­leika okk­ar og tæki­færi í sam­fé­lag­inu. Þau setja nið­ur­stöð­urn­ar einnig í sam­hengi við stefnu­mót­un, en rann­sókn­ir Mads hafa með­al ann­ars ver­ið not­að­ar til að móta mennta­stefnu í Dan­mörku.

Mest lesið undanfarið ár