Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Hvað kostar lítri af mjólk?

Þing­menn þjóð­ar­inn­ar gisk­uðu á verð á ein­um lítra af mjólk og svör­uðu öðr­um spurn­ing­um um verð­til­finn­ingu sína.

Mjólk kostar 206 krónur

Mjólk. Nauðsynjavaran sem mannkynið hefur neytt í þúsundir ára. Í dag eru til alls konar útgáfur af mjólk, enda getur það eitt að drekka mjólk valdið siðferðilegum ádeilum meðal fólks. Hvort sem mjólk er D-vítamínbætt, gerð úr höfrum, möndlum eða kókoshnetum, kostar hún alltaf eitthvað. 

Á síðustu árum hefur verð á einum lítra af nýmjólk hækkað töluvert. Árið 2010 seldi Krónan í Grafarholti mjólkurlítrann á 145 krónur. Sjö árum síðar var verðið óbreytt, að Krónunni í Austurveri undanskilinni. Í febrúar 2018 keyptu viðskiptavinir Krónunnar í Grafarholti mjólkurlítrann á 149 krónur. Nú, fimm árum síðar, hefur verðið hækkað um 57 krónur og kostar mjólkurlítrinn því alls 206 krónur. 

Verðvitund neytenda er mismikil og hélt Heimildin á Alþingi þar sem þingmenn giskuðu á lítraverð nýmjólkur. 

Þingmenn giska

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata: „Nú kaupi ég alltaf D-vítamínbætta og hún kostar 246 krónur. Ætli þessi kosti ekki eitthvað minna? Ég myndi giska á svona tvö hundruð, tvö hundruð og eitthva ð... svona á milli 200-210 krónur.

Vel gert, 206 krónur í Krónunni. Finnst þér það sanngjarnt verð? „Sanngjarnt ... er maður ekki fyrir löngu orðinn verðónæmur hérna á þessu landi? Er það ekki bara orðið svolítið svoleiðis?

Finnst þér þú vera með góða verðtilfinningu þegar þú ert að versla úti í búð? „Alls ekki og aldrei haft.

Ásthildur Lóa Þórsdóttir

Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingmaður Flokks fólksins: „Já, 220 krónur eða eitthvað svoleiðis. Ég myndi giska á það en ég hef eiginlega ekki hugmynd.“

206 krónur í Krónunni, finnst þér það sanngjarnt? „Matvara á Íslandi er bara alltof dýr. Það er ofboðslega erfitt að segja til um hvað er sanngjarnt og hvað er ekki sanngjarnt, og ég á mjög erfitt með að segja það. En matvara náttúrlega á Íslandi er mjög dýr.“ 

Ert þú með góða verðtilfinningu þegar þú ert úti í búð? „Nei, ég er ekki með góða verðtilfinningu, alls ekki.“

Birgir Ármannsson

Birgir Ármannsson, forseti Alþingis: „Ég giska á svona í kringum tvö hundruð kall.

206 krónur í Krónunni, finnst þér það sanngjarnt? „Ég veit það ekki. Það er auðvitað alltaf áhyggjuefni hvað allar matvörur kosta en þetta er hins vegar hérna ... þetta er hins vegar ekkert óskaplega hátt verð þannig séð.

Finnst þér þú vera með góða verðtilfinningu þegar þú ert úti í búð? „Mætti vera meiri, ábyggilega. En maður reynir auðvitað að fylgjast með hvað innkaupakarfan kostar.“

Guðmundur Ingi Kristinsson

Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins: „Tvö hundruð kall, eitthvað svoleiðis myndi ég giska. En svo mun dýrari ef maður kaupir hann frá, hvað heitir það … Örnu, sem er enn þá betri mjólk.“

Ert þú með góða verðtilfinningu þegar þú ert úti í búð? „Nei.“

Inga Sæland

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins: „Guð minn almáttugur, ég fer aldrei í búð. Það er maðurinn sem kaupir.“

Já, eitthvað gisk? „Já, ætli hún sé ekki komin í svona 212 krónur.“

Finnst þér þú með góða verðtilfinningu þegar þú ert úti í búð að versla? „Já, nokkuð. Við höfum alltaf fylgst alveg rosalega vel með enda vorum við nú frekar efnalítil alla tíð, svona meira og minna. Þannig að, já, maður hefur vanið sig á það að fylgjast með. En þarna tekurðu mig alveg í bólinu með mjólkina sko. Ég var nú ekkert langt frá því enda kostar hún örugglega 212 krónur í Hagkaup.“ 

Jóhann Friðrik Friðriksson

Jóhann Friðrik Friðriksson, þingmaður Framsóknarflokksins: „Bara ... lítri af mjólk ... segjum 230 krónur. 

Hún kostar 206 krónur í Krónunni. Finnst þér það sanngjarnt verð? „Ég hef nú ekki gert mikinn verðsamanburð en ég versla nú aðallega í Bónus.

Ertu með góða verðtilfinningu þegar þú ert úti í búð? „Ég reyni að vera með það en ég get nú ekki sagt að ég kannski ... ætli stutta svarið sé ekki að ég gæti verið betri í því.

Jóhann Páll Jóhannsson

Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar: „Ég ætla að skjóta á 400 krónur.“ 

206 krónur, hvað finnst þér um það verð? „Það er minna en ég hélt.

Ert þú með mikla verðmeðvitund þegar þú ert úti í búð að versla? „Kannski gagnvart heildar ... gagnvart lokaverðmiðanum en ekki alveg sundurliðað.

Kristrún Frostadóttir

Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar: „Það fer eftir því hvar þú kaupir þetta. Mig langar að segja 294 krónur.“ 

206 krónur í Krónunni, finnst þér það sanngjarnt? „Ég veit það ekki, þetta hefur náttúrlega hækkað í verði en jájá, þetta gæti eflaust verið lægra.

Ert þú með góða verðtilfinningu þegar þú ert úti í búð að versla? „Ég versla mjög mikið á netinu. Ég held að vefverslun hafi reyndar veitt fólki aukna verðvitund vegna þess að þá getur þú fylgst með körfunni síðast. Ég hef auðvitað tekið eftir því eins og allir aðrir að það hefur hækkað verulega í verði allt sem maður kaupir.“  

Sigmar Guðmundsson

Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar: „Ég er alltaf á auto-pilot í búðinni, ég gæti ekki svarað því. Ég veit hins vegar að mjólkin hefur hækkað mjög mikið eins og mjólkurafurðir almennt hafa gert. Ég er í hópi mjög margra íslenskra neytenda sem að missi verðskynið þegar ég fer út í búð vegna þess að hækkanir eru svo stöðugar og örar. Þetta er það sem minn flokkur hefur alltaf verið að benda á. Ég vildi að ég gæti svarað þessari spurningu upp á punkt og prik en ég veit að hún er of dýr.“  

206 krónur, er það ósanngjarnt? „Ja, sko, það er ósanngjarnt að endalaust skuli demba yfir okkur verðhækkanir sem er hægt að rekja til þess að við erum með ákveðinn kerfisvanda hérna hjá okkur sem er íslenska krónan. Þannig að ég tel að það sé mjög einfalt að lækka matvöruverð hérna á Íslandi. Það þarf svolítið hugrekki, það þarf að stíga stór skref en það er í sjálfu sér ekki flókin aðgerð. Vafalítið geta þeir sem eru að framleiða mjólk fært rök fyrir því að verðið geti þess vegna verið hærra, en það sem við höfum alltaf verið að benda á, við búum við ákveðinn kerfisvanda hérna á Íslandi sem gerir það að verkum að matvöruverð er óþarflega hátt. Það gildir líka um mjólkina og aðrar mjólkurafurðir.“ 

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Selja aðgang að bílastæðum við Laugardalshöll á 5.990 krónur
2
Fréttir

Selja að­gang að bíla­stæð­um við Laug­ar­dals­höll á 5.990 krón­ur

Bíla­stæð­in næst Laug­ar­dals­höll­inni verða frá­tek­in fyr­ir þau sem eru til­bú­in að borga hátt í 6 þús­und krón­ur fyr­ir að leggja bíl­um sín­um þar á með­an tón­leik­arn­ir Jóla­gest­ir Björg­vins fara fram á laug­ar­dags­kvöld. Hluti stæð­anna sem Sena sel­ur að­gang að standa á landi Reykja­vík­ur­borg­ar við Engja­veg, ut­an lóð­ar­marka Laug­ar­dals­hall­ar­inn­ar.
Morðingi hylltur sem alþýðuhetja:  „Viðbrögðin líkjast uppreisn“
3
Greining

Morð­ingi hyllt­ur sem al­þýðu­hetja: „Við­brögð­in líkj­ast upp­reisn“

Við­brögð al­menn­ings við svip­legu morði á for­stjóra eins stærsta sjúkra­trygg­inga­fé­lags Banda­ríkj­anna hafa kom­ið mörg­um á óvart og hrund­ið af stað mik­illi um­ræðu þar í landi. Sveinn Máni Jó­hann­es­son, nýdoktor í sagn­fræði við Há­skóla Ís­lands, seg­ir árás­ina tala inn í djúp­stæða gremju sem marg­ir Banda­ríkja­menn finna til gagn­vart heil­brigðis­kerf­inu og vinnu­brögð­um einka­rek­inna sjúkra­trygg­inga­fé­laga. Óljóst er hins veg­ar hverju þessi um­ræða muni skila.
Erfitt ár fyrir sitjandi ríkisstjórnarflokka
6
Fréttir

Erfitt ár fyr­ir sitj­andi rík­is­stjórn­ar­flokka

Eft­ir al­þing­is­kosn­ing­arn­ar bætt­ist Ís­land við á held­ur lang­an lista ríkja þar sem rík­is­stjórn­ar­flokk­ar biðu af­hroð í kosn­ing­um á einu stærsta kosn­inga­ári í manna minn­um. Sér­fræð­ing­ar og álits­gjaf­ar hafa að und­an­förnu velt vöng­um yf­ir þess­ari þró­un og telja sum­ir verð­bólgu og óánægju með efna­hags­mál í kjöl­far heims­far­ald­urs­ins hafa hrund­ið af stað þess­ari al­þjóð­legu þró­un. Stjórn­mála­fræð­ing­ur sem Heim­ild­in tók tali seg­ir ný­liðn­ar kosn­ing­ar ekki skera sig úr í sögu­legu sam­hengi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
„Ég kalla þetta svítuna“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár