Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Efnahagsleg velsæld þjóðarinnar „sjaldan gengið betur“

Þing­menn gagn­rýndu rík­is­stjórn fyr­ir upp­gjöf og spurð­ust fyr­ir um að­gerð­ir vegna verð­bólgu og yf­ir­vof­andi stýri­vaxta­hækk­un­ar Seðla­banka Ís­lands.

Efnahagsleg velsæld þjóðarinnar „sjaldan gengið betur“
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra Svaraði fyrirspurnum Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur og Ásthildar Lóu Þórsdóttur á þingi í dag. Mynd: Bára Huld Beck

„Þó að mistök hafi verið gerð þá þýðir ekki að gefast upp núna,“ sagði Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar er hún spurði forsætisráðherra Katrínu Jakobsdóttur hvað ríkisstjórnin hyggst gera vegna verðbólgu og yfirvofandi stýrivaxtahækkunar Seðlabanka Íslands á morgun. 

Hafnar mistökum

Samkvæmt formanni Samfylkingarinnar er enn tími til þess að grípa til aðgerða sem gætu aukið stöðugleika og styrkt stöðu heimilanna áður en að Alþingi fer í sumarfrí eftir þrjár vikur. Þá spurði Kristrún sérstaklega um leigubremsu og vaxtabætur. 

„Að sjálfsögðu eru stór mál undir sem er verið að ræða og kannski eitt af þeim stærstu fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar þar sem svo sannarlega eru boðaðar aðgerðir, bæði á tekju- og gjaldahlið, til að slá á þenslu,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og hafnaði því að mistök hafi verið gerð af hálfu ríkisstjórnar. 

Forsætisráðherra var sammála formanni Samfylkingarinnar um að verðbólgu þyrfti að lækka. Hins vegar minnti hún á aðgerðir ríkisstjórnar í heimsfaraldrinum COVID-19 sem skiluðu auknum kaupmætti meðal almennings og á lífskjarasamning frá 2019. „Þar voru ótal breytingar boðaðar og staðið við, hvort sem það var breyting á skattkerfinu og upptaka þrepaskipts skattkerfis, skattalækkun fyrir tekjulægstu hópana, uppbygging á húsnæðismarkaði, lenging fæðingarorlofs eða efling barnabótakerfisins.“ 

Kristrún hjó eftir skýrara svari og sagði þá forsætisráðherra fjármálaætlun vera til meðferðar á Alþingi og bætti við: „Við hækkuðum hér skerðingarmörk vaxtabóta um 50% um áramótin og hækkuðum húsnæðisstuðning“. Ráðherra sagði verkalýðshreyfinguna vera í hópi með innviðaráðherra sem væri að skoða „hvernig mætti skapa betri ramma um leigumarkað“. 

„Sjaldan gengið betur“

Í fyrirspurn sinni til fjármálaráðherra spurði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar um verðbólguna. „Við erum að sjá að Seðlabanki Íslands hefur ítrekað sagt að það sé ófært að hann einn beri byrðarnar af því að berjast við verðbólguna.“ Í framhaldi spurði formaður Viðreisnar um stöðu frumvarps „[...]sem á að liðka fyrir og auka heimildir til ríkissáttasemjara[...].“

Fjármálaráðherra nefndi þá að atvinnuþátttaka hefði aukist en það var eitt af stærri markmiðum efnahagsstefnu ríkisins og brýndi ráðherra fyrir mikilvægi umbóta á ramma vinnumarkaðslöggjöf. Einnig sagði Bjarni að það hefði „sjaldan gengið betur“ að auka efnahagslega velsæld þjóðarinnar en þó  vantar upp á stöðugleika. 

Þorgerður Katrín gagnrýndi núverandi ríkisstjórn fyrir ákvarðanaleysi er kemur að málum sem hafa mikla vigt í samfélaginu. „[...] Ungt fólk, lágtekju- og millitekjufólk þarf að taka erfiðu samtölin heima í eldhúsi um það hvernig eigi að brúa bilið því það kemur ekkert frá ríkisstjórninni.“

„Ungt fólk, lágtekju- og millitekjufólk þarf að taka erfiðu samtölin heima í eldhúsi um það hvernig eigi að brúa bilið því það kemur ekkert frá ríkisstjórninni.“

Bjarni svaraði gagnrýninni og benti á mikilvægi þess að kæla hagkerfið sökum of mikillar þenslu. „Það er fullt atvinnustig. Kaupmáttur er mjög hár, hann er hærri en víðast annars staðar. Kaupmáttur lægstu launa er líka hár á Íslandi. En þessu er ógnað af verðbólgunni og verðbólguhorfum.“ 

Fjármálaráðherra telur vert að hafa áhyggjur af þeim heimilum sem eiga erfitt vegna greiðslubyrðar. „En við getum samt ekki horft fram hjá því á sama tíma að þrátt fyrir allt þá hafa verið hér neikvæðir raunvextir. Eignaverð hefur verið að hækka og lánin hafa borið neikvæða raunvexti sem er merkileg staðreynd. Og þegar reikningur heimilisins er gerður upp í heild sinni þá er staðan ekki jafn svört og ætla mætti af umræðunni.“

Seðlabankinn að fórna heimilunum

Ásthildur Lóa Þórsdóttir þingmaður Flokk fólksins telur líklegt að Seðlabanki Íslands hækki stýrivexti að minnsta kosti um eitt prósentustig í fyrramálið. Hún lét hörð orð falla í garð Seðlabankastjóra, gagnrýndi völd Peningastefnunefndar og taldi bankann fórna heimilum landsins vegna „eigin mistaka“.

„Það nær hreinlega ekki nokkurri átt að þrjár manneskjur í Seðlabankanum hafi meiri völd en ríkisstjórnin, alþingismenn, sveitarstjórnir og verkalýðshreyfingin samanlagt. Að kjörnir fulltrúar landsins hafi minni áhrif á fjárhag heimilanna en örfáir einstaklingar uppi í Seðlabanka.“

Spurði Ásthildur Lóa þá fjármálaráðherra: „Ætla fjármálaráðherra og ríkisstjórnin að standa áfram á hliðarlínunni á meðan þrír nefndarmenn peningastefnunefndarinnar leiða þúsundir heimila og fyrirtækja í glötun? Er einhver von til þess að hann og þessi ríkisstjórn axli einhvern tímann ábyrgð sína gagnvart heimilum landsins sem kjörnir fulltrúar eða eruð þið bara búin að gefa þetta eftir?“

„Er einhver von til þess að hann og þessi ríkisstjórn axli einhvern tímann ábyrgð sína gagnvart heimilum landsins sem kjörnir fulltrúar eða eruð þið bara búin að gefa þetta eftir?“

Bjarni svaraði fyrirspurninni á þá leið að ríkisstjórnin væri ekki búin að gefa neitt eftir. „Við höfum sagt frá upphafi að okkar aðgerðir myndu annars vegar snúast um það að nýta ríkisfjármálin til að styðja við lægri verðbólgu og hins vegar að grípa til aðgerða til að verja stöðu þeirra sem eru viðkvæmastir fyrir verðbólguhækkun. Um það vitna aðgerðir okkar um síðastliðin áramót og nú höfum við boðað að á þessu þingi verði lögð til breyting á almannatryggingakerfinu til þess að hækka bætur í takt við verðhækkanir sem eru umfram forsendur fjárlaga.“

Sjálstæður seðlabanki

Um stöðu Seðlabankans sagði Bjarni: „Hér á þinginu hefur verið samstaða um að reka sjálfstæðan seðlabanka, hafa hér sjálfstæða peningastefnunefnd og fela Seðlabankanum það verkefni að vernda verðgildi peninganna og að stefnt skuli að því að verðbólga í landinu sé að jafnaði í kringum 2,5%, og að færa þurfi fram sérstaka greinargerð ef verðbólgan fer út fyrir vikmörk sem eru þá 4%. Þetta er það grundvallarkerfi sem við erum með.“

Ásthildur Lóa hélt gagnrýni sinni áfram og sagði meðal annars: „Ríkisstjórnin og peningastefnunefnd Seðlabankans bera fulla ábyrgð á þeim hörmungum sem brátt dynja yfir tugþúsundir heimila. Hversu langt ætlar ríkisstjórnin að leyfa þessu að ganga áður en hún grípur í taumana?“.

Bjarni ítrekaði mikilvægi Seðlabankans og þau stjórntæki sem hann hefur gegn verðbólgunni. „Ef það er verðbólga hér á landi, stöðug, og verðbólguhorfur eru slæmar mun það að sjálfsögðu bitna á heimilunum, fyrst á þeim sem hafa minnst milli handanna. Að sjálfsögðu mun það brjótast út í kjörum húsnæðislána og í öllum vaxtakjörum á markaðnum. Hækkanir Seðlabankans eru til þess að slá á væntingar um það hversu lengi þetta tímabil mun vara. En þetta er grundvallarumræða um það hvort við eigum yfir höfuð að láta Seðlabankann hafa vaxtaákvörðunartækið.“

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
8
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
2
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
5
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
Þurftu að kalla fólk niður af fjalli til að færa bílana
6
Fréttir

Þurftu að kalla fólk nið­ur af fjalli til að færa bíl­ana

Daní­el Freyr Jóns­son, svæð­is­sér­fræð­ing­ur í nátt­úru­vernd­art­eymi, seg­ir stans­laus­ar tepp­ur hafa ver­ið á bíla­stæð­um við Land­manna­laug­ar áð­ur en far­ið var að inn­heimta bíla­stæða­gjöld á álags­tím­um í sum­ar. Kalla hafi þurft bíl­stjóra nið­ur af fjöll­um til að færa bíl­ana til að greiða leið fyr­ir rút­um. Nýja fyr­ir­komu­lag­ið hafi hlot­ið góð við­brögð hjá gest­um.
Meðallaun segja ekki allt varðandi kjör fólks í landinu
8
GreiningMillistétt í molum

Með­al­laun segja ekki allt varð­andi kjör fólks í land­inu

Reglu­lega er töl­um um með­al­laun Ís­lend­inga fleygt fram í um­ræð­unni og þau gjarn­an sögð vera óvenju­há í sam­an­burði við önn­ur lönd. Í fyrra voru heild­ar­laun full­vinn­andi fólks að með­al­tali 935.000 þús­und krón­ur á mán­uði. Hins veg­ar fær flest starf­andi fólk mán­að­ar­laun sem eru lægri en þetta með­al­tal. Að ýmsu þarf að gæta þeg­ar með­al­tal­ið er rætt því hlut­fall­ið seg­ir ekki alla sög­una.
„Enginn sem tekur við af mér“
9
Viðtal

„Eng­inn sem tek­ur við af mér“

Það er barn­ing­ur fyr­ir marga að vera sjálf­stætt for­eldri á ein­um tekj­um. En hver er stað­an ef for­eldr­ið er al­far­ið eitt með barn­ið? Hvað ef barn­ið glím­ir við sér­tæk­ar grein­ing­ar? Alma Hrönn Hrann­ar­dótt­ir og Diljá Ámunda­dótt­ir Zoëga eru báð­ar ein­ar á vakt­inni, alltaf. Mæð­urn­ar hafa glímt við heilsu­brest vegna álags, með­vit­að­ar um að ef eitt­hvað kem­ur fyr­ir þær er eng­inn sem tek­ur við af þeim.
Einstæðir foreldrar berjast í bökkum
10
Fréttir

Ein­stæð­ir for­eldr­ar berj­ast í bökk­um

Nú­ver­andi efna­hags­ástand hef­ur sett heim­il­is­bók­hald­ið hjá mörg­um lands­mönn­um úr skorð­um. Ástand­ið kem­ur verst nið­ur á þeim sem búa ein­ir og reiða sig á stak­ar mán­að­ar­tekj­ur. Sá tími þeg­ar ein­stak­ling­ar með lág­ar eða með­al­tekj­ur gátu rek­ið heim­ili er löngu lið­inn. Lít­ið má út af bregða hjá stór­um hluta ein­stæðra for­eldra til þess þau þurfi ekki að stofna til skuld­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
2
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
4
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
5
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
„Ég var bara niðurlægð“
8
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
9
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár