Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Sviðslistir, samfélagið og mannveran Sviðslistaannáll 2022 – 2023

Sig­ríð­ur Jóns­dótt­ir fer hér yf­ir leik­ár­ið sem er að líða – í sviðslista­ann­áli. Hún bend­ir m.a. á að eft­ir erf­ið­leika í Covid-far­aldr­in­um sé mik­il­vægt að hlaupa ekki þráð­beint inn í gamla hug­mynda­fræði held­ur end­ur­byggja heim sem býð­ur okk­ur öll vel­kom­in.

Sviðslistir, samfélagið og mannveran  Sviðslistaannáll 2022 – 2023
Reynslumiklir leikarar Ein af merkilegri leiksýningum leikársins var Marat/Sade í Borgarleikhúsinu, samstarfsverkefni með Lab Loka og í leikstjórn Rúnars Guðbrandssonar, skrifar Sigríður. Mynd: Borgarleikhúsið

Eftir gífurlega erfitt tímabil í heimsfaraldrinum var loksins hægt að bjóða upp á óslitið leikár sem var bæði viðburðaríkt og fjölbreytt. Aftur á móti er langt síðan gustað hefur jafn hressilega um stofnanaleikhúsin og kröfur um breytt sviðslistasamfélag háværar. Hér verður stiklað á stóru yfir helstu fréttir leikársins 2022–2023 og áherslur í verkefnavali skoðaðar áður en tjaldið verður dregið fyrir í aðdraganda sumars, sem vonandi kemur á einhverjum tímapunkti.

Átök um inngildingu, fordóma og túlkunaraðferðir

Tímarnir breytast og leikhúsið með, en stundum afar hægt. Þegar sviðslistir eru upp á sitt besta endurspeglar listformið samfélagið, tilfinningalegt ástand eða spyr áleitinna spurninga. Áhrifamestu sýningarnar eru þær sem tekst að gera allt þrennt í einu. En leikhús getur líka endurspeglað vafasamar hefðir og hugsunarhátt. Þrjár sýningar á þessu leikári sýndu svo sannarlega fram á að sviðslistir eru ekki undanskildar samfélagsumræðunni.

Sænski söngleikurinn Sem á himni var framsettur sem flaggskip leikársins í Þjóðleikhúsinu. Á yfirborðinu ljúf skandinavísk saga um íbúa í litlum smábæ. En í kjölfar frumsýningarinnar fór allt í bál og brand. Gagnrýnin var fjölþætt og kjarnaðist í framsetningu á fötluðum karakter í sýningunni sem leikinn var af ófötluðum einstaklingi. Umræðan varð kveikjan að inngildingu í íslensku samfélagi og sviðslistunum sérstaklega. Viðbragð stjórnenda Þjóðleikhússins var að bjóða til málþings þar sem fatlaðir einstaklingar tóku sviðið og sögðu frá sinni reynslu. Pakkað var út úr húsi og fjölmargar þarfar skoðanir komust á framfæri en tíminn mun leiða í ljós hvort samtalið skili einhverjum varanlegum breytingum.  

Harðlega gangrýntUppsetning óperunnar á Madama Butterfly eftir Gicomo Puccini var harðlega gagnrýnd og listrænir stjórnendur ásakaðir um kynþáttafordóma þar sem hvítir Íslendingar voru klæddir upp sem japanskir einstaklingar.

Íslenska óperan var síðan í auga stormsins eftir áramót. Uppsetning óperunnar á Madama Butterfly eftir Gicomo Puccini var harðlega gagnrýnd og listrænir stjórnendur ásakaðir um kynþáttafordóma þar sem hvítir Íslendingar voru klæddir upp sem japanskir einstaklingar. Óperustjóri stóð staðfastur með sýningunni en spyrja má hvort grunnvandamálið hafi ekki verið afleitt verkefnaval.

Borgarleikhúsið tók áhættu og bauð ungum litáenskum leikstjóra, Ursulu Barto, að leikstýra Macbeth á stóra sviðinu í þeirri von að endurtaka sigurgöngu Ríkharðs III. Sýningin var vægast sagt umdeild, leikhúsgagnrýnendur voru upp til hópa óánægðir með útfærsluna og ekki leið á löngu þar til tjöldin féllu í síðasta skipti á Macbeth. Vonandi verður sýningin ekki til þess að stóru leikhúsin hætti að taka áhættur á ungum og erlendum leikstjórum enda er nauðsyn að endurmanna þennan hóp með reglulegu millibili.

Einleikir og fámennar sýningar um samfélagsleg málefni

Eitt af helstu einkennum leikársins voru einleikir og fámennar leiksýningar. Sigrún Edda Björnsdóttir reið á vaðið með Á eigin vegum og Hamingjudagar eftir Samuel Beckett í leikstjórn Hörpu Arnardóttur með Eddu Björgu Eyjólfsdóttur hitti í mark.

Langur ferillKarl Ágúst Úlfsson kvaddi leiksviðið með Fíflinu í Tjarnarbíói eftir fjörutíu ára feril, hans verður saknað enda setti hann rækilega mark sitt á íslenskt sviðslistalíf.

Karl Ágúst Úlfsson kvaddi leiksviðið með Fíflinu í Tjarnarbíói eftir fjörutíu ára feril, hans verður saknað enda setti hann rækilega mark sitt á íslenskt sviðslistalíf sem leikari, leikskáld og þýðandi. Svartþröstur, Samdrættir, Strákar og stelpur, Venus í feldi og Hið stórfenglega ævintýri um missi fjölluðu um áföll og eitruð samskipti með naumhyggjuna að vopni.

Einn af hápunktum leikársins var án efa fyrstu tvær sýningarnar á þríleik Marius von Mayenburg í Þjóðleikhúsinu. Hér er á ferðinni leikskáld sem skrifar eldfiman texta sem logar í munni leikara lekara enda blómstruðu allir sex leikararnir, þá sérstaklega Nína Dögg Filippusdóttir, sem hefur sjaldan verið betri en í Ex. Sömuleiðis var ánægjulegt að sjá handverk ástralska leikstjórans Benedict Andrews aftur á íslensku leiksviði.

Leikhúsið hefur alltaf verið vettvangur til að skoða samfélagsleg málefni, mannlega hegðun og samskipti. Hættan er sú að málefnið til umræðu trompi mannlega reynslu og messutónninn verði ráðandi.

HápunkturinnEinn af hápunktum leikársins var án efa fyrstu tvær sýningarnar á þríleik Marius von Mayenburg í Þjóðleikhúsinu. Hér er á ferðinni leikskáld sem skrifar eldfiman texta sem logar í munni leikara.

Sjálfstæða senan

Ein af merkilegri leiksýningum leikársins var Marat/Sade í Borgarleikhúsinu, samstarfsverkefni með Lab Loka og í leikstjórn Rúnars Guðbrandssonar. Leikhópurinn var samansettur af okkar elsta og reyndasta sviðslistafólki. Þar ber helst að nefna Margréti Guðmundsdóttur sem endurtók hlutverk Charlotte Corday sem hún lék í Þjóðleikhúsinu árið 1967, eða fyrir 56 árum síðan. Frammistaða hennar var ekkert annað en stórkostleg, eins og hún væri í tengslum við annað tilvistarsvið.

GóðurEin óvæntasta sýning leikársins var Hið ósagða eftir Sigurð Ámundason.

Á síðastliðnum árum hefur Þjóðleikhúskjallarinn fengið endurnýjun lífdaga sem vettvangur fyrir tilraunastarfsemi, óperusýningar og einleiki í samstarfi við sjálfstæða sviðslistahópa. Tjarnarbíó hefur dafnað undir listrænni stjórn Söru Martí Guðmundsdóttur og miðasala hússins sterk. Ein óvæntasta sýning leikársins var Hið ósagða eftir Sigurð Ámundason. En húsakostur heimilis sjálfstæðu sviðslistasenunnar er fyrir löngu sprunginn. Húsnæðiskostur og fjársvelti eru landlæg vandamál í sjálfstæðu senunni sem verður að leysa hið fyrsta.

Leikhús um land allt og leikhúsgagnrýni

Leikfélag Akureyrar sýndi söngleikinn Chicago fyrir fullu húsi seinni hluta leikársins og greinilegt að verkefnaval Mörtu Nordal hittir í mark norðan heiða. Ekki má gleyma starfsemi LA bak við tjöldin en félagið rekur leiklistarskóla fyrir yngri kynslóðina og sinnir grasrótarstarfi sem er gífurlega mikilvægt. Brúðuleikhópurinn Handbendi með Gretu Clough er leiðandi listrænt afl á landsbyggðinni sem og óþrjótandi elja stjórnenda Act Alone á Suðureyri.

Síðastliðið leikár hefur sýnt fram á mikilvægi leikhúsgagnrýni sem vettvangur fyrir umræðu. Leikhúsgagnrýni hefur alveg horfið af sjónvarpsskjáum landsmanna og starfsumhverfi leikhúsgagnrýnenda takmarkaðist enn þá frekar þegar Fréttablaðið lagði upp laupana í vor. Þessi þróun er uggandi enda fagleg umfjöllun sviðslistunum nauðsynleg.

Kerfislæg launavandamál

Um þessar mundir stendur yfir endurskoðun á launaumhverfi sviðslistafólks hjá viðskipta- og menningarmálaráðuneytinu enda löngu kominn tími til. Fjölmargir gallar eru á núverandi kerfi sem verður að skoða og leiðrétta í samvinnu við sviðslistafólkið. Verkefnatengd laun takmarka getu sviðslistahópa til að starfa í lengri tíma, þróa aðferðir sínar og verkefni. Leikskáld fá alltof sjaldan viðeigandi laun til að sinna sínu starfi til lengri tíma sem orsakar brotthvarf úr stéttinni og á aðra miðla svo sem sjónvarp, kvikmyndir eða aðrar stöður í leikhúsunum.

Nýliðun er mikilvæg en nauðsynlegt er að styðja við hópa og listafólk sem starfað hafa í lengri tíma. Upphæðirnar eru sömuleiðis alltof litlar þannig að hópar og einstaklingar eru nauðbeygðir til að sækja í marga sjóði. Þessi kerfislægu vandamál standa í vegi fyrir framþróun sviðslista á Íslandi og verða vonandi leiðrétt.

Það sem koma skal …

Tilkynningar fyrir komandi leikár eru byrjaðar að detta inn og kannski stærstu fréttirnar hingað til að tvær stórleikkonur snúa aftur á leiksviðið eftir nokkra fjarveru. Margrét Vilhjálmsdóttir mun leika eitt aðalhlutverkið í Ást Fedru eftir Söruh Kane, leikstýrt af Kolfinnu Nikulásdóttur, og nýlega tilkynnti Leikfélag Reykjavíkur að Jóhanna Vigdís Arnardóttir taki þátt í söngleiknum Eitruð lítil pilla, sem er byggður á samnefndri plötu Alanis Morissette.

Yngstu leikhúsgestirnir fá líka eitthvað fyrir sinn snúð en Gísli Örn Garðarsson mun leikstýra nýrri sviðsútgáfu af hinni sívinsælu Disney kvikmynd Frozen, eða Frost eins og hún er kölluð á íslensku, í Þjóðleikhúsinu og Fíasól stekkur á svið í Borgarleikhúsinu í leikstjórn Þórunnar Örnu Kristjánsdóttur.

Leikhúsið er snúið aftur af fullum krafti en mikilvægt er að hlaupa ekki þráðbeint inn í gamla hugmyndafræði heldur að endurbyggja heim sem býður öll velkomin, skapa ásættanlegt launaumhverfi og vinna saman að framþróun sviðslista í landinu.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Mér hefur ekki verið nauðgað“
2
Fréttir

„Mér hef­ur ekki ver­ið nauðg­að“

„... þó að fjór­ar rík­is­stjórn­ir hafi geng­ið úr skugga um að flokka, bæla nið­ur og jafn­vel þurrka út eig­in­lega öll mest af­ger­andi sönn­un­ar­gögn­in tókst þeim ekki að halda lok­inu á sam­ráði og mis­ferli sínu,“ skrif­ar pró­fess­or Nils Melzer sem rann­sak­aði mál Ju­li­an Assange sem sér­stak­ur skýrslu­gjafi fyr­ir Sam­ein­uðu þjóð­irn­ar. Skýrsl­an kom út sem bók.
Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
3
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Þórður Snær Júlíusson
6
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
2
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
5
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.
„Það er svo ótrúlega helvíti erfitt að fara frá honum“
7
Viðtal

„Það er svo ótrú­lega hel­víti erfitt að fara frá hon­um“

Krist­inn Hrafns­son ræð­ir stöð­una á mál­um Ju­li­an Assange en um­ræð­an byrj­aði að breyt­ast eft­ir að Nils Melzer, þá­ver­andi skýrslu­gjafi Sam­ein­uðu þjóð­anna, gaf út á bók ár­ið 2022 og lagði áherslu á að eng­inn hef­ur axl­að ábyrgð á stríðs­glæp­um þeim sem Wiki­Leaks af­hjúp­aði á með­an Ju­li­an sæt­ir pynt­ing­um og yf­ir­völd fjög­urra landa hafa marg­brot­ið á hon­um. Bók­in hef­ur haft áhrif, jafn­vel á Joe Biden og Olaf Sholz.
Segir íslenskt kórastarf geta stuðlað að aukinni inngildingu
8
FréttirForsetakosningar 2024

Seg­ir ís­lenskt kór­astarf geta stuðl­að að auk­inni inn­gild­ingu

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hvetja út­lend­inga til að „læra tungu­mál­ið okk­ar í gegn­um söng og ís­lensk­una.“ Halla Hrund seg­ir að við þurf­um að vera að­eins meira skap­andi í því hvernig við nálg­umst við­fangs­efni inn­flytj­enda. Hún var með­al for­setafram­bjóð­enda sem mættu í pall­borð­sum­ræð­ur í síð­asta þætti Pressu.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu