„Ég hef því miður ekki einu sinni fengið boð í atvinnuviðtöl,“ segir Rafaela Georgsdóttir, sem er menntaður lögfræðingur frá Brasilíu, um það hversu ómögulegt henni hafi reynst að finna starf þar sem menntun hennar gæti nýst henni. „Það er vonlaust.“
Rafaela kom til Íslands sem ferðamaður fyrir sjö og hálfu ári síðan. Hún hafði ekki ætlað að stoppa lengi en ástin bankaði upp á þegar hún kynntist manni sem hún hóf samband með og giftist síðar. Því miður entist ástin ekki og Rafaela og maðurinn skildu árið 2019. Sama ár fékk hún íslenskan ríkisborgararétt.
„Ég hafði ekki reiknað með að setjast hér að og fara út á vinnumarkaðinn og fyrsta kastið vann ég því áfram hjá lögfræðistofunni sem ég hafði verið að vinna hjá í Sao Paulo, yfir netið. Ég gerði ekki tilraun til að fá málflutningsréttindi hér því að til þess hefði ég þurft að læra íslensk lög og …
Athugasemdir