Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

„Ég hef ekki einu sinni fengið boð í atvinnuviðtöl“

Rafa­ela Georgs­dótt­ir hef­ur um langt skeið leit­að að störf­um þar sem mennt­un henn­ar gæti nýst en án ár­ang­urs. Rafa­ela er mennt­að­ur lög­fræð­ing­ur frá Bras­il­íu með sér­hæf­ingu í um­hverf­is­vernd.

„Ég hef ekki einu sinni fengið boð í atvinnuviðtöl“
Telur upprunan hamla sér Rafaela segist hafa það á tilfinningunni að henni sé verr tekið í atvinnuleit sökum þess að hún er frá Brasilíu heldur en til að mynda þeim sem eru frá Þýskalandi. Mynd: Aðsend

„Ég hef því miður ekki einu sinni fengið boð í atvinnuviðtöl,“ segir Rafaela Georgsdóttir, sem er menntaður lögfræðingur frá Brasilíu, um það hversu ómögulegt henni hafi reynst að finna starf þar sem menntun hennar gæti nýst henni. „Það er vonlaust.“

Rafaela kom til Íslands sem ferðamaður fyrir sjö og hálfu ári síðan. Hún hafði ekki ætlað að stoppa lengi en ástin bankaði upp á þegar hún kynntist manni sem hún hóf samband með og giftist síðar. Því miður entist ástin ekki og Rafaela og maðurinn skildu árið 2019. Sama ár fékk hún íslenskan ríkisborgararétt. 

„Ég hafði ekki reiknað með að setjast hér að og fara út á vinnumarkaðinn og fyrsta kastið vann ég því áfram hjá lögfræðistofunni sem ég hafði verið að vinna hjá í Sao Paulo, yfir netið. Ég gerði ekki tilraun til að fá málflutningsréttindi hér því að til þess hefði ég þurft að læra íslensk lög og …

Kjósa
16
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
4
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
5
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár