Til þess að ná árangri getur verið gott að setja sér markmið, eitthvað til að stefna að. Sumum finnst þægilegt að setja sér eitt markmið í einu á meðan aðrir vilja umturna hversdagslífi sínu og byrja af krafti. Hver svo sem þín leið er, þá gæti 75 daga áskorunin verið fyrsta skrefið í átt að heilsusamlegra lífi.
75 dagar af nýjum vana
Á TikTok hefur hin svokallaða „75 daga áskorun“ náð miklum vinsældum undanfarið. Annaðhvort fara notendur erfiðari leiðina (75 hard) eða auðveldari leiðina (75 soft). Í raun og veru má breyta áskoruninni að vild, svo lengi sem viðkomandi leggur sig fram um að skapa nýja vana á hverjum degi í 75 daga. Þessi tiltekni vani, eða vanar, eiga að bæta lífsgæði viðkomandi til lengri tíma.
Áður en lengra er haldið: Öllum tískubylgjum á samfélagsmiðlum ber að taka með fyrirvara enda er það hvers og eins að …
Athugasemdir