Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Samherji sakar listamann um að reyna að hafa af sér fé

Sam­herji hef­ur sent starfs­fólki sínu bréf þar sem fé­lag­ið for­dæm­ir gjörn­ing lista­manns­ins Odee sem í morg­un gekkst við því að vera mað­ur­inn á bak við falska heima­síðu Sam­herja þar sem namib­íska þjóð­in er beð­in af­sök­un­ar á fram­ferði Sam­herja.

Samherji sakar listamann um að reyna að hafa af sér fé
Ósáttur Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er afar ósáttur við listgjörninginn. Mynd: Stundin / Davíð Þór

„Eins og ykkur er eflaust kunnugt um, hefur falsfréttum í nafni Samherja verið dreift að undanförnu.“ Svona hefst bréf sem Samherji hefur sent starfsfólki sínu í tengslum við gjörning listamannsins Odee, Odds Eysteins Friðrikssonar. Hann gekkst við því í morgun að afsökunarbeiðni til Namibíu vegna framgöngu Samherja, bresk heimasíða með nafni og myndmerki Samherja, væri hans listgjörningur. 

Samherji fordæmir listgjörninginn og segist ekki geta unað „misnotkun af þessu tagi“ og vísar þar til notkunar Odee á nafni og myndmerki félagsins. 

Krefjast lokunar síðunnar

Í bréfinu segir ennfremur: „Sú afstaða okkar hefur ekkert með list eða tjáningarfrelsi að gera heldur endurspeglar einungis skýlausan rétt okkar og skyldu til að vernda vörumerki félagsins. En það höfum við byggt upp af kostgæfni á undangengnum fjórum áratugum um allan heim.

Þá er rétt að greina frá því að í þessari misnotkun fólst ekki einungis listrænn tilgangur eins og höfundur heldur fram, því auk þess var reynt að hafa fé af Samherja með því að fela auglýsingastofu birtingu á auglýsingaefni af sama tagi gegn greiðslu frá Samherja.

Samherji mun gera kröfu um að umræddri heimasíðu verði lokað og þessi misnotkun verði ekki látin viðgangast.“

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, skrifar sjálfur undir bréfið, sem ennfremur er birt á heimasíðu félagsins, en því lýkur með orðunum:

„Ég tel rétt að láta ykkur vita af þessu.

Bestu kveðjur,

Þorsteinn Már“

Ljótur blettur á sögu þjóðar

Odee sagði í samtali við Heimildina í morgun að það ætti „bara að taka lyklana að Samherja og afhenda þá Namibíumönnum á núll einni, það á bara að gefa þeim þetta fyrirtæki.“ 

Odee sendi í morgun frá sér fréttatilkynningu þar sem hann greinir frá því að verkið „We‘re Sorry“ sé hugmynda- og gjörningalistaverk þar sem listformið menningarbrenglun er notað. Í tilkynningunni segir að verkið sé ekki eingöngu listræn tjáning, „það táknar djúpstæða iðrun sem Namibíumenn eiga réttilega skilið frá Íslandi í kjölfar ömurlegra gjörða Samherja í Namibíu. Sem listamaður og Íslendingur bið ég Namibíu afsökunar fyrir hönd íslensku þjóðarinnar. Við stöndum saman að fordæmingu okkar á arðráni því sem hefur orðið uppvíst. Þessi skammarlegi kafli hefur skilið eftir ljótan blett á sögu þjóðar okkar, jafngildan nýlendendustefnu einkaaðila gegn fullvalda þjóð. Reiði og skömm enduróma vegna þess um allt samfélagið.“

Listaverkið samanstendur sem fyrr segir af vefsíðu, fréttatilkynningunni sem send var út, og af stórri veggmynd sem máluð er á vegg Listasafns Reykjavíkur, auk afsökunarbeiðninnar. Verkið er útskriftarverk Odee‘s úr BA-námi við Listaháskóla Íslands og er hluti af útskriftarsýningunni Rafall // Dynamo sem opnar á morgun, uppstigningardag 18. maí og stendur til 29. maí.

Kjósa
35
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Hlynur Jörundsson skrifaði
    "Sú afstaða okkar hefur ekkert með list eða tjáningarfrelsi að gera heldur endurspeglar einungis skýlausan rétt okkar og skyldu til að vernda vörumerki félagsins. En það höfum við byggt upp af kostgæfni á undangengnum fjórum áratugum um allan heim."

    En það sem Samherjamenn ættu að hafa í huga er að þeir geta ekki verndað orðspor sitt þegar þeim verður á í messunni nema með því að hreinsa borðið.

    Fyrirvaralaus óútskýrður brottrekstur yfirlögfræðings þeirra sem ræðismanns Kýpur var gott demo um þau mál. En ári áður höfðu Kýpversk yfirvöld svarað því til.... líkt og íslensk yfirvöld... að þeim væri óviðkomandi hegðun og starfsemi ræðismanna sinna.

    Ef menn vilja í raun rústa Samherja er það auðvelt.. að vísu eru collateral effect þau að íslenskur fiskútflutningur fær verulegt högg á sig og margir viðskiftavinirnir munu án vafa forða sér í einum grænum... líkt og kýpversk yfirvöld.
    2
  • Ásgeir Överby skrifaði
    „We‘re Sorry“
    Það er ekki nóg að þýkja þetta leitt. Það þarf líka að biðjast afsökunar.
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
2
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ars­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.
Leitin að upprunanum
5
GagnrýniSilfurgengið

Leit­in að upp­run­an­um

ÁÁr­ið er 2022 og kór­óna­veirufar­ald­ur­inn er loks í rén­un. Sig­ríð­ur Lei, eða Sirrý­lei eins og hún er köll­uð, fær gamla silf­ur­nælu í 15 ára af­mæl­is­gjöf frá ömmu sinni. Á bak­hlið næl­unn­ar er nafn­ið Sig­ríð­ur áletr­að en Sirrý­lei heit­ir í höf­uð­ið á ömmu sinni, Dí­dí, sem heit­ir í höf­uð­ið á ömmu sinni, Siggu, sem hét í höf­uð­ið á ömmu sinni, Sig­ríði....

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár