Um svipað leyti og kjörið var tilkynnt var líka í fréttum að Dimma hefði verið valin besta þýdda glæpasagan á Spáni á síðsta ári en verðlaunin voru afhent á glæpasagnahátíðinni Valencia Negra. Margir kannast við annan þýðenda hennar, en Kristinn R. Ólafsson þýddi bókina ásamt dóttur sinni, Öldu Ólafsson Álvarez.
Viðurkenningarnar hrúgast að Ragnari en fyrir stuttu hlaut Huldu-þríleikurinn Palle-Rosenkrantz-verðlaunin sem besta þýdda glæpasagan í Danmörku. Þess má geta að bækurnar þrjár náðu því að vera á lista yfir tíu mest seldu bækurnar í Þýsklandi og í lok síðasta árs var Snjóblinda valin besta glæpasaga síðustu fimmtíu ára í Frakklandi – þar sem hann hefur fjórum sinnum komist í efsta sæti yfir mest seldu glæpasögurnar frá árinu 2021.
Þetta er bara það sem hefur gerst á síðustu mánuðum. Ragnar afrekaði það að eiga fyrstu íslensku bókina á metsölulistum Sunday Times og Wall Street Journal. Sömu sögu er að segja um …
Athugasemdir