Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Valda má langreyðarkú meiri sársauka og lengur en kú í sláturhúsi

Af hverju eru það ekki brot á dýra­vel­ferð­ar­lög­um að hval­ir þjá­ist lengi við veið­ar? Af því að af­líf­un á villt­um dýr­um á lög­um sam­kvæmt að taka sem skemmst­an tíma og valda þeim sem minnst­um sárs­auka, seg­ir Mat­væla­stofn­un. Eng­ar skil­grein­ing­ar eru hins veg­ar á því hvað sé nógu skamm­ur tími eða óá­sætt­an­leg­ur sárs­auka­þrösk­uld­ur. Ann­að gild­ir um dýr í haldi manna.

Að mati Matvælastofnunar skortir nákvæm tímamörk á því hvað telst „skammur tími“ þegar kemur að aflífun villtra dýra í lögum þeim og reglum sem hvalveiðar Hvals hf. byggja á. Mörg dæmi eru um langdregin dauðastríð langreyða sem fyrirtækið veiddi síðasta sumar, allt upp í tvær klukkustundir. Þrátt fyrir þetta og að skjóta hafi þurft fjórðung dýranna oftar en einu sinni til að drepa þau braut Hvalur hf. ekki lög við veiðarnar að mati Matvælastofnunar sem birt var í eftirlitsskýrslu hennar nýverið.

Heimildin óskaði eftir frekari skýringum á þeirri niðurstöðu og spurði meðal annars hver sá þröskuldur væri að mati stofnunarinnar á því að brot á dýravelferð hefði verið framið við hvalveiðarnar. Stofnunin svarar þeirri spurningu ekki beint en af svörum Þóru Jónasdóttur, sérgreinadýralæknis villtra dýra, má sjá að það hversu langan tíma tekur fyrir hvalina að deyja skiptir í raun ekki máli …

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
2
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár