Að mati Matvælastofnunar skortir nákvæm tímamörk á því hvað telst „skammur tími“ þegar kemur að aflífun villtra dýra í lögum þeim og reglum sem hvalveiðar Hvals hf. byggja á. Mörg dæmi eru um langdregin dauðastríð langreyða sem fyrirtækið veiddi síðasta sumar, allt upp í tvær klukkustundir. Þrátt fyrir þetta og að skjóta hafi þurft fjórðung dýranna oftar en einu sinni til að drepa þau braut Hvalur hf. ekki lög við veiðarnar að mati Matvælastofnunar sem birt var í eftirlitsskýrslu hennar nýverið.
Heimildin óskaði eftir frekari skýringum á þeirri niðurstöðu og spurði meðal annars hver sá þröskuldur væri að mati stofnunarinnar á því að brot á dýravelferð hefði verið framið við hvalveiðarnar. Stofnunin svarar þeirri spurningu ekki beint en af svörum Þóru Jónasdóttur, sérgreinadýralæknis villtra dýra, má sjá að það hversu langan tíma tekur fyrir hvalina að deyja skiptir í raun ekki máli …
Athugasemdir