Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Valda má langreyðarkú meiri sársauka og lengur en kú í sláturhúsi

Af hverju eru það ekki brot á dýra­vel­ferð­ar­lög­um að hval­ir þjá­ist lengi við veið­ar? Af því að af­líf­un á villt­um dýr­um á lög­um sam­kvæmt að taka sem skemmst­an tíma og valda þeim sem minnst­um sárs­auka, seg­ir Mat­væla­stofn­un. Eng­ar skil­grein­ing­ar eru hins veg­ar á því hvað sé nógu skamm­ur tími eða óá­sætt­an­leg­ur sárs­auka­þrösk­uld­ur. Ann­að gild­ir um dýr í haldi manna.

Að mati Matvælastofnunar skortir nákvæm tímamörk á því hvað telst „skammur tími“ þegar kemur að aflífun villtra dýra í lögum þeim og reglum sem hvalveiðar Hvals hf. byggja á. Mörg dæmi eru um langdregin dauðastríð langreyða sem fyrirtækið veiddi síðasta sumar, allt upp í tvær klukkustundir. Þrátt fyrir þetta og að skjóta hafi þurft fjórðung dýranna oftar en einu sinni til að drepa þau braut Hvalur hf. ekki lög við veiðarnar að mati Matvælastofnunar sem birt var í eftirlitsskýrslu hennar nýverið.

Heimildin óskaði eftir frekari skýringum á þeirri niðurstöðu og spurði meðal annars hver sá þröskuldur væri að mati stofnunarinnar á því að brot á dýravelferð hefði verið framið við hvalveiðarnar. Stofnunin svarar þeirri spurningu ekki beint en af svörum Þóru Jónasdóttur, sérgreinadýralæknis villtra dýra, má sjá að það hversu langan tíma tekur fyrir hvalina að deyja skiptir í raun ekki máli …

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
2
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.
Kristrún og Þorgerður segja alþjóðasamfélagið hafa brugðist
6
Stjórnmál

Kristrún og Þor­gerð­ur segja al­þjóða­sam­fé­lag­ið hafa brugð­ist

„Við höf­um upp­lif­að von­brigði og getu­leysi,“ seg­ir Kristrún Frosta­dótt­ir for­sæt­is­ráð­herra sem heit­ir áfram­hald­andi stuðn­ingi Ís­lands við Palestínu. Hún seg­ir að al­þjóð­leg­ur þrýst­ing­ur muni aukast þeg­ar fólki gefst tæki­færi til að átta sig á því sem geng­ið hef­ur á í stríð­inu á Gaza, nú þeg­ar út­lit er fyr­ir að átök­un­um sé að linna.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár