Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Ógnarhópur hliðhollur Rússum lýsir ábyrgð á netárásum á íslenska netumdæminu

Netárás­ir hafa ver­ið gerð­ar í ís­lenska netumdæm­inu í morg­un. Var­að hef­ur ver­ið við netárás­um í tengsl­um við leið­toga­fund Evr­ópu­ráðs­ins sem hefst í dag. Ógn­ar­hóp­ur­inn NoNa­me057 hef­ur lýst yf­ir ábyrgð á árás­un­um. Rík­is­lög­regl­stjóri hef­ur í sam­ráði við netör­ygg­is­sveit CERT-IS og Fjar­skipta­stofu lýst yf­ir óvissu­stigi Al­manna­varna vegna netárása sem tengja má við leið­toga­fund Evr­ópu­ráðs­ins.

Ógnarhópur hliðhollur Rússum lýsir ábyrgð á netárásum á íslenska netumdæminu
Alþingi Við Alþingishúsið í morgun. Heimasíða Alþingis er á meðal þeirra sem hafa orðið fyrir netárásum í dag. Hakkarahópur hliðhollur Rússum hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni. Mynd: Heimildin / Davíð Þór

Ógnarhópurinn NoName057 hefur lýst yfir ábyrgð á netárásum á íslenskar vefsíður, þar á meðal vef Alþingis, í dag. 

CERT-IS, netöryggissveit Fjarskiptastofu, staðfestir að netárásir hafa verið gerðar í íslenska netumdæminu og hefur ógnarhópurinn NoName057 lýst yfir ábyrgð. „Dreifðum álagsárásum (DDoS attack) var beint gegn einstaka vefsíðum og hýsingaraðilum sem gerði það að verkum að margar vefsíður lágu tímabundið niðri,“ segir í tilkynningu CERT-IS. Þá hafa innbrotstilraunir (e.intrusion) í kerfi einnig verið gerðar í kjölfar dreifðra álagsárása. 

Heimildin greindi frá því í morgun að allt netkerfi Alþingis liggur niðri, bæði vefsíða og innra net. Símkerfi Alþingis lá einnig niðri um tíma. Aðrar vefsíður á vegum hins opinbera, til að mynda Stjórnarráðið, hafa orðið fyrir árásum. 

Ógnarhópurinn NoName057 samanstendur af hópi tölvuhakkara sem kom fyrst fram á sjónarsviðið í mars 2022, skömmu eftir innrás Rússa í Úkraínu, og lýsti yfir ábyrgð á tölvuárásir á opinberar stofnanir, fjölmiðla og einkafyrirtæki í Úkraínu, Bandaríkjunum og Evrópu. 

Varað var við auknum líkum á netárásum í aðdraganda leiðtogafundar Evrópuráðsins sem hefst í dag. „Ljóst er að óprúttnir aðilar gætu viljað nýta sér þennan fund til að valda usla með margs konar netárásum gegn íslenskum innviðum, stofnunum, og fyrirtækjum. Aukinn viðbúnaður og undirbúningur er æskilegur til að draga úr líkum á alvarlegum atvikum eða rekstrarstöðvun innlendra aðila,“ segir í tilkynningu frá netöryggisfyrirtækinu Syndis frá 24. apríl. 

CERT-IS greinir frá því að viðbragðsaðilar hafa unnið að því að koma vefsíðum upp og eflt varnir sínar. Ekki er útilokað fleiri árásir verða gerðar á íslenska netumdæmið og hvetur CERT-IS rekstar- og öryggisstjóra að vera á varðbergi og tilkynna allt grunsamlegt á cert@cert.is.  

Netöryggissveitin varar jafnframt við að árásarhópar eru að gera tilraunir til að nýta rafræn skilríki og biður fólk að vera á varðbergi með auðkenningar með rafrænum skilríkjum og aðeins staðfesta þær ef fólk hefur örugglega beðið um auðkenningu sjálf.

Uppfært klukkan 15:06: 

Ríkislögreglstjóri hefur í samráði við netöryggissveit  CERT-IS og Fjarskiptastofu lýst yfir óvissustigi Almannavarna vegna netárása sem tengja má við leiðtogafund Evrópuráðsins sem nú fer fram í Reykjavík.

Í tilkynningu frá Almannavörnum kemur fram að í aðdraganda fundarins hefur orðið vart við aukningu í netárásum á íslenska hýsingaraðila, fyrirtæki og stofnanir.  Á hádegi í það var ákveðið að færa lýsa yfir óvissustigi í samræmi við viðbragðsáætlun Almannavarna og CERT-IS um verndun ómissandi upplýsingainnviða. 

Þær álagsárásir sem hafa átt sér stað fyrr í dag ullu tímabundinni truflun á netsambandi  hjá afmörkuðum hópi aðila, þar á meðal heimasíðu Alþingis, stjórnarráðsins og CERT-IS teymisins.

„Unnið hefur verið að uppfærslu varna og því að færa viðkomandi vefsíður í fulla virkni. Rétt er að taka fram að umfang og eðli þessara árása er í samræmi við það sem búist var við í aðdraganda fundarins,“ segir í tilkynningu Almannavarna.  

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
2
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ar­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.
Skyndiréttur með samviskubiti
3
GagnrýniTál

Skyndirétt­ur með sam­visku­biti

Tál er 29. bók­in sem Arn­ald­ur Ind­riða­son gef­ur út á 29 ár­um. Geri aðr­ir bet­ur. Bæk­urn­ar hans hafa selst í bíl­förm­um úti um all­an heim og Arn­ald­ur ver­ið stjarn­an á toppi ís­lenska jóla­bóka­flóðs­ins frá því fyrstu bæk­urn­ar um Er­lend og fé­laga komu út. Það er erfitt að halda uppi gæð­um þeg­ar af­köst­in eru svona mik­il – en jafn­vel miðl­ungs­bók eft­ir...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár